Erlent

Fréttamynd

Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að senda ætti töluverðan herafla til Mið-Austurlanda. Bandaríkjamenn hafa gert umfangsmiklar loftárásir gegn Hútum í Jemen að undanförnu og þá hefur spenna milli ríkisstjórnar Donalds Trump og klerkastjórnarinnar í Íran.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skoða kostnaðinn við yfir­töku Græn­lands

Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar.

Erlent
Fréttamynd

Loka síðasta kola­orku­veri Finn­lands

Síðasta kolaorkuveri Finnlands sem enn var í daglegri notkun var lokað í gær. Eftirspurn eftir kolum hefur hrunið vegna aukins framboðs á endurnýjanlegri orku og yfirvofandi banns við kolabruna.

Erlent
Fréttamynd

„Ekki að grínast“ um þriðja kjör­tíma­bilið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar.

Erlent
Fréttamynd

Einn sagður hafa drepið hina tvo

Lögreglan í Noregi telur nú að einn þeirra þriggja sem fundust látnir í suðurhluta Noregs í morgun hafi banað hinum tveimur. Enn er til rannsóknar hvernig hinn grunaði dó og hvort hann hafi mögulega einnig verið myrtur.

Erlent
Fréttamynd

Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar

Fjöldi látinna hefur hækkað í rúmlega 1.700 eftir öflugan jarðskjálfta í Mjanmar á föstudaginn. Skjálftinn var 7,7 stig og olli gífurlegum skaða en óttast er að afleiðingarnar verði langvarandi og fari versnandi með því að ýta frekar undir það slæma ástand sem hafði myndast í Mjanmar fyrir jarðskjálftann.

Erlent
Fréttamynd

ESB sagt í­huga að út­vatna lofts­lags­mark­mið sín

Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar.

Erlent
Fréttamynd

Morð í Sví­þjóð ekki eins fá í ára­tug

Manndrápum fækkaði mjög í Svíþjóð í fyrra og hefur morðtíðni þar í landi ekki verið lægri í áratug. Í heildina var 92 banað í Svíþjóð í fyrra en árið 2023 var 121 myrtur. Heilt yfir hefur ofbeldisglæpum fækkað töluvert milli ára.

Erlent
Fréttamynd

For­dæma á­rás á sjúkra­liða

Talsmenn Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans segja að dráp á átta sjúkraliðum á vegum samtakanna á Gasa-svæðinu sé svívirða. Níu manns voru að störfum í Rafah 23. mars síðastliðinn þegar árás var gerð á þá.

Erlent
Fréttamynd

Þrír fundust látnir í Noregi

Lögregla í Noregi hefur fundið tvo einstaklinga látna í húsi í bænum Lindesnes á suðurströnd Noregs. Þriðji maðurinn hefur svo fundist látinn í nágrannabænum Mandal og er grunur um að málin kunni að tengjast.

Erlent
Fréttamynd

„Margir sem ég þekki hafa þurft að yfir­gefa heimili sín“

Íslendingur í Bangkok segir fjölda vina sinna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar fyrir helgi og fannst vel í nágrannaríkjum. Þungt sé yfir borginni, og íbúar óttaslegnir. Eftirskjálftar hafa gert björgunarstarf í Mjanmar erfitt.

Erlent
Fréttamynd

Trump „mjög reiður“ út í Pútín

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum.

Erlent
Fréttamynd

Erfitt að átta sig á á­formum Trumps

Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum.

Erlent
Fréttamynd

„Sonur minn hjálpar mér að halda á­fram“

Faðir sem missti eiginkonu sína í árásum Rússa í Úkraínu segir sex ára son sinn hjálpa sér að halda áfram með lífið eftir hörmungarnar sem dunið hafa yfir. Það er hans heitasta ósk að stríðinu ljúki.

Erlent
Fréttamynd

„Við náum Græn­landi, hundrað prósent“

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt.

Erlent
Fréttamynd

Hamasliðar til­búnir að frelsa gísla fyrir vopna­hlé

Hamasliðar hafa fallist á að láta fimm ísraelska gísla lausa í skiptum fyrir fimmtíu daga vopnahlé. Haft er eftir leiðtoga innan samtakanna að þau hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum síðan.

Erlent