Innlent

Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn

Fertugustu og níundu Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum hefjast í dag í Hlíðarfjalli við Akureyri. Formaður Andrésarnefndar segir að á tímabili hafi litið út fyrir að slæmt snjófæri myndi setja strik í reikninginn en nú sé útlit fyrir að metþátttaka verði á leikunum.

Innlent

„Nú hættir þú Sigurður!“

Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega.

Innlent

Beittu neyðarstöðvun til að forðast á­rekstur við Herjólf

Skipstjórnarmenn skemmtiferðaskipsins Seabourn Venture þurftu að beita neyðarstöðvun við útsiglingu frá Vestmannaeyjum í ágúst í fyrra þegar skipið mætti Herjólfi. Skipstjóri Herjólfs dró úr ferð og beygði inn í Klettsvík til að forðast árekstur. Þetta kemur fram í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa en atvikið átti sér stað þann 29. ágúst í fyrra.

Innlent

„Ég er mann­leg“

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segist hafa verið að brúna kartöflur með páskalambinu þegar henni hafi brugðist bogalistin, eins og frægt er orðið. Hún notaði enskan titil Frans páfa í samfélagsmiðlafærslu um andlát hans. Vakti það hneykslan margra á samfélagsmiðlum.

Innlent

Segir lík­lega langt í næsta gos við Sund­hnúka

Umtalsvert hefur dregið úr hraða landriss undir Svartsengi eftir að það fór kröftuglega af stað í kjölfar síðasta eldgoss. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir að þróunin hafi verið að tíminn milli gosa hafi verið að lengjast, og það sé möguleiki á að það verði ekki fleiri gos á árinu.

Innlent

Lofar betra sumri en í fyrra

Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt.

Innlent

Missti vélar­afl suður af Snæ­fells­nesi

Áhafnir björgunarskipanna Bjargar á Rifi og Jóns Gunnlaugssonar voru kallaðar út klukkan 9:30 í morgun vegna fiskibáts sem misst hafði vélarafl suður af Snæfellsnesi, skammt vestur af Landbrotavík. Báturinn var dreginn til hafnar á Akranesi.

Innlent

Reiknar með að sækja út­för Frans páfa

Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands.

Innlent

„Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“

Frestur sautján ára kólumbísks drengs til að fara sjálfur úr landi eftir synjun um dvalarleyfi rennur út í dag. Fyrirhugaðri brottvísun var mótmælt ákaft við dómsmálaráðuneytið í dag. Prestur, sem hefur efnt til mótmæla meðal presta, segist ekki trúa öðru en að íslensk stjórnvöld sjái sóma sinn í að hætta við brottvísunina.

Innlent

Vill að allir flokkar hafi hlut­verk í borgar­stjórn

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tókust á um borgarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu leikskólamálin og húsnæðismálin og voru ekki sammála um margt.

Innlent

Mót­mæltu brott­vísun Oscars við dóms­mála­ráðu­neytið

Hópur mótmælenda afhenti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins áskorun um stöðva brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra. Hópurinn kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgatúni í morgun. Greint var frá því nýlega að til stæði að senda Oscar í annað sinn úr landi.

Innlent

Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklinga­vængjum

Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands og Breki Snær Baldursson, varaforseti, félagsins fóru með tíu leggja fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum til Ingu Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í tilraun til að fá hana til að bjarga Kvikmyndaskólanum. Katrín og Breki ræddu mál skólans í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent

Mjög gjarnan kölluð nas­isti og fas­isti

Diljá Mist Einarsdóttir lögfræðingur og Alþingismaður segist orðin vön því að vera kölluð nasisti og fasisti og hún sé byrjuð að undirbúa börnin sín undir að sjá umræðu um sig á netinu.

Innlent