Innlent

Ríkis­sak­sóknari hefur óskað eft­ir áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, sakborningar í hryðjuverkamálinu. Þeir voru sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka í bæði Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti.
Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, sakborningar í hryðjuverkamálinu. Þeir voru sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka í bæði Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti. Vísir/Hulda Margrét

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar vegna hryðju­verka­máls­ins svo­kallaða.

Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður Sindra Snæs Birg­is­son­ar, staðfesti þetta við fréttastofu og sagði hæstarétt hafa sent áfrýjunarleyfið til verjenda til umsagnar. 

Sindri Snær og Ísi­dór Nathans­son voru sýknaðir af ákæru um und­ir­bún­ing hryðju­verka bæði í Héraðsdómi Reykja­vík­ur og Lands­rétti. 

Fyrir rétt tæpum mánuði síðan féll dómur í Landsrétti þar sem þeir voru sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni en voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot. Í dómnum sagði að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna að mennirnir hafi ætlað að fremja hryðjuverk. 

Þegar verjendur mannanna hafa skilað inn umsögnum tekur þriggja manna hópur dómara afstöðu til þess hvort áfrýjunarleyfið verður veitt eða ekki.


Tengdar fréttir

Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum

Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×