Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Skitu­m á okkur í þriðja leik­hluta“

    Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með niðurstöðu kvöldsins þegar Grindvíkingar töpuðu í oddaleik í Ólafssal gegn Haukum 79-64 og var tíðrætt um hversu þungt það reyndist liðinu að missa miðherja sinn, Isabellu Ósk Sigurðardóttur, í meiðsli á ögurstundu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Fárán­lega erfið sería“

    Deildarmeistarar Hauka fullkomnuðu endurkomuna gegn Grindavík í oddaleik í kvöld í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna en Haukar lentu 2-0 undir í seríunni. Haukur unnu að lokum nokkuð afgerandi sigur í kvöld 79-64.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brá þegar hún heyrði smellinn

    Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta, meiddist illa á dögunum. Hún ætlar að flýta sér hægt í endurkomunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“

    Njarðvík vann í kvöld Stjörnuna 95-89 í spennandi leik. Þetta var þriðji leikurinn í einvíginu en Njarðvík vann alla leikina og þær eru því komnar áfram í undanúrslit. Brittany Dinkins leikmaður Njarðvíkur átti stórleik og skoraði 35 stig en hún var mjög ánægð með leik síns liðs.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ekki séns að fara í sumar­frí“

    Emma Karólína Snæbjarnardóttir, leikmaður Þórs Akureyri, átti góðan leik þegar lið hennar minnkaði muninn í 2-1 í einvígi sínu gegn Val í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Haukar - Grinda­vík 76-73 | Deildar­meistararnir fengu líf­línu

    Haukar tóku á móti Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna nú í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindavík komið flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leiki liðsins og því mættu deildarmeistarar Hauka hingað til leiks með ískalt byssuhlaupi upp við hnakkann. Svo fór að lokum að Haukar héldu einvíginu lifandi en liðið sigraði eftir æsispennandi leik. Lokatölur héðan úr Ólafssal, 76-73.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamar/Þór og KR í kjör­stöðu

    Hamar/Þór og KR eru í kjörstöðu til að mætast í úrslitum umspils 1. deildar kvenna í körfubolta um sæti í Bónus deild kvenna á næstu leiktíð. Bæði lið unnu leiki sína í kvöld gríðarlega sannfærandi og þurfa nú aðeins einn sigur til að tryggja að þau mætist í úrslitum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ég er mjög mikill full­komnunar­sinni“

    Jamil Abiad, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með 27 stiga sigur liðsins gegn Þór Akureyri í leik tvö í 8-liðaúrslitum úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Valur þarf einn sigur í viðbót til að fara áfram í undanúrslit.

    Körfubolti