Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Haukar lögðu ÍBV í Vestmannaeyjum og eru því komnar í undanúrslit Olís-deildar kvenna í handbolta. ÍR og Selfoss þurfa oddaleik til að útkljá hvort liðið mætir Val í undanúrslitum. Handbolti 19.4.2025 17:50
Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Margumræddir landsleikir Íslands við Ísrael í umspili um sæti á HM voru þeir síðustu sem Steinunn Björnsdóttir lék fyrir Íslands hönd. Hún skilur sátt við og ætlar þá að hætta handboltaiðkun alfarið í vor. Handbolti 19.4.2025 09:31
Lena Margrét til Svíþjóðar Lena Margrét Valdimarsdóttir mun ganga í raðir sænska efstu deildarliðsins Skara HF frá Fram þegar tímabilinu hér heima lýkur. Handbolti 18.4.2025 22:46
„Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti 15.4.2025 21:33
Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Handbolti 15.4.2025 18:47
Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Valur, Haukar, Fram og ÍR fögnuðu sigri í leikjum lokaumferðar Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld en eftir hana er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni og að Grótta er fallið úr deildinni. Handbolti 3. apríl 2025 21:12
Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið ÍR-konur felldu Gróttuliðið eftir 31-26 sigur í lokaumferð Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. ÍR vann nokkuð þægilegan sigur að lokum eftir að staðan var jöfn í hálfleik. Grótta er fallin en ÍR mun mæta Selfossi í úrslitakeppninni. Handbolti 3. apríl 2025 20:50
Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur leika til úrslita í Evrópubikarnum í maí eftir magnaðan sigur á Hlíðarenda í gær. Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór þar á kostum og hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Handbolti 1. apríl 2025 11:31
„Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Thea Imani Sturludóttir hefur notið sín vel með kvennaliði Vals í handbolta í vetur og verið öflug í EHF-bikarnum. Komið er að undanúrslitaleik þar sem Valskonur geta skráð sig í sögubækurnar. Handbolti 29. mars 2025 11:30
„Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Handboltakonan Hildigunnur Einarsdóttir leggur skóna á hilluna í vor. Hún ætlar að skrifa söguna með liði Vals áður en að því kemur en stærsti leikur tímabilsins er á dagskrá um helgina. Handbolti 28. mars 2025 15:46
„Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Það var létt yfir Ágúst Þór Jóhannssyni þegar hann mætti í viðtal strax eftir stórsigur Vals gegn Gróttu nú í kvöld. Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Fram undan er svo öllu stærra verkefni gegn MKS Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í undanúrslitum Evrópubikarsins. Handbolti 27. mars 2025 23:32
Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Íslandsmeistarar Vals eru deildarmeistarar Olís deildar kvenna annað árið í röð eftir 19-30 sigur gegn Gróttu í næstsíðustu umferðinni. Grótta er í neðsta sæti deildarinnar en getur enn bjargað sér frá falli, ef ÍBV tapar í lokaumferðinni. Handbolti 27. mars 2025 21:00
Marta hetja Eyjakvenna ÍBV og Selfoss skildu jöfn, 27-27, í lokaleik 19. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta. Marta Wawrzykowska, markvörður Eyjakvenna, reyndist örlagavaldurinn í leiknum. Handbolti 22. mars 2025 15:51
Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Grótta vann öruggan níu marka sigur, 30-21, gegn Stjörnunni í nítjándu umferð Olís deildar kvenna. Þetta var þriðji sigur Gróttu á tímabilinu og gefur liðinu betri möguleika á að halda sér uppi í úrvalsdeildinni. Handbolti 21. mars 2025 20:38
Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Fram vann öruggan og mikilvægan 25-22 útisigur gegn ÍR í nítjándu umferð Olís deildar kvenna. Fram hefur þar með tryggt sér annað sæti deildarinnar. Handbolti 20. mars 2025 20:53
„Það er bara einn titill eftir“ Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, segir sitt lið einfaldlega ekki hafa spilað nógu vel til að geta tekið stig af toppliði Vals í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Handbolti 19. mars 2025 19:58
Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Hafdís Renötudóttir leyfði sér að slá á létta strengi eftir öruggan sex marka sigur Vals gegn Haukum í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Handbolti 19. mars 2025 19:47
Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Haukum í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 29-23. Með sigrinum tók Valur stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. Handbolti 19. mars 2025 17:16
Mikilvægur sigur Eyjakvenna ÍBV vann mikilvægan sex marka sigur er liðið sótti Stjörnuna heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Handbolti 16. mars 2025 17:36
ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi ÍR er komið upp í fjórða sæti í Olís deild kvenna í handbolta eftir sigur á Selfossi í dag. Handbolti 16. mars 2025 15:47
„Betri ára yfir okkur“ „Mér fannst bara stemningin hjá okkur vera betri eiginlega allan leikinn,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir, leikmaður Fram, eftir sigur gegn Val í uppgjöri toppliðanna í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Fram 28-26. Handbolti 15. mars 2025 20:57
„Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var súr og svekktur eftir naumt tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri heimakvenna í Fram, 28-26, en leikurinn var hnífjafn allan tímann. Handbolti 15. mars 2025 20:38
Haukar fóru illa með botnliðið Haukar unnu öruggan 14 marka sigur er liðið tók á móti botnliði Gróttu í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Handbolti 15. mars 2025 19:54
Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Efstu lið Olís-deildar kvenna, Fram og Valur, öttu kappi í kvöld í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal og var um hnífjafnan leik að ræða. Lauk leiknum með naumum tveggja marka sigri heimakvenna í leik sem var hnífjafn allan tímann. Lokatölur 28-26. Handbolti 15. mars 2025 17:46
„Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ „Bara allt, við vorum bara ekki mættar á svæðið í dag,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, eftir þriggja marka tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Handbolti 12. mars 2025 21:27
Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Botnlið Gróttu sótti stig á Selfoss í kvöld í hörkuleik liðanna í Olís-deild kvenna í handbolta. Handbolti 12. mars 2025 21:12