Innlent

Þarf að taka fjöl­skylduna inn í myndina

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað til opins fundar á morgun þar sem gert er ráð fyrir að hún greini frá framboði sínu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson segir ákvörðun sína um framboð verða tilkynnta á allra næstu dögum. 

Innlent

Ás­laug Arna boðar til fundar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA.

Innlent

Þýðir ekki að fara á taugum segir borgar­stjóri og hyggur á endur­kjör

Einar Þorsteinsson borgarstjóri lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir slægt gengi Framsóknarflokksins í könnunum bæði á landsvísu og í borginni. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagðist hann hafa fulla trú á að árangur flokksins í borginni muni skila sér í næstu kosningum og telur farsælast að Sigurður Ingi Jóhannsson haldi áfram að leiða Framsóknarflokkinn á landsvísu. 

Innlent

Meiri­háttar líkams­á­rás í mið­bænum

Einstaklingur var handtekinn eftir meiriháttar líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt. Sá grunaði hljóp á brott þegar lögreglu bar að garði en var handtekinn eftir stutta eftirför og vistaður í fangaklefa.

Innlent

„Já, lík­lega hef ég verið undra­barn“

„Mér þætti vænt um ef flestir sjái sér fært að eiga þetta síðdegisboð með mér. Ég reiknaði aldrei með því að verða svona gamall. En það er gaman að líta yfir ævina. Og vera ekki alveg úti á þekju,“ segir Friðrik Ólafsson stórmeistari og lögfræðingur.

Innlent

Svarar gagn­rýni á að Lista­háskólinn úti­loki á­kveðna hópa

Yfirkennari í Myndlistarskólanum í Reykjavík segir Listaháskóla Íslands útiloka fólk með þroskahömlun um leið og hann stærir sig af því að bjóða öll velkomin. Rektor LHÍ segir nemendur með þroskahömlun svo sannarlega geta komist inn í skólann og stór skref hafi verið stigin í átt að aukinni inngildingu með nýrri stefnu.

Innlent

Í­hugar formannsframboð

Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi flokksins. Fyrrverandi ráðherrar liggja undir feldi á meðan klukkan tifar.

Innlent

Lögðu fram til­boð sem var ekki svarað

Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað.

Innlent

Lýsa yfir miklum von­brigðum með stöðu við­ræðna

Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara.

Innlent

„Ég get horft í augun á ykkur“

Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna.

Innlent

Eldur í bíl í Strýtuseli

Slökkviliði var kallað út á fjórða tímanum vegna elds í bíl í Strýtuseli í Breiðholtinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er enginn talinn í hættu. Slökkviliðið er enn við störf á vettvangi en á lítið eftir samkvæmt varðstjóra. 

Innlent

Valt inn á byggingar­svæði eftir á­rekstur við strætó

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri jepplings og strætisvagns sem varð á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu í Reykjavík í morgun. Jepplingurinn, nánar tiltekið Suzuki Jimny, valt inn á byggingarsvæði eftir áreksturinn.

Innlent

Ellert B. Schram er fallinn frá

Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, ritstjóri, rithöfundur og einhver glæsilegasti íþróttamaður sem Ísland hefur alið, er fallinn frá 85 ára að aldri.

Innlent

„Það á auð­vitað að fara að lögum“

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess.

Innlent

Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið

Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins.

Innlent

Boða til alls­herjar­fundar samninga­nefnda Kennara­sam­bandsins

Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi.

Innlent

Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vöru­bíla

Meginorsök banaslyss á Vesturlandsvegi í janúar í fyrra var að ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir tvo vörubíla. Veðurskilyrði versnuðu skyndilega og ökumaðurinn sá ekki út um framrúðuna í aflíðandi beygju með framangreindum afleiðingum.

Innlent

Óttast að í­búar utan Reykja­víkur festist í gistiskýlunum

Síðustu þrjú ár hafa 817 einstaklingar leitað til gistiskýlanna í Reykjavík vegna heimilisleysis. Í fyrra leituðu alls 394 einstaklingar til neyðarskýla en 423 árið áður. Fjöldinn í fyrra er sambærilegur þeim sem var 2022 þegar 391 leitaði í neyðarskýlin. Fjöldinn sem hefur leitað í gistiskýlin er fjölbreyttur en alls eru ríkisföng þessara 817 einstaklinga 45.

Innlent

Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Eiríks Björns Björgvinssonar, nýs þingmanns Viðreisnar, um tímabundið leyfi frá störfum hans sem sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs borgarinnar. Samþykkt var að veita honum leyfi í allt að fimm ár.

Innlent

For­eldrar sex­tíu barna vilji leikskóla­stjórann burt

Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum.

Innlent