Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Vilja VAR á Ís­landi og finnst Gylfi lang­bestur

Helmingur leikmanna Bestu deildar karla er hrifnari af gervigrasi en venjulegu grasi. Mikill meirihluti vill myndbandsdómgæslu í deildinni, aðeins 5% leikmanna eru hvorki í annarri vinnu né námi með fótboltanum, og langflestir telja Gylfa Þór Sigurðsson besta leikmann deildarinnar.

Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fé­lögin spá Víkingum titlinum

Víkingar munu hrifsa til sín Íslandsmeistaratitilinn að nýju í haust en Vestramenn og nýliðar ÍBV falla, ef árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna í Bestu deild karla gengur eftir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Orri og fé­lagar duttu út með hádramatískum hætti

Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad duttu út úr spænska bikarnum eftir hádramatískan leik og einvígi gegn Real Madrid sem endaði 5-4. Orri kom inn á seinni hálfleik framlengingar, eftir að sjö mörk voru skoruð í venjulegum leiktíma. Antonio Rudiger skallaði Madrid svo áfram í úrslitaleikinn á 115. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu

Nottingham Forest vann 1-0 gegn Manchester United í þrítugustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og hefur þar með haldið hreinu oftast allra liða í deildinni. Rauðu djöflarnir voru hársbreidd frá því að jafna leikinn undir lokin.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu

Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg í Þýskalandi, hefur sagt starfi sínu lausu. Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir mun því spila undir nýrri stjórn það sem eftir er tímabils en samningur hennar rennur út í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sagði Fernandes að hann færi hvergi

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir ekki koma til greina að fyrirliðinn Bruno Fernandes fari frá félaginu í sumar. Hann ræddi einnig um þá Antony og Marcus Rashford sem verið hafa að gera það gott sem lánsmenn í burtu frá United.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ég veit bara að þetta er mjög vont“

„Þetta er alveg nýtt fyrir mér en ég hef reynt að horfa á þetta sem lærdóm,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Bayern München. Í fyrsta sinn á ferlinum glímir hún við meiðsli sem auk þess eru snúin og bataferlið óljóst. Hún vonast þó til að EM í sumar sé ekki í hættu.

Fótbolti
Fréttamynd

570 milljóna upp­safnað tap hjá Ever­ton

Uppgjör Everton fyrir tímabilið 2023-24 hefur verið birt og er það neikvætt um 53 milljónir punda. Er þetta sjöunda árið í röð sem félagið er rekið með tapi og er uppsafnað tap yfir þessi sjö ár 570 milljónir punda.

Fótbolti
Fréttamynd

Tekjur Wrex­ham í hæstu hæðum

Ársreikningur Wrexham fyrir tímabilið 2023-24 hefur verið birtur og hafa tekjur félagsins aldrei verið meiri, eða 26,7 milljónir punda, sem er aukning um 155 prósent frá tímabilinu á undan.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland væntan­lega úr leik í deildinni

Sóknarmaðurinn Erling Haaland mun væntanlega ekki skora fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann meiddist á ökkla í bikarleik Manchester City í gær. Haaland er næst markahæstur í deildinni með 21 mark.

Fótbolti
Fréttamynd

Saka klár í slaginn á ný

Stuðningsmönnum Arsenal bárust gleðitíðindi í dag þegar stjóri liðsins, Mikel Arteta, staðfesti að Bukayo Saka væri klár í slaginn á ný en Saka hefur verið frá vegna meiðsla síðan 21. desember.

Fótbolti