Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2025 07:03 Hjörleifur Haukur fannst illa úti leikinn á göngustíg við Gufunes snemma að morgni þriðjudagsins 11. mars. Hann lést fljótlega eftir að hafa verið fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Anton Brink Þrír karlmenn sæta enn einangrun grunaðir um aðkomu að manndrápi karlmanns í Þorlákshöfn á sjötugsaldri. Tveir þeirra hafa komið við sögu lögreglu í umtöluðum sakamálum. Spurningunni hvernig og hvers vegna ofbeldisfólkið komst í samband við karlmanninn er ósvarað. Vinkona segir hinn látna hafa verið einstakan mann. Það var rétt fyrir miðnætti mánudagskvöldið 10. mars sem lögreglan fékk tilkynningu um að óttast væri um karlmann á sjötugsaldri sem hefði yfirgefið heimili sitt í Þorlákshöfn fyrr um kvöldið. Fljótt beindist grunur að því að mögulega væri um frelsissviptingu að ræða. Karlmaðurinn, Hjörleifur Haukur Guðmundsson, fannst snemma að morgni þriðjudagsins 11. mars við göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Hann var þungt haldinn og lést skömmu eftir komu á slysadeild Landspítalans. Átta karlar og þrjár konur handtekin Lögregla handtók á fyrsta sólarhring rannsóknarinnar átta manns, bæði karla og konur, í tengslum við rannsókn sína á málinu. Kom fram að rannsóknin beindist að því hvort fólkið hefði svipt Hjörleif frelsi, kúgað úr honum fé og orðið honum að bana. Sú handtaka sem vakti mesta athygli var í Kópavogi þar sem lögregla veitti svartri Teslu eftirför þar til ökumaðurinn, Stefán Blackburn, var leiddur upp í lögreglubíl í handjárnum. Kona var einnig farþegi í bílnum, flúði af vettvangi en var handtekin í framhaldinu eftir leit lögreglu. Af þeim átta sem voru handteknir á fyrsta sólarhring voru fimm fljótlega látnir lausir. Bendir það til þess að lögregla telji viðkomandi ekki tengjast málinu með beinum hætti. Síðan þá hafa þrír til viðbótar verið handteknir og því ellefu alls. Af þeim hafa fjórir karlmenn og þrjár konur sætt einangrun í gæsluvarðhaldi sökum rannsóknarhagsmuna. Tveimur konum var sleppt fyrir rúmri viku og á miðvikudag voru karl og kona látin laus. Samkvæmt heimildum fréttastofu á ein kvennanna nokkurn sakarferil að baki og þá helst fyrir fíkniefnamisferli. Eftir sitja þrír karlmenn sem verða að óbreyttu í einangrun næstu vikuna. Lögregla grunar þá þrjá um aðild að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa verjendur að minnsta kosti tveggja sakborninga kært úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald til Landsréttar Hinir grunuðu af ólíkri kynslóð Fréttastofu er ekki kunnugt um tengsl karlmannanna þriggja sem sæta einangrun. Stefán Blackburn hefur hlotið nokkra dóma fyrir ofbeldisbrot en þar vakti mesta athygli Stokkseyrarmálið svokallaða. Þar var hann dæmdur í sex ára fangelsi en málið snerist um frelsissviptingu og líkamlegt ofbeldi gagnvart karlmanni sem numinn var á brott. Hinir tveir sem sæta haldi eru mun yngri en Stefán sem verður 34 ára síðar á árinu. Annar þeirra, Lúkas Geir Ingvarsson sem er 21 árs, hefur hlotið sex mánaða dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi aðeins átján ára. Tekið var tillit til ungs aldurs hans við ákvörðun refsingar. Þá var Lúkas Geir á meðal brotaþola í Bankastræti Club málinu svokallaða þar sem hópur grímuklæddra karlmanna réðst inn á samnefndan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur með hnífa á lofti. Hann lýsti atvikinu í viðtali við FM957. Þriðji karlmaðurinn er enn yngri eða á nítjánda aldursári. