Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Hákon kemur inn vegna höfuðmeiðsla Elíasar

Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þurfti að draga sig úr landsliðshópnum fyrir komandi leiki við Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hákon Rafn Valdimarsson tekur sæti hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Stirður eftir alla löngu boltana hjá nýja þjálfaranum

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, tók ekki þátt á æfingu liðsins í München í Þýskalandi í gær þar sem hann var nýlentur eftir leik liðs hans Alanyaspor kvöldið áður. Þar hefur hann þurft að aðlagast leikstíl nýs þjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert Brynjar hjólar í Arnar Þór

Albert Brynjar Ingason, fyrrverandi knattspyrnumaður og núverandi sparkspekingur hjá Stöð 2 Sport og hlaðvarpinu Dr. Football, hefur látið landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson heyra það vegna ummæla Arnars Þórs um Albert Guðmundsson. Albert Brynjar er frændi Alberts.

Fótbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Skattaskýrslunni skilað

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Svo virðist sem þjóðarpúlsinn sé mátulega jákvæður um þessar mundir eftir afar erfiða mánuði hjá íslenska liðinu. En er innistæða fyrir bjartsýni fyrir undankeppnina?

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­land henti frá sér sigrinum

Ísland glutraði niður eins marks forystu í vináttuleik gegn Svíþjóð í kvöld. Svíar skoruðu tvívegis undir lok leiks og unnu 2-1 sigur eftir að Sveinn Aron Guðjohnsen hafði komið Íslandi yfir í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Jörundur Áki og Vanda um skýrslu Grétars Rafns: „Við treystum okkar félögum“

„Þessi vinna sem Grétar Rafn [Steinsson] lagði á sig skilur eftir sig samantekt á hans starfi. Þar fer hann yfir bæði starf okkar í KSÍ og aðeins inn í starf félaganna,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri Knattspyrnusviðs KSÍ. Hann og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Bítið á Bylgjunni á morgun og ræddu skýrslu Grétars Rafns og málefni tengd KSÍ.

Íslenski boltinn