Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Ó­merki­legir þættir um merki­lega konu

Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið.

Gagnrýni

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Snerting ekki til­nefnd til Óskars

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hlaut ekki náð fyrir augum Akademíunnar í ár. Myndin var á stuttlista og var meðal fimmtán bestu erlenda mynda sem eftir voru á lista en fyrir skemmstu var tilkynnt hvaða fimm myndir í flokknum verða tilnefndar til Óskarsins.

Lífið
Fréttamynd

Krefur Disney um tíu milljarða dala

Teiknarinn Buck Woodall segir Disney hafa stolið hugmyndum úr verkum hans og notað í tveimur teiknimyndum. Woodall óskar eftir skaðabótum upp á tíu milljarða Bandaríkjadala eða 2,5 prósentum af tekjum Moana.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir lang­þráð met­ár

Aðsóknarmet var slegið í Bíó Paradís í fyrra en sextíu þúsund manns lögðu leið sína í bíóið á Hverfisgötu. Framkvæmdastjóri er í skýjunum og segir að með fjölda gesta séu rekstraraðilar að ná langþráðu markmiði. Fleira hafi spilað inn í en ótrúlegar vinsældir hryllingsmyndar Demi Moore, The Substance.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Veganismi er hvergi skil­greindur sem full­komnun eða ekkert“

Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 

Lífið
Fréttamynd

Fár fyrsta ís­lenska stutt­myndin á Dis­n­ey+

Stuttmyndin Fár sem var seld til Disney+ á dögunum og er fyrsta íslenska stuttmyndin sem fer þangað inn. Stuttmyndin hefur síðan hún var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni, þar sem hún hlaut sérstaka viðurkenningu [e. Special mention] dómnefndar á Gullpálmanum, ferðast á yfir 130 kvikmyndahátíðir.

Lífið
Fréttamynd

Angus MacInnes er látinn

Kanadíski leikarinn Angus MacInnes er látinn 77 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jon Vander eða „Gullni leiðtogi“ í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni.

Lífið
Fréttamynd

RÚV og litla vanda­málið

Ég man þegar að það var eftirvænting eftir því að sjónvarpsefni kæmi út, ég er ekki að segja að þessi eftirvænting sé ekki til staðar lengur en það er langt síðan að jafn lítið hefur verið talað um íslenskt sjónvarp og innlenda þáttagerð, hvað þá sérstaklega leikið efni.

Skoðun
Fréttamynd

Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024

Kvikmyndaárið 2024 er ekki að slá nein met, þó góðar og vel heppnaðar myndir hafi litið dagsins ljós. Leiðtogar Hollywood reiða sig enn á framhaldsmyndir og endurgerðir og virðast forðast að taka mikla sénsa og er mikið kvartað yfir því í heiminum þessa dagana.

Lífið
Fréttamynd

Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney

Margt bendir til þess að írski leikarinn Paul Mescal komi til með að leika söngvarann Paul McCartney í kvikmyndaröð Sam Mendes um Bítlana. Stefnt er að því að búa til eina kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“

Hannes Þór Halldórsson leikstjóri segist lengi hafa haft þann draum um að gera leikna heimildarþætti um gerð bíómyndarinnar Leynilöggu 2 og fara svo beint í að gera Leynilöggu 3. Líklega verði það ekki raunin enda hefur Hannes í nógu að snúast en stefnan er samt sett á að gera framhald af vinsælu myndinni.

Bíó og sjónvarp