Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Fjarðabyggð hefur verið dæmd til að kaupa hús á Reyðarfirði á 139 milljónir króna. Fasteignamat hússins er 72,25 milljónir króna, rétt rúmlega helmingur kaupverðsins. Viðskipti innlent 22.4.2025 16:22
Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Meint brot mannsins beindust samkvæmt ákæru bæði að barnsmóður hans og börnum þeirra. Hann er meðal annars ákærður fyrir að læsa konuna úti í snjóbyl og meina henni að hitta barn þeirra sem lá á sjúkrahúsi nema hún myndi sárbæna hann og biðja afsökunar. Innlent 19.4.2025 15:12
Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi á dögunum ungan karlmann fyrir stunguárás. Maðurinn var ólögráða þegar brotið var framið að kvöldi til árið 2022 og var það niðurstaða Héraðsdóms að fresta refsingu hans og láta hana falla niður eftir tvö ár. Innlent 19.4.2025 12:14
Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Landsréttur hefur stytt og skilorðsbundið meirihluta dóms manns sem var sakfelldur fyrir að beita sambýliskonu sína grófu heimilisofbeldi um árabil. Það gerði rétturinn vegna gríðarlegra tafa á rekstri málsins, meðal annars vegna þess að dómur héraðsdóms var ómerktur vegna tölvubréfs sem dómari sendi verjanda mannsins. Þar virtist dómari lýsa yfir sekt mannsins áður en dómur gekk í málinu. Innlent 11. apríl 2025 13:33
Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað mann af ákæru um líkamsárás. Honum var gefið að sök að slá annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að gleraugu mannsins brotnuðu. Sá sem varð fyrir högginu fékk gler í auga og varð fyrir varanlegri sjónskerðingu. Dómurinn taldi manninn hafðan fyrir rangri sök. Innlent 11. apríl 2025 11:27
NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar. Innlent 11. apríl 2025 06:21
Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Lögreglumaðurinn þarf að greiða 300 þúsund króna sekt og 200 þúsund í miskabætur til manns fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás. Lögreglumaðurinn beitti kylfu við handtöku þegar ekki þótti nauðsyn til. Innlent 10. apríl 2025 22:00
Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna. Innlent 10. apríl 2025 20:31
Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Kona hefur verið sýknuð af öllum kröfum Ingólfs Þórarinssonar, sem er í daglegu tali kallaður Ingó veðurguð, vegna ummæla sem hún lét falla um hann í athugasemd á Facebook. Í svari við ummælum manns sem sagði „Áfram gakk Ingó minn“ spurði konan „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent 10. apríl 2025 17:13
Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Starfsmaður á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða íbúa á heimilinu 450 þúsund krónur í bætur. Starfsmaðurinn, kona á sjötugsaldri, sló íbúann, konu á ónefndum aldri, með lófa sínum þegar hún ók honum í hjólastól. Innlent 10. apríl 2025 16:54
Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Péturs Jökuls Jónassonar fyrir aðild hans að stóra kókaínmálinu. Hann þarf að greiða á sjöttu milljón króna í málskostnað. Innlent 10. apríl 2025 15:26
Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Landsréttur hefur sýknað Steinþór Gunnarsson í Ímon-málinu svokallaða, tíu árum eftir að hann var dæmdur í sama máli í Hæstarétti. Hann hlaut þá níu mánaða dóm. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 15:02
Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Karlmaður sem hlaut líkamstjón þegar hliðslá á lóð Heklu hf. féll á höfuðið á honum fær engar bætur úr hendi vátryggingarfélags Heklu. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þó að hann ætti rétt á bótum. Innlent 9. apríl 2025 16:56
Hinir grunuðu lausir úr einangrun Þrír karlmenn sem grunaðir eru um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp í máli karlmanns sem fannst illa úti leikinn í Gufunesi fyrir fjórum vikur losna úr einangrun í dag. Þeir sitja eftir sem áður í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar. Innlent 9. apríl 2025 15:04
Með kíló af kókaíní í farangrinum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenskan karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir smygl á um kílói af kókaíni með flugi til landsins í nóvember 2023. Innlent 9. apríl 2025 13:48
Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Tveir karlmenn hafa hvor um sig verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, en þar af verða sjö mánuðir skilorðsbundnir, vegna hylmingar í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Innlent 9. apríl 2025 12:18
Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Hæstiréttur telur kröfu Magnúsar Péturs Hjaltested, um rúmlega 1,7 milljarða króna úr hendi Kópavogsbæjar, ekki varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni hans. Beiðni hans um áfrýjunarleyfi til réttarins var því hafnað. Innlent 8. apríl 2025 11:52
Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa. Innlent 7. apríl 2025 20:32
Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Innlent 7. apríl 2025 14:29
Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Kópavogsbær var sýknaður af kröfu stuðningsfulltrúa í grunnskóla um skaðabótaskyldu vegna ofbeldis sem hann varð fyrir af hálfu nemanda í 4. bekk. Stuðningsfulltrúinn sagði að starfsgeta sín hefði verið skert eftir uppákomuna. Innlent 7. apríl 2025 12:27
Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar kaupverðs Apple-úrs, sem hann keypti á raðgreiðslum af Símanum aðfaranótt fimmtudags í desember árið 2023. Maðurinn kvaðst ekkert kannast við að hafa keypt úrið og hafa greitt af láninu fyrir misskilning. Maðurinn situr uppi með rúma milljón króna í málskostnað. Neytendur 7. apríl 2025 11:40
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna hryðjuverkamálsins svokallaða. Innlent 5. apríl 2025 15:57
Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot með því að aka stolnum bíl undir miklum áhrifum áfengis og kannabiss. Innlent 4. apríl 2025 16:21
„Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Péturs Hjaltested um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í Vatnsendamálinu svokallaða. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms um að Kópavogi bæri að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna. Dómsmálinu er því endanlega lokið og í fyrsta sinn í fjölda ára er ekkert mál sem tengist eignarnámi Kópavogsbæjar í Vatnsenda fyrir dómstólum. Innlent 4. apríl 2025 15:17
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent