Slydda og snjókoma víða um land Djúp og kröpp lægð úti fyrir Norðvesturlandi beinir nú éljalofti til landsins, en hiti er nærri frostmarki víða hvar. Veður 3.3.2025 07:12
Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. Innlent 3.3.2025 06:28
Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes einkum í átt að Reykjavík. Óvissustig er á veginum og gæti komið til lokana með stuttum fyrirvara. Innlent 2.3.2025 22:19
Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót skaust marga metra upp á land og malbik flettist af göngustíg í Skerjafirði í vonskuveðrinu í nótt. Íbúi til tólf ára segist ekki hafa séð annað eins. Innlent 1. mars 2025 10:34
Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Vegagerðin varar við veginum við Kjalarnesveg í Suðurátt. Vegna hárrar sjáfarstöðu og hafróts berst grjót og fleira yfir veginn. Innlent 1. mars 2025 09:03
Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Gul viðvörun vegna suðvestanhríðar er í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og eystra og á Miðhálendinu fyrri partinn í dag. Búist er við slæmu skyggni og færð á vegum. Veður 1. mars 2025 07:53
Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Víðáttumikil lægð á Grænlandshafi stýrir veðrinu í dag og má reikna með sunnan hvassviðri eða stormi og rigningu sunnan- og vestantil. Úrkomulítið verður þó á Norðausturlandi. Veður 28. febrúar 2025 07:09
Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Útlit er fyrir suðvestanátt á landinu í dag þar sem víða verður stinningsgola en sums staðar strekkingur. Gera má ráð fyrir éljum sunnan- og vestanlands, en að verði úrkomulítið norðaustantil. Veður 27. febrúar 2025 07:10
Von á stormi Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra vegna sunnan og suðaustan hvassviðris, storms og hríðar. Veður 26. febrúar 2025 15:00
Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Dálítil lægð gengur austur yfir landið í dag og fylgir henni vestlæg eða breytileg átt. Veður 26. febrúar 2025 07:09
Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Lægð á Grænlandshafi og önnur við Jan Mayen stjórna veðrinu á landinu í dag og verður áttin því suðvestlæg eða breytileg, víða fimm til þrettán metrar á sekúndu og dálítil snjókoma. Veður 25. febrúar 2025 07:22
Norðanátt og frystir smám saman Lægð er nú við austurströndina sem mun beina til okkar norðanátt í dag á bilinu 8 til 15 metra á sekúndu. Veður 24. febrúar 2025 07:08
Rigningarveður í kortunum Í nótt nálgaðist lægð landið sunnan úr hafi og býst Veðurstofan við því að hún muni stýra veðrinu í dag og á morgun. Veður 23. febrúar 2025 07:55
Slydda og snjókoma fyrir norðan Nú er lægð norður af Langanesi og liggur úrkomusvæði frá henni yfir Norður- og Norðausturlandi. Þar má búast við slyddu eða snjókomu fram eftir degi, ásamt vestlægum kalda eða strekkingi og hita nálægt frostmarki. Veður 22. febrúar 2025 07:43
Útlit fyrir talsverða rigningu Lægð suðvestur af landinu stýrir veðrinu í dag. Áttin er suðaustlæg, víða strekkingur og rigning, en úrkomuminna fyrir norðan. Á Suðausturlandi er útlit fyrir talsverða rigningu en víða dregur úr úrkomu seint í dag. Veður 19. febrúar 2025 07:35
Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, gerir ráð fyrir því að fletta þurfi malbik af einhverjum vegum á Vesturlandi bregðist stjórnvöld ekki við viðhaldsskuld á svæðinu. Vegagerðin hafi verið undirfjármögnuð síðustu tvö til þrjú ár í viðhaldi. Þau hafi ekki náð að gera eins mikið og þau vilji gera og þá „missi þau niður vegina“. Innlent 18. febrúar 2025 10:07
Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Talsverður lægðagangur er langt sunnan lands næstu daga, en hæðasvæði er norður af Jan Mayen. Að sögn Veðurstofunnar er búist við því að í sameiningu muni þessi veðrakerfi valda austlægum áttum á landinu, allhvössum vindi eða hvassviðri syðst um tíma, en annars mun hægari. Veður 14. febrúar 2025 07:45
Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Langt suður í hafi er spáð talsverðum lægðagangi, en hæðasvæði norður af Jan Mayen. Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar en þar segir að í sameiningu muni þessi veðurkerfi valda austlægum áttum á landinu, allhvössum vindi eða hvassviðri syðst um tíma, en annars mun hægari. Veður 13. febrúar 2025 07:22
Vill auka eftirlit með þungaflutningum Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill auka eftirlit með þungaflutningum. Hann ræddi ástand vega í Reykjavík síðdegis í gær en fjallað hefur verið um málið, og sérstaklega holur í vegum, í þættinum síðustu daga. Innlent 13. febrúar 2025 06:02
Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Hæð fyrir norðan land og lægðasvæði suður í hafi munu beina austlægri átt að landinu næstu daga. Veður 12. febrúar 2025 07:07
Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir ábyrgð veghaldara vegna tjóns í kjölfar skemmda á vegum minni á Íslandi en í nágrannalöndum. Runólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 11. febrúar 2025 22:01
Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austanátt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, með dálitlum skúrum eða éljum í flestum landshlutum. Veður 11. febrúar 2025 07:07
Sprungin dekk og ónýtar felgur Stórar og djúpar holur á Hellisheiði og í Kömbum hafa gerta ökumönnum lífið leitt í morgun. Vegagerðin vinnur að viðgerðum á holunum, sem orðið hafa til eftir umhleypingar síðustu daga. Úrhellisrigning er á Snæfellsnesi, vatn hefur flætt yfir vegi á Vesturlandi og varað er við skriðuhættu á Vestfjörðum. Innlent 10. febrúar 2025 12:59
Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. Innlent 10. febrúar 2025 08:39