Leit ekki borið árangur Leit hélt áfram í dag að manni sem er talið að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand í gær. Leitin skilaði ekki árangri. Innlent 23.3.2025 19:49
Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði öflugt eftirlit við skemmtistaðina í miðborginni vegna atburða föstudagskvöldsins. Hald var lagt á brúsa við vinnstöð dyravarða á einum stað, sem talinn er innihalda piparúða. Innlent 23.3.2025 15:53
Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. Innlent 23.3.2025 14:05
Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Umfangsmikil lögregluaðgerð stóð yfir á Ingólfstorgi í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um hnífstunguárás að ræða. Fleiri en einn hafa verið fluttir særðir af vettvangi. Innlent 21. mars 2025 23:26
Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um alvarleg ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. Innlent 21. mars 2025 13:37
Nafn hins látna í manndrápsmálinu Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um. Innlent 20. mars 2025 20:14
Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Enn er langt í land í rannsókn máls Quangs Lé, sem grunaður er um umfangsmikið mansal. Yfirlögregluþjónn segir á annan tug hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Innlent 20. mars 2025 14:43
Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Fjórtán ára drengur átti fótum sínum fjör að launa er hópur drengja undir fimmtán ára aldri réðust á hann fyrir utan Fjörð verslunarmiðstöð í Hafnarfirði í gærkvöldi. Áverkar drengsins eru minniháttar en gerendurnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Innlent 20. mars 2025 12:53
Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 20. mars 2025 11:31
Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Fjórir karlmenn á fertugsaldri voru handteknir í sameign fjölbýlishúss í Laugardalnum eða grennd við hann í gær. Þeir voru vopnaðir hnífum og ólöglegum piparúða. Þeirra bíður sekt upp á 150 þúsund krónur hver. Innlent 20. mars 2025 11:13
Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt þrjú börn í Hafnarfirði, fyrir líkamsárás og skemmdarverk. Börnin voru látin laus að loknu viðtali við lögreglu og barnavernd. Innlent 20. mars 2025 06:22
Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Rúmlega hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð á síðasta ári vegna umsáturseineltis og 159 vegna stafræns ofbeldis. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir að með aukinni tæknivæðingu hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða. Þetta sé veruleiki sem systursamtök úti í heimi segja að sé að stigmagnast. Innlent 19. mars 2025 19:18
Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Héraðsdómur Suðurlands féllst síðdegis á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi að úrskurða þrjá í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við manndrápsmálið í Gufunesi. Gæsluvarðhald var framlengt yfir tveimur karlmönnum í fjórar vikur og yfir einni konu í viku. Innlent 19. mars 2025 18:16
Bíða enn niðurstöðu um varðhald Gerð hefur verið krafa um framlengingu gæsluvarðhalds um eina viku yfir þremur sakborningum í manndrápsmálinu í Gufunesi og bíður lögreglan á Suðurlandi niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur að óbreyttu út í dag. Innlent 19. mars 2025 14:50
Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. Innlent 19. mars 2025 11:33
Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, þetta er stöðugt hangandi yfir mér, alla daga. Mér finnst ég vera rosalega varnarlaus. Ég er alltaf með hnút í maganum yfir því hvenær næsta færsla birtist á Facebook, hvenær næsta sprengja á eftir að koma,“ segir Garpur Ingason Elísabetarson. Innlent 19. mars 2025 06:03
Handtóku einn til viðbótar Lögreglan á Suðurlandi hefur lagt fram kröfu um gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem handtekinn var í gærkvöld. Einnig hefur verið lögð fram krafa um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þremur einstaklingum vegna rannsóknar á manndrápsmálinu í Gufunesi. Innlent 18. mars 2025 19:24
Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Kona búsett í Bolungarvík ásamt fjölskyldu sinni taldi mann, sem er búsettur erlendis vera kominn hingað til lands til að vinna henni og fjölskyldu hennar mein. Eftir rannsókn telur lögreglan að hann sé í raun ekki hér á landi. Innlent 18. mars 2025 16:55
Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Sérsveit ríkislögreglustjóra var flogið til Bolungarvíkur fyrr í dag til að aðstoða lögregluna á Vestfjörðum. Innlent 18. mars 2025 14:41
Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin. Innlent 18. mars 2025 13:02
Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. Innlent 17. mars 2025 16:45
Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Kort eru í dag mikilvæg gögn og koma við sögu í daglegri starfsemi flestra lykilstofnanna íslenska ríkisins. Skoðun 17. mars 2025 14:04
Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það er hægt og bítandi að koma mynd á málið, en náttúrulega heilmikil vinna eftir og mikið af gögnum sem á eftir að yfirfara,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, um rannsókn á andláti karlmanns, sem fannst látinn í Gufunesi síðastliðinn þriðjudag. Innlent 17. mars 2025 11:28
Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Móðir á fertugsaldri ætlar að halda sig frá Mjóddinni eftir að strákagengi skaut flugeld í kálfa hennar um hábjartan dag. Konan kærði drenginn eftir skítkast hans í hennar garð. Hegðun á borð við þessa yrði að hafa einhverjar afleiðingar. Innlent 