Erlent

Fréttamynd

Ísraels­menn saka Hamas um brot á sam­komu­laginu

Fjölskyldur fjögurra kvenna sem sleppt var úr haldi Hamas í dag fögnuðu ákaft og brustu í grát þegar konurnar komu loks heim. Ísraelsmenn saka Hamas um brot á vopnahléssamkomulagi en slepptu þó tvö hundruð Palestínumönnum úr fangelsi.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Birta bráða­birgða­skýrslu vegna slyssins

Yfirvöld í Suður-Kóreu munu birta bráðabirgðaskýrslu um flugslysið sem varð á flugvellinum í Muan í landinu í lok síðasta mánaðar, ekki síðar en á mánudag. Slysið er það mannskæðasta sem orðið hefur í landinu en 179 af 181 um borð létu lífið. 

Erlent
Fréttamynd

Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum

Fjórum ísraelskum gíslum var sleppt úr haldi Hamas í Gasaborg í morgun. Búist er við að tvö hundruð palestínskum föngum í haldi Ísraels verði sleppt síðar í dag. Ísraelar segja Hamas hafa svikið þá um fimmta gíslinn en samtökin segja um tæknileg vandræði að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Af hverju er Trump reiður út í Panama?

Fyrsta ferðalag Marco Rubio, nýs utanríkisráðherra Donalds Trump, verður til Panama. Trump hefur verið harðorður í garð Mið-Ameríkuríkisins en í innsetningarræðu sinni sagði Trump að Panamamenn hefðu komið illa fram við Bandaríkjamenn og að Kínverjar stjórnuðu nú Panamaskurðinum.

Erlent
Fréttamynd

Greiddi konu sjö milljónir vegna á­sakana

Pete Hegseth, sjónvarpsmaðurinn og uppgjafahermaðurinn sem Donald Trump hefur tilnefnt í embætti varnarmálaráðherra, greiddi konu sem sakaði hann um kynferðisbrot árið 2017 fimmtíu þúsund dali. Það samsvarar um sjö milljónum króna.

Erlent
Fréttamynd

Rauðar við­varanir vegna Éowyn

Óveðrið Eowyn gengur nú yfir Bretlandseyjar og Írland er veðrið þegar farið að valda vandræðum. Þannig hefur fjölmörgum flugferðum verið aflýst á flugvöllunum í Glasgow, Edinborg og í Dyflinni.

Erlent
Fréttamynd

Lög­bann sett á til­skipun Trumps

Bandarískur alríkisdómari hefur frestað gildistöku forsetatilskipunar Trump um afnám réttinda til bandarísks ríkisborgararéttar við fæðingu um fjórtán daga með bráðabirgðalögbanni.

Erlent
Fréttamynd

52 ár fyrir Southport-morðin

Átján ára karlmaður sem játaði að hafa stungið þrjár ungar stelpur til bana í Southport á Englandi var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Morðin ollu miklum óeirðum í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Með á­hyggjur af stöðu hag­kerfisins

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sífellt meiri áhyggjur af stöðu hagkerfis Rússlands. Skortur á vinnuafli, verðbólga og háir stýrivextir hafa gert stöðuna erfiða, þó hagvöxtur mælist í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Vara við hvirfilbyljum á Bret­lands­eyjum

Breskir veðurfræðingar hafa gefið út rauða viðvörun á norðurhluta Írlands og í Skotlandi vegna öflugrar lægðar sem liggur vestur af Bretlandseyjum. Búist er við mjög öflugum vindhviðum á Bretlandseyjum á morgun og hefur einnig verið varað við mögulegum hvirfilbyljum vegna lægðarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að senda tíu þúsund her­menn að landa­mærunum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda um tíu þúsund hermenn að landamærum Mexíkó, þar sem þeir eiga að aðstoða landamæraverði og koma í veg fyrir flæði fólks yfir landamærin. Einnig stendur til að koma í veg fyrir að fólk geti sótt um hæli í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Trump ó­sáttur við bón biskups um miskunn

Donald Trump nýkjörinn forseti Bandaríkjanna gaf lítið fyrir bón biskups í Washington DC þess efnis að Trump sýndi fólki um öll Bandaríkin miskunn. Trump gaf lítið fyrir messuna að henni lokinni og sagði biskupinn róttækan vinstrisinnaðan Trump-hatara.

Erlent
Fréttamynd

Verður for­sætis­ráðherra Ír­lands á ný

Írska þingið kemur saman til fundar á ný í dag þar sem skipaður verður nýr forsætisráðherra eftir þingkosningarnar sem fram fóru í lok nóvember. Micheál Martin, leiðtogi Fianna Fáil, mun þar taka við embætti forsætisráðherra af Simon Harris, leiðtoga Fine Gael, sem mun taka við embætti aðstoðarforsætisráðherra.

Erlent