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um brotaferil hans. Sá var handtekinn strax um morguninn miðsvæðis í Reykjavík eftir að Hjörleifur fannst í Gufunesi. Stefán var handtekinn á Teslunni síðar þann dag en Lúkas Geir nokkrum dögum síðar. Á viðkvæmu stigi og gefa lítið uppi Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókn málsins hafi gengið mjög vel en hún sé þó á mjög viðkvæmu stigi. Lögregla haldi spilunum mjög þétt að sér og hefur lítið annað komið fram í máli lögreglu umfram það sem birtist í reglulegum tilkynningum vegna málsins á Facebook-síðu lögreglunnar. Meðal annars það að lagt hefur verið hald á nokkra bíl, farið hefur verið í húsleit á nokkrum stöðum og fjöldi vitna verið yfirheyrður. Þá hefur lögreglan stuðst við myndefni úr eftirlitsmyndavélum í Þorlákshöfn en einnig myndefni og gagnlegar ábendingar frá almenningi. Stóra ósvaraða spurningin Samkvæmt heimildum fréttastofu tókst hinum grunuðu að þvinga karlmanninn til að millifæra háa fjárhæð undir hótunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru litlar líkur taldar á því að peningarnir komi í leitirnar. Sveinn Kristján segist aðspurður ekkert geta tjáð sig um hvernig gengið hafi að endurheimta fjármunina. Sveinn Kristján Rúnarsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Stóra spurningin gagnvart almenningi hlýtur að vera sú hvernig ofbeldismenn komast í samband við karlmann á sjötugsaldri í Þorlákshöfn með svo hrikalegum afleiðingum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að hinir grunuðu tengist hinum látna, Hjörleifi Hauki Guðmundssyni með nokkrum hætti. Hjörleifur var 65 ára karlmaður, bjó með eiginkonu sinni í Þorlákshöfn, átti einn son úr fyrra sambandi og þrjú stjúpbörn með eiginkonu sinni. Sagður einstakur maður með frábært skopskyn Hjörleifur, sem var yfirleitt kallaður Gasi, var sjómaður framan af starfsævi en starfaði lengstan hlut starfsævi sinnar við stál- og smiðjuvinnu. Hann var mikill áhugamaður um mótorhjól og meðlimur í Sniglunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu glímdi hann við veikindi undanfarin ár og sótti þjónustu reglulega á Selfoss sökum heilabilunar. Inda Björk Eyrbekk Alexandersdóttir, stórvinkona Hjörleifs, lýsti Hjörleifi sem einstökum manni með frábært skopskyn í minningargrein í Morgunblaðinu á dögunum. „Undanfarin ár glímdi Gasi við erfiða heilabilun sem gerði hann útsettari fyrir klóm misindisfólks sem vildi honum ekkert nema illt, fólks sem virti hann ekki sem manneskju. Ég vildi óska að hann og fólkið hans hefði verið gripið eins og vel og hann greip aðra. Ég vildi óska að við byggjum við öflugra heilbrigðiskerfi sem umvefur viðkvæmt fólk og gætir fyrir hættum heimsins. Það er mín einlæga ósk að fólk sem villist af leið í lífinu fái nauðsynlega aðstoð því það er samfélagslegur ávinningur sem hlýst af því ef hægt er að sporna markvisst við vaxandi ofbeldishegðun og neyslu hugbreytandi efna. Við sem samfélag verðum að gera betur.“ Tálbeituaðgerðir undir smásjánni Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hluti grunaðra í málinu verið undir smásjá lögreglu vegna tálbeituaðgerða ungs fólks sem tekið hefur lögin í sínar eigin hendur. Þar hefur þeirri aðferð helst verið beitt að búa til falska aðganga barna á samfélagsmiðlum á borð við Snapchat til að vingast við fullorðna karlmenn sem sækja í börn. Eftir samtal í gegnum samskiptamiðilinn er boðað til hittings þangað sem hópur fólks mætir, situr fyrir meintum níðingi og gengur í skrokk á viðkomandi. Fjölmörg myndbönd með slíku ofbeldi hafa farið í dreifingu undanfarna mánuði. „Lögreglan varar náttúrulega eindregið við þessu og mælir alls