Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Helmingur leikmanna Bestu deildar karla er hrifnari af gervigrasi en venjulegu grasi. Mikill meirihluti vill myndbandsdómgæslu í deildinni, aðeins 5% leikmanna eru hvorki í annarri vinnu né námi með fótboltanum, og langflestir telja Gylfa Þór Sigurðsson besta leikmann deildarinnar. Íslenski boltinn 2.4.2025 13:01
Félögin spá Víkingum titlinum Víkingar munu hrifsa til sín Íslandsmeistaratitilinn að nýju í haust en Vestramenn og nýliðar ÍBV falla, ef árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna í Bestu deild karla gengur eftir. Íslenski boltinn 2.4.2025 12:49
Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Eftir sigur Nottingham Forest á Manchester United í gær, 1-0, vildi Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, ekki viðurkenna að það hefðu verið mistök að selja Anthony Elanga. Hann skoraði eina mark leiksins á City Ground. Enski boltinn 2.4.2025 12:16
„Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Erling Haaland verður frá vegna meiðsla í fimm til sjö vikur. Þjálfarinn Pep Guardiola vonar að hann verði tilbúinn til átaka fyrir síðustu leiki tímabilsins á Englandi og fyrir HM félagsliða sem fer fram í sumar. Enski boltinn 1. apríl 2025 23:33
Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Louis Van Gaal, fyrrum þjálfari Bayern München, segir Thomas Müller eiga skilið góða kveðjustund frá félaginu, þar sem ekki lítur út fyrir að samningur hans verði framlengdur. Fótbolti 1. apríl 2025 22:47
Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad duttu út úr spænska bikarnum eftir hádramatískan leik og einvígi gegn Real Madrid sem endaði 5-4. Orri kom inn á seinni hálfleik framlengingar, eftir að sjö mörk voru skoruð í venjulegum leiktíma. Antonio Rudiger skallaði Madrid svo áfram í úrslitaleikinn á 115. mínútu. Fótbolti 1. apríl 2025 22:19
Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Nottingham Forest vann 1-0 gegn Manchester United í þrítugustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og hefur þar með haldið hreinu oftast allra liða í deildinni. Rauðu djöflarnir voru hársbreidd frá því að jafna leikinn undir lokin. Enski boltinn 1. apríl 2025 21:00
Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Bukayo Saka sneri aftur úr meiðslum og setti seinna mark Arsenal í 2-1 sigri gegn Fulham í þrítugustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 1. apríl 2025 21:00
Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg í Þýskalandi, hefur sagt starfi sínu lausu. Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir mun því spila undir nýrri stjórn það sem eftir er tímabils en samningur hennar rennur út í sumar. Fótbolti 1. apríl 2025 17:15
„Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. Fótbolti 1. apríl 2025 16:00
Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Það er óhætt að segja að danska fótboltastjarnan Nadia Nadim sé ekki hrifin af þjálfaranum sem hún var með hjá AC Milan. Hún segist hafa fengið betri æfingar í flóttamannabúðunum á sínum tíma. Fótbolti 1. apríl 2025 15:17
Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Þrír nýir sérfræðingar verða í Stúkunni í sumar. Þeir eru ekki af verri endanum en þeir hafa allir víðtæka reynslu úr fótboltanum. Íslenski boltinn 1. apríl 2025 13:06
Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Framkonur eru mættar í Bestu deildina sem algjörir nýliðar og þá er gott að geta leitað í reynslubankann hjá Rúnari Kristinssyni. Ekki síst til að læra trixin sem koma andstæðingnum gjörsamlega úr jafnvægi. Íslenski boltinn 1. apríl 2025 12:22
„Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Oliver Heiðarsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra, tók fótboltann ekki alvarlega fyrr en á unglingsaldri og var meira í öðrum íþróttum þegar hann var yngri. Íslenski boltinn 1. apríl 2025 12:00
„Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, telur að ÍA geti barist um Evrópusæti, annað árið í röð. Miklu máli skipti ef Rúnar Már Sigurjónsson getur spilað meira en í fyrra. Íslenski boltinn 1. apríl 2025 11:01
Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 1. apríl 2025 10:02
Sagði Fernandes að hann færi hvergi Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir ekki koma til greina að fyrirliðinn Bruno Fernandes fari frá félaginu í sumar. Hann ræddi einnig um þá Antony og Marcus Rashford sem verið hafa að gera það gott sem lánsmenn í burtu frá United. Enski boltinn 1. apríl 2025 09:31
Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Yassine Cheuko, hinn grjótharði lífvörður Lionels Messi, má ekki lengur passa upp á hann á leikjum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta. Fótbolti 1. apríl 2025 09:03
Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Spænski fótboltamaðurinn Ander Herrera, sem stuðningsmenn Manchester United völdu leikmann ársins 2017, hefur upplifað algjöra martröð hjá argentínska stórliðinu Boca Juniors. Fótbolti 1. apríl 2025 08:33
„Ég veit bara að þetta er mjög vont“ „Þetta er alveg nýtt fyrir mér en ég hef reynt að horfa á þetta sem lærdóm,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Bayern München. Í fyrsta sinn á ferlinum glímir hún við meiðsli sem auk þess eru snúin og bataferlið óljóst. Hún vonast þó til að EM í sumar sé ekki í hættu. Fótbolti 1. apríl 2025 07:33
570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Uppgjör Everton fyrir tímabilið 2023-24 hefur verið birt og er það neikvætt um 53 milljónir punda. Er þetta sjöunda árið í röð sem félagið er rekið með tapi og er uppsafnað tap yfir þessi sjö ár 570 milljónir punda. Fótbolti 1. apríl 2025 07:02
Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Ársreikningur Wrexham fyrir tímabilið 2023-24 hefur verið birtur og hafa tekjur félagsins aldrei verið meiri, eða 26,7 milljónir punda, sem er aukning um 155 prósent frá tímabilinu á undan. Fótbolti 31. mars 2025 22:31
Haaland væntanlega úr leik í deildinni Sóknarmaðurinn Erling Haaland mun væntanlega ekki skora fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann meiddist á ökkla í bikarleik Manchester City í gær. Haaland er næst markahæstur í deildinni með 21 mark. Fótbolti 31. mars 2025 20:03
Saka klár í slaginn á ný Stuðningsmönnum Arsenal bárust gleðitíðindi í dag þegar stjóri liðsins, Mikel Arteta, staðfesti að Bukayo Saka væri klár í slaginn á ný en Saka hefur verið frá vegna meiðsla síðan 21. desember. Fótbolti 31. mars 2025 17:31