Fréttir

Fréttamynd

Veiga­mestu breytingarnar á út­lendingalögum hafi verið á hennar vakt

Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bein út­sending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur í dag opinn fund þar sem fjallað verður um ákvörðun Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka. Daði Már mætir sjálfur og situr fyrir svörum hjá nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Starmer segir tíma að­gerða til kominn

Forsætisráðherra Bretlands hyggst mynda bandalag fúsra þjóða til að stíga með beinum hætti inn í varnir Úkraínu komi til vopnahlés. Bretland sé tilbúið að senda herlið til Úkraínu til að gæta þess að staðið sé við skilmála vopnahlés.

Erlent
Fréttamynd

Tvær bílveltur með stuttu milli­bili

Tvær bílveltur urðu á höfuðborgarsvæðinu með stuttu millibili en vegir urðu víða flughálir við skyndilega og mikla snjókomu.  Annar bíllinn valt við Álfabakka og hinn úti við Kollafjörð. Enginn er alvarlega slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð Banda­ríkja­manna mót­mæltu í nafni Úkraínu

Mótmæli til stuðnings Úkraínu hafa farið fram víða um Bandaríkin í dag. Tilefnið er uppákoman í Hvíta húsinu í fyrradag þegar rifrildi braust út á milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, varaforsetans JD Vance og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta.

Erlent
Fréttamynd

„Sigur er alltaf sigur“

Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins en munaði aðeins örfáum atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún segir að með nýjum fólki komi alltaf breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttur við gjald­töku yfir nýja Ölfus­ár­brú

Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps undrast að það eigi að setja gjaldtöku á nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss og segir það ósanngjarnt fyrir íbúa á Suðurlandi að þurfa að borga fyrir það að aka yfir brú til að komast á höfuðborgarsvæðið.

Innlent
Fréttamynd

Holtavörðuheiðinni lokað

Holtavörðuheiðinni hefur verið lokað vegna færðar og veðurs. Appelsínugul veðurviðvörun fer í gildi á svæðinu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ný for­ysta Sjálf­stæðis­flokksins kjörin

Formannskjör er hafið á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. Ríflega 2000 Sjálfstæðismenn greiða atkvæði milli þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Snorra Ásmundssonar í formannskjöri. 

Innlent