ekki með þessu. Að fólk sé að taka lögin í sínar eigin hendur, og hvað þá með ofbeldi. Það getur leitt af sér mjög hættulegar aðstæður og fólk getur misst stjórn á aðstæðum. Hlutir farið úr böndunum í báðar áttir,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn í fréttum Stöðvar 2 í janúar. Aldrei bendlaður við barnagirnd Inda Björk, stórvinkona Hjörleifs Hauks, sagði í samtali við DV á dögunum að Hjörleifur Haukur hefði aldrei verið bendlaður við barnagirnd. „Hann var ekki að fara að hitta einhverja stelpu undir lögaldri,“ sagði Inda Björk. Sannleikurinn myndi koma í ljós um síðir. „Hann Gasi var hrifsaður burt á versta og grimmasta máta sem hægt er að hugsa sér. Hvernig getur maður sætt sig við slík örlög? Af hverju erum við sem getum talist til eðlilegra manna neydd til að búa í samfélagi með fólki sem virðir ekki líf, heilsu og líðan annarra? Hvert erum við komin þegar litla Ísland er ekki lengur öruggt fyrir fólki sem beitir hrottalegu ofbeldi með eins ömurlegum afleiðingum,“ sagði Inda í minningargreininni. Hvenær fáum við skýrari mynd á málið? Almenna reglan í sakamálum er sú að lögregla getur haldið sakborningum í gæsluvarðhaldi í allt að tólf vikur án þess að ákæra hafi verið gefin út í málinu. Gæsluvarðhaldsúrskurðir yfir sakborningum eru almennt ekki birtir á vef Landsréttar á meðan rannsókn lögreglu er á viðkvæmu stigi. Í greinargerð lögreglu, sem eru birtar í gæsluvarðhaldsúrskurðum, rekur lögregla málið og færir rök fyrir því af hverju viðkomandi þurfi að vera áfram í gæsluvarðhaldi. Því má telja ólíklegt að gæsluvarðhaldsúrskurðir verði birtir fyrr en hinir grunuðu verða lausir úr einangrun. Lykilatriði í málinu og sjónarhorn sakborninga kemur yfirleitt ekki fram fyrr en þeir svara til saka í dómsal við aðalmeðferð máls. Það gætu verið nokkrir mánuðir í það. Til samanburðar er nýhafin aðalmeðferð í manndrápsmálinu á Menningarnótt, átta mánuðum eftir að stúlku á menntaskólaaldri var ráðinn bani. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Fréttaskýringar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Það var rétt fyrir miðnætti mánudagskvöldið 10. mars sem lögreglan fékk tilkynningu um að óttast væri um karlmann á sjötugsaldri sem hefði yfirgefið heimili sitt í Þorlákshöfn fyrr um kvöldið. Fljótt beindist grunur að því að mögulega væri um frelsissviptingu að ræða. Karlmaðurinn, Hjörleifur Haukur Guðmundsson, fannst snemma að morgni þriðjudagsins 11. mars við göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Hann var þungt haldinn og lést skömmu eftir komu á slysadeild Landspítalans. Átta karlar og þrjár konur handtekin Lögregla handtók á fyrsta sólarhring rannsóknarinnar átta manns, bæði karla og konur, í tengslum við rannsókn sína á málinu. Kom fram að rannsóknin beindist að því hvort fólkið hefði svipt Hjörleif frelsi, kúgað úr honum fé og orðið honum að bana. Sú handtaka sem vakti mesta athygli var í Kópavogi þar sem lögregla veitti svartri Teslu eftirför þar til ökumaðurinn, Stefán Blackburn, var leiddur upp í lögreglubíl í handjárnum. Kona var einnig farþegi í bílnum, flúði af vettvangi en var handtekin í framhaldinu eftir leit lögreglu. Af þeim átta sem voru handteknir á fyrsta sólarhring voru fimm fljótlega látnir lausir. Bendir það til þess að lögregla telji viðkomandi ekki tengjast málinu með beinum hætti. Síðan þá hafa þrír til viðbótar verið handteknir og því ellefu alls. Af þeim hafa fjórir karlmenn og þrjár konur sætt einangrun í gæsluvarðhaldi sökum rannsóknarhagsmuna. Tveimur konum var sleppt fyrir rúmri viku og á miðvikudag voru