Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja í Grindavík hafa fengið heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta og halda inn í bæinn. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi en ná ekki til orkuversins í Svartsengi, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Ferðamönnum er ekki hleypt inn til Grindavíkur. Innlent 2.4.2025 14:36
Fimm ára nauðgunardómur stendur Hæstiréttur hefur hafnað beiðni 43 ára karlmanns um að taka fyrir mál hans. Maðurinn, Vilhelm Norðfjörð Sigurðsson, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og brjóta með öðrum hætti gegn henni í byrjun árs 2022. Innlent 2.4.2025 14:23
Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum hefur verið afgreitt út úr ríkisstjórn og verður lagt fram á Alþingi. Nái það fram að ganga verður hægt að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem fremja alvarleg afbrot. Innlent 2.4.2025 14:14
Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. Innlent 2.4.2025 12:11
Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á Reykjanesi en virknin í eldgosinu sem hófst í gærmorgun datt alveg niður síðdegis og hefur það ekki látið á sér kræla á ný. Innlent 2.4.2025 11:41
Af neyðarstigi og á hættustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Innlent 2.4.2025 11:39
48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Umráðamaður hunds á Norðausturlandi hefur verið sektaður um 48 þúsund krónur fyrir að hafa beitt gæludýri sínu harðýðgi í vitna viðurvist. Hann hafi með þessu brotið dýravelferðarlög og því hlotið stjórnvaldssekt. Innlent 2.4.2025 11:36
„Þetta er bara brandarakvöld“ Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekki hægt að svara þeirri ofsareiði sem brotist hefur út í athugasemdakerfum víðs vegar eftir fjörugt bjórkvöld Þjóðmála á Kringlukránni. Innlent 2.4.2025 11:33
Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. Innlent 2.4.2025 11:11
Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár í fyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár og jókst ævilengd beggja kynja milli ára. Ævilengd háskólamenntaðra hefur aukist mest undanfari ár. Dánartíðni stendur í stað en ungbarnadauði minnkar töluvert milli ára. Innlent 2.4.2025 10:22
Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 2.4.2025 10:01
„Auðvitað lét ég hann heyra það“ Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins vildi eiga orð við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, gagnrýnanda hjá RÚV, blaðamann og pistlahöfund þess sama blaðs en þar fór hann í geitarhús að leita ullar. Innlent 2.4.2025 09:29
Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem 27 prósent aðspurðra segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærstur með 22 prósenta fylgi. Innlent 2.4.2025 08:42
Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um tvo menn að stela í verslun í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þegar starfsmenn verslunarinnar hafi haft afskipti af þeim réðust mennirnir á starfsmennina og höfðu í hótunum. Innlent 2.4.2025 07:12
Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Ekki hefur sést virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því í eftirmiðdag í gær. Glóð logar enn í nýja hrauninu og er svæðið óstöðugt og varasamt. Innlent 2.4.2025 06:45
Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Skipað hefur verið að nýju í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Árni Þór Sigurðsson sendiherra gegnir áfram formennsku. Innlent 1.4.2025 23:30
Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í borgarstjórn samkvæmt nýrri könnun Gallup, og mælist með þriðjungsfylgi. Flokkur fólksins dettur út miðað við könnunina og Framsókn helst rétt svo inni. Innlent 1.4.2025 22:44
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. Innlent 1.4.2025 20:48
Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að sótt verði um virkjunarleyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði. Virkjunin hefur þegar farið í gegnum umhverfismat, en beðið er eftir endanlegri staðfestingu aðalskipulags Strandabyggðar. Innlent 1.4.2025 20:26
Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Áhöfnin á Verði II, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, hefur staði í stöngu síðan í nótt og farið í tvö útköll. Innlent 1.4.2025 20:26
Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að atburðurinn í dag sé sambærilegur kvikuinnskotinu í nóvember 2023 þegar stóri kvikugangurinn myndaðist. Hann segir að gangurinn sé að troða sér í norðaustur og að gosið í dag hafi bara verið „smá leki“ frá ganginum neðanjarðar. Innlent 1.4.2025 20:14
„Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Þó ég sé ekkert að vorkenna sjálfum mér þá tikka ég í öll box, með hjarta og annað. Ég má ekkert við svona. Ég var svo sem ekkert að segja þeim það. En það munaði minnstu að þeir dræpu mig. Pumpan, það var allt komið á fulla ferð. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Innlent 1.4.2025 20:10
„Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. Innlent 1.4.2025 19:39
Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli Virkni frá sprungu nærri Grindavík sést ekki lengur í vefmyndavélum og hefur farið minnkandi síðan í hádeginu. Öflugir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðdegis og atburðinum hvergi nærri lokið. Innlent 1.4.2025 18:27