Erlent Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. Erlent 23.4.2025 07:15 Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. Erlent 23.4.2025 06:56 Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Bill Owens, æðsti stjórnandi fréttaskýringaþáttarins vinsæla 60 Minutes eða 60 mínútur hefur sagt starfi sínu lausu og segir ástæðuna þá að hann hafi tapað sjálfstæði sínu í starfi. Stjórnendur CBS og móðurfélagsins Paramount hafi gert ljóst að hann muni ekki fá að stjórna þættinum með hag áhorfenda í huga lengur. Erlent 22.4.2025 21:07 Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. Erlent 22.4.2025 19:55 Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Eftir fráfall Frans páfa styttist nú óðfluga í að næsti páfi kaþólsku kirkjunnar er valinn. Það gera kardínálar fyrir luktum dyrum í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði. Erlent 22.4.2025 18:06 Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Lögreglan í Ísrael hefur sent líkamsleifar til rannsóknar eftir umfangsmikla leit að kafara sem virðist hafa orðið fyrir hákarlaárás undan ströndum Hadera í gær. Umræddur staður hefur verið vinsæll meðal kafara og sundmanna sem farið hafa þangað til að synda með hákörlum sem halda þar til. Erlent 22.4.2025 18:03 Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Tuttugu og fjórir hið minnsta eru látnir eftir að hópur manna hóf skothríð í átt að ferðamönnum í Kasmír-héraði í Indlandi fyrr í dag. Erlent 22.4.2025 15:04 Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Líklegt er að um sjötíu prósent eftirlifenda helfarar nasista á gyðingum deyi á næstu tíu árum. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því hver muni halda minningu þeirra á lofti þegar enginn verður eftir til vitnis um einn svartasta blett mannkynssögunnar. Erlent 22.4.2025 12:08 Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Stjórnendur Harvard-háskóla í Bandaríkjunum hafa stefnt alríkisstjórninni fyrir að hafa fryst fjárveitingar til skólans með ólögmætum hætti. Yfirmenn æðri menntastofnana í landinu gagnrýna harðlega „fordæmalaust ofríki og afskiptasemi“ stjórnvalda af háskólum. Erlent 22.4.2025 10:42 Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. Erlent 22.4.2025 09:17 Drottningin lögð inn vegna veikinda Sonja Noregsdrottning var lögð inn á spítala í Osló seint í gær vegna öndunarerfiðleika. Drottningin var útskrifuð af spítalanum í morgun og verður í veikindaleyfi út vikuna. Erlent 22.4.2025 07:39 Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Þrjúhundruð farþegar um borð í farþegaþotu á vegum Delta flugfélagsins í Bandaríkjunum þurftu að yfirgefa vélina í snatri þegar eldur kom upp í henni á flugbrautinni á Orlando flugvelli í Flórída í gær. Erlent 22.4.2025 07:09 Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. Erlent 22.4.2025 06:42 Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. Erlent 21.4.2025 21:28 Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Frans páfi lést í morgun en ítalskir miðlar greina frá að dánarorsökin hafi verið heilablóðfall. Páfinn var lengi heilsuveill vegna alvarlegra veikinda í lungum. Erlent 21.4.2025 16:41 Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Bandaríkjaforseti segist standa með varnarmálaráðherranum eftir að annað lekamál kom upp. Ráðherrann lak trúnaðarupplýsingum um árásir Bandaríkjahers til eiginkonu sinnar, bróður og lögfræðings. Erlent 21.4.2025 16:23 Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Þingmenn og lávarðar á breska þinginu kalla eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði meinað að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn. Erlent 21.4.2025 15:21 Skýrslan sé „full af lygum“ Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. Erlent 21.4.2025 13:57 Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. Erlent 21.4.2025 11:39 Hvernig er nýr páfi valinn? Frans páfi er látinn og því mun kaþólska kirkjan, stærsta trúfélag heims, brátt velja sér nýjan leiðtoga. Kjör nýs páfa má hefjast að fjórtán dögum liðnum frá andláti sitjandi páfa. Um páfakjör gilda strangar, aldagamlar reglur og hefðir. Erlent 21.4.2025 11:03 Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. Erlent 21.4.2025 08:40 Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. Erlent 21.4.2025 08:08 Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá upplýsingum um árás Bandaríkjahers á Húta í Signal-spjalli með konu sinni, bróður og lögfræðing. Þetta er í annað sinn sem hann deilir óvarlega viðkvæmum hernaðarupplýsingum á forritinu. Erlent 20.4.2025 22:56 Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Breskir kennarar segja áhrifavalda á samfélagsmiðlum hafa leitt til aukins kvenhaturs og rasisma í skólum. Samfélagsmiðlar séu ein helsta ástæðan fyrir slæmri hegðun nemenda og einelti. Erlent 20.4.2025 21:45 Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið. Erlent 20.4.2025 16:13 Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Tvö ódýr lyf geta lækkað tíðni hjartaáfalla hjá þeim sem hafa áður fengið hjartaáfall samkvæmt nýrri rannsókn framkvæmda af íslenskum dósent. Fái sjúklingar bæði lyfin sem fyrst bæti það lífshorfur þeirra til muna. Erlent 20.4.2025 15:43 Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Frans páfi kom fram á svalir Péturskirkju í morgun og heilsaði upp á mannfjöldann. Hann óskaði viðstöddum gleðilegra páska og uppskar mikinn fögnuð. Erlent 20.4.2025 12:15 Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að frá því að páskavopnahlé Pútíns Rússlandsforseta tók gildi klukkan sex í gærkvöld og til miðnættis hafi Rússar gert 387 stórskotaliðsárásir, 19 áhlaup og 290 flygildaárásir. Erlent 20.4.2025 09:27 Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Varaforseti Bandaríkjanna átti í skoðanaskiptum við ráðuneytisstjóra og hægri hönd páfa í Páfagarði í gær. Þeir ræddu stöðuna í alþjóðamálunum og stefnu Bandaríkjastjórnar í málum innflytjenda og hælisleitenda. Erlent 20.4.2025 08:54 Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir enn barist í héruðum Kúrsk og Belgorod og „páskavopnahlé“ Pútín því ekki náð til þeirra. Vladímír Saldo, ríkisstjóri Rússa yfir Kherson-héraði, segir Úkraínumenn ekki heldur hafa virt vopnahléð. Erlent 19.4.2025 22:06 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. Erlent 23.4.2025 07:15
Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. Erlent 23.4.2025 06:56
Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Bill Owens, æðsti stjórnandi fréttaskýringaþáttarins vinsæla 60 Minutes eða 60 mínútur hefur sagt starfi sínu lausu og segir ástæðuna þá að hann hafi tapað sjálfstæði sínu í starfi. Stjórnendur CBS og móðurfélagsins Paramount hafi gert ljóst að hann muni ekki fá að stjórna þættinum með hag áhorfenda í huga lengur. Erlent 22.4.2025 21:07
Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. Erlent 22.4.2025 19:55
Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Eftir fráfall Frans páfa styttist nú óðfluga í að næsti páfi kaþólsku kirkjunnar er valinn. Það gera kardínálar fyrir luktum dyrum í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði. Erlent 22.4.2025 18:06
Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Lögreglan í Ísrael hefur sent líkamsleifar til rannsóknar eftir umfangsmikla leit að kafara sem virðist hafa orðið fyrir hákarlaárás undan ströndum Hadera í gær. Umræddur staður hefur verið vinsæll meðal kafara og sundmanna sem farið hafa þangað til að synda með hákörlum sem halda þar til. Erlent 22.4.2025 18:03
Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Tuttugu og fjórir hið minnsta eru látnir eftir að hópur manna hóf skothríð í átt að ferðamönnum í Kasmír-héraði í Indlandi fyrr í dag. Erlent 22.4.2025 15:04
Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Líklegt er að um sjötíu prósent eftirlifenda helfarar nasista á gyðingum deyi á næstu tíu árum. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því hver muni halda minningu þeirra á lofti þegar enginn verður eftir til vitnis um einn svartasta blett mannkynssögunnar. Erlent 22.4.2025 12:08
Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Stjórnendur Harvard-háskóla í Bandaríkjunum hafa stefnt alríkisstjórninni fyrir að hafa fryst fjárveitingar til skólans með ólögmætum hætti. Yfirmenn æðri menntastofnana í landinu gagnrýna harðlega „fordæmalaust ofríki og afskiptasemi“ stjórnvalda af háskólum. Erlent 22.4.2025 10:42
Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. Erlent 22.4.2025 09:17
Drottningin lögð inn vegna veikinda Sonja Noregsdrottning var lögð inn á spítala í Osló seint í gær vegna öndunarerfiðleika. Drottningin var útskrifuð af spítalanum í morgun og verður í veikindaleyfi út vikuna. Erlent 22.4.2025 07:39
Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Þrjúhundruð farþegar um borð í farþegaþotu á vegum Delta flugfélagsins í Bandaríkjunum þurftu að yfirgefa vélina í snatri þegar eldur kom upp í henni á flugbrautinni á Orlando flugvelli í Flórída í gær. Erlent 22.4.2025 07:09
Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. Erlent 22.4.2025 06:42
Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. Erlent 21.4.2025 21:28
Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Frans páfi lést í morgun en ítalskir miðlar greina frá að dánarorsökin hafi verið heilablóðfall. Páfinn var lengi heilsuveill vegna alvarlegra veikinda í lungum. Erlent 21.4.2025 16:41
Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Bandaríkjaforseti segist standa með varnarmálaráðherranum eftir að annað lekamál kom upp. Ráðherrann lak trúnaðarupplýsingum um árásir Bandaríkjahers til eiginkonu sinnar, bróður og lögfræðings. Erlent 21.4.2025 16:23
Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Þingmenn og lávarðar á breska þinginu kalla eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði meinað að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn. Erlent 21.4.2025 15:21
Skýrslan sé „full af lygum“ Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. Erlent 21.4.2025 13:57
Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. Erlent 21.4.2025 11:39
Hvernig er nýr páfi valinn? Frans páfi er látinn og því mun kaþólska kirkjan, stærsta trúfélag heims, brátt velja sér nýjan leiðtoga. Kjör nýs páfa má hefjast að fjórtán dögum liðnum frá andláti sitjandi páfa. Um páfakjör gilda strangar, aldagamlar reglur og hefðir. Erlent 21.4.2025 11:03
Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. Erlent 21.4.2025 08:40
Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá upplýsingum um árás Bandaríkjahers á Húta í Signal-spjalli með konu sinni, bróður og lögfræðing. Þetta er í annað sinn sem hann deilir óvarlega viðkvæmum hernaðarupplýsingum á forritinu. Erlent 20.4.2025 22:56
Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Breskir kennarar segja áhrifavalda á samfélagsmiðlum hafa leitt til aukins kvenhaturs og rasisma í skólum. Samfélagsmiðlar séu ein helsta ástæðan fyrir slæmri hegðun nemenda og einelti. Erlent 20.4.2025 21:45
Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið. Erlent 20.4.2025 16:13
Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Tvö ódýr lyf geta lækkað tíðni hjartaáfalla hjá þeim sem hafa áður fengið hjartaáfall samkvæmt nýrri rannsókn framkvæmda af íslenskum dósent. Fái sjúklingar bæði lyfin sem fyrst bæti það lífshorfur þeirra til muna. Erlent 20.4.2025 15:43
Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Frans páfi kom fram á svalir Péturskirkju í morgun og heilsaði upp á mannfjöldann. Hann óskaði viðstöddum gleðilegra páska og uppskar mikinn fögnuð. Erlent 20.4.2025 12:15
Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að frá því að páskavopnahlé Pútíns Rússlandsforseta tók gildi klukkan sex í gærkvöld og til miðnættis hafi Rússar gert 387 stórskotaliðsárásir, 19 áhlaup og 290 flygildaárásir. Erlent 20.4.2025 09:27
Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Varaforseti Bandaríkjanna átti í skoðanaskiptum við ráðuneytisstjóra og hægri hönd páfa í Páfagarði í gær. Þeir ræddu stöðuna í alþjóðamálunum og stefnu Bandaríkjastjórnar í málum innflytjenda og hælisleitenda. Erlent 20.4.2025 08:54
Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir enn barist í héruðum Kúrsk og Belgorod og „páskavopnahlé“ Pútín því ekki náð til þeirra. Vladímír Saldo, ríkisstjóri Rússa yfir Kherson-héraði, segir Úkraínumenn ekki heldur hafa virt vopnahléð. Erlent 19.4.2025 22:06