karl og kona látin laus. Samkvæmt heimildum fréttastofu á ein kvennanna nokkurn sakarferil að baki og þá helst fyrir fíkniefnamisferli. Eftir sitja þrír karlmenn sem verða að óbreyttu í einangrun næstu vikuna. Lögregla grunar þá þrjá um aðild að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa verjendur að minnsta kosti tveggja sakborninga kært úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald til Landsréttar Hinir grunuðu af ólíkri kynslóð Fréttastofu er ekki kunnugt um tengsl karlmannanna þriggja sem sæta einangrun. Stefán Blackburn hefur hlotið nokkra dóma fyrir ofbeldisbrot en þar vakti mesta athygli Stokkseyrarmálið svokallaða. Þar var hann dæmdur í sex ára fangelsi en málið snerist um frelsissviptingu og líkamlegt ofbeldi gagnvart karlmanni sem numinn var á brott. Hinir tveir sem sæta haldi eru mun yngri en Stefán sem verður 34 ára síðar á árinu. Annar þeirra, Lúkas Geir Ingvarsson sem er 21 árs, hefur hlotið sex mánaða dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi aðeins átján ára. Tekið var tillit til ungs aldurs hans við ákvörðun refsingar. Þá var Lúkas Geir á meðal brotaþola í Bankastræti Club málinu svokallaða þar sem hópur grímuklæddra karlmanna réðst inn á samnefndan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur með hnífa á lofti. Hann lýsti atvikinu í viðtali við FM957. Þriðji karlmaðurinn er enn yngri eða á nítjánda aldursári. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um brotaferil hans. Sá var handtekinn strax um morguninn miðsvæðis í Reykjavík eftir að Hjörleifur fannst í Gufunesi. Stefán var handtekinn á Teslunni síðar þann dag en Lúkas Geir nokkrum dögum síðar. Á viðkvæmu stigi og gefa lítið uppi Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókn málsins hafi gengið mjög vel en hún sé þó á mjög viðkvæmu stigi. Lögregla haldi spilunum mjög þétt að sér og hefur lítið annað komið fram í máli lögreglu umfram það sem birtist í reglulegum tilkynningum vegna málsins á Facebook-síðu lögreglunnar. Meðal annars það að lagt hefur verið hald á nokkra bíl, farið hefur verið í húsleit á nokkrum stöðum og fjöldi vitna verið yfirheyrður. Þá hefur lögreglan stuðst við myndefni úr eftirlitsmyndavélum í Þorlákshöfn en einnig myndefni og gagnlegar ábendingar frá almenningi. Stóra ósvaraða spurningin Samkvæmt heimildum fréttastofu tókst hinum grunuðu að þvinga karlmanninn til að millifæra háa fjárhæð undir hótunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru litlar líkur taldar á því að peningarnir komi í leitirnar. Sveinn Kristján segist aðspurður ekkert geta tjáð sig um hvernig gengið hafi að endurheimta fjármunina. Sveinn Kristján Rúnarsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Stóra spurningin gagnvart almenningi hlýtur að vera sú hvernig ofbeldismenn komast í samband við karlmann á sjötugsaldri í Þorlákshöfn með svo hrikalegum afleiðingum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að hinir grunuðu tengist hinum látna, Hjörleifi Hauki Guðmundssyni með nokkrum hætti. Hjörleifur var 65 ára karlmaður, bjó með eiginkonu sinni í Þorlákshöfn, átti einn son úr fyrra sambandi og þrjú stjúpbörn með eiginkonu sinni. Sagður einstakur maður með frábært skopskyn Hjörleifur, sem var yfirleitt kallaður Gasi, var sjómaður framan af starfsævi en starfaði lengstan hlut starfsævi sinnar við stál- og smiðjuvinnu. Hann var mikill áhugamaður um mótorhjól og meðlimur í Sniglunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu glímdi hann við veikindi undanfarin ár og sótti þjónustu reglulega á Selfoss sökum heilabilunar. Inda Björk Eyrbekk Alexandersdóttir, stórvinkona Hjörleifs, lýsti Hjörleifi sem einstökum manni með frábært skopskyn í minningargrein í Morgunblaðinu á dögunum. „Undanfarin ár glímdi Gasi við erfiða heilabilun sem gerði hann útsettari fyrir klóm misindisfólks sem vildi honum ekkert nema illt, fólks sem virti hann ekki sem manneskju. Ég vildi óska að hann og fólkið hans hefði verið gripið eins og vel og hann greip aðra. Ég vildi óska að við byggjum við öflugra heilbrigðiskerfi sem umvefur viðkvæmt fólk og gætir fyrir hættum heimsins. Það er mín einlæga ósk að fólk sem villist af leið í lífinu fái nauðsynlega aðstoð því það er samfélagslegur ávinningur sem hlýst af því ef hægt er að sporna markvisst við vaxandi ofbeldishegðun og neyslu hugbreytandi efna. Við sem samfélag verðum að gera betur.“ Tálbeituaðgerðir undir smásjánni Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hluti grunaðra í málinu verið undir smásjá lögreglu vegna tálbeituaðgerða ungs fólks sem tekið hefur lögin í sínar eigin hendur. Þar hefur þeirri aðferð helst verið beitt að búa til falska aðganga barna á samfélagsmiðlum á borð við Snapchat til að vingast við fullorðna karlmenn sem sækja í börn. Eftir samtal í gegnum samskiptamiðilinn er boðað til hittings þangað sem hópur fólks mætir, situr fyrir meintum níðingi og gengur í skrokk á viðkomandi. Fjölmörg myndbönd með slíku ofbeldi hafa farið í dreifingu undanfarna mánuði. „Lögreglan varar náttúrulega eindregið við þessu og mælir alls ekki með þessu. Að fólk sé að taka lögin í sínar eigin hendur, og hvað þá með ofbeldi. Það getur leitt af sér mjög hættulegar aðstæður og fólk getur misst stjórn á aðstæðum. Hlutir farið úr böndunum í báðar áttir,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn í fréttum Stöðvar 2 í janúar. Aldrei bendlaður við barnagirnd Inda Björk, stórvinkona Hjörleifs Hauks, sagði í samtali við DV á dögunum að Hjörleifur Haukur hefði aldrei verið bendlaður við barnagirnd. „Hann var ekki að fara að hitta einhverja stelpu undir lögaldri,“ sagði Inda Björk. Sannleikurinn myndi koma í ljós um síðir. „Hann Gasi var hrifsaður burt á versta og grimmasta máta sem hægt er að hugsa sér. Hvernig getur maður sætt sig við slík örlög? Af hverju erum við sem getum talist til eðlilegra manna neydd til að búa í samfélagi með fólki sem virðir ekki líf, heilsu og líðan annarra? Hvert erum við komin þegar litla Ísland er ekki lengur öruggt fyrir fólki sem beitir hrottalegu ofbeldi með eins ömurlegum afleiðingum,“ sagði Inda í minningargreininni. Hvenær fáum við skýrari mynd á málið? Almenna reglan í sakamálum er sú að lögregla getur haldið sakborningum í gæsluvarðhaldi í allt að tólf vikur án þess að ákæra hafi verið gefin út í málinu. Gæsluvarðhaldsúrskurðir yfir sakborningum eru almennt ekki birtir á vef Landsréttar á meðan rannsókn lögreglu er á viðkvæmu stigi. Í greinargerð lögreglu, sem eru birtar í gæsluvarðhaldsúrskurðum, rekur lögregla málið og færir rök fyrir því af hverju viðkomandi þurfi að vera áfram í gæsluvarðhaldi. Því má telja ólíklegt að gæsluvarðhaldsúrskurðir verði birtir fyrr en hinir grunuðu verða lausir úr einangrun. Lykilatriði í málinu og sjónarhorn sakborninga kemur yfirleitt ekki fram fyrr en þeir svara til saka í dómsal við aðalmeðferð máls. Það gætu verið nokkrir mánuðir í það. Til samanburðar er nýhafin aðalmeðferð í manndrápsmálinu á Menningarnótt, átta mánuðum eftir að stúlku á menntaskólaaldri var ráðinn bani.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Fréttaskýringar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira