Erlent

Sænskur blaða­maður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn snúa niður mótmælanda í Ankara í síðasta mánuði. Mótmælin brutust út eftir að stjórnvöld létu handtaka helsta pólitíska keppinaut Erdogan forseta.
Lögreglumenn snúa niður mótmælanda í Ankara í síðasta mánuði. Mótmælin brutust út eftir að stjórnvöld létu handtaka helsta pólitíska keppinaut Erdogan forseta. Vísir/EPA

Allt að tólf ára fangelsisdómur vofir yfir sænskum blaðamanni ef hann verður sakfelldur fyrir að móðga Recep Erdogan, forseta Tyrklands, og hryðjuverkabrot. Blaðamaðurinn var handtekinn í lok mars þegar hann ætlaði að fjalla um mótmæli gegn forsetanum.

Ritstjóri Dagens ETC í Svíþjóð segir að Joakim Medin, blaðamaður hans sem var handtekinn í Tyrklandi, segir tyrknesk stjórnvöld reyna að halda því fram að öll umfjöllun hans um landið sé hryðjuverk sem sé fráleitt.

„Ég get aðeins ítrekað að hann er blaðamaður sem hefur stundað blaðamennsku,“ sagði Andreas Gustavsson, ritstjóri Medin.

Medin er ákærður fyrir að móðga Erdogan en við því liggur allt að þriggja ára fangelsisrefsing. Þá á hann yfir höfði sér níu ára fangelsisdóm fyrir að tilheyra PKK, hópi herskárra Kúrda, sem tyrknesk stjórnvöld skilgreina sem hryðjuverkasamtök.

Mótmælin sem Medin hugðist fylgjast með hófust eftir að tyrknesk stjórnvöld handtóku borgarstjóra höfuðborgarinnar Istanbúl, helsta keppinaut Erdogan um forsetaembættið, um miðjan mars. 

Medin var sjálfur handtekinn við komuna til landsins. Hann hefur fjallað um málefni Tyrklands um árabil. Réttarhöld yfir Medin eiga að hefjast í næstu viku, að sögn evrópska blaðsins Politico.

Sænsk stjórnvöld hafa þrýst á þau tyrknesku að sleppa blaðamanninum. Samskipti ríkjanna hafa verið nokkuð stormasöm en Tyrkir lögðust gegn NATO-aðild Svía vegna kúrdískra hópa sem starfa í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×