Innlent

Breytingar á gos­virkni, júró-þrýstingur og um­deildir máls­hættir

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Umtalsvert hefur dregið úr hraða landriss undir Svartsengi eftir að það fór kröftuglega af stað í kjölfar síðasta eldgoss. Talið er að gosvirkni á svæðinu sé að taka breytingum og við förum yfir málið í beinni útsendingu með fagstjóra á Veðurstofu Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Forseti Íslands reiknar með því að fara í útför Frans páfa á laugardag. Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur boðað komu sína. Við sjáum myndir frá Vatíkaninu þar sem páfinn liggur í opinni kistu og kardinálar vottuðu honum virðingu sína í dag.

Útvarpsstjóra líst vel á að taka umræðu um þátttöku Ísraela í Eurovision á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva, líkt og utanríkisráðherra telur rétt að gera. Við förum yfir málið og ræðum við útvarpsstjóra.

Þá hittum við fósturforeldra hins sautján ára gamla Oscars sem stendur frammi fyrir brottvísun, kynnum okkur málshætti í páskaeggjum sem hafa sætt gagnrýni og förum á Akureyrarflugvöll þar sem framboð á utanlandsferðum hefur aldrei verið meira.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 22. apríl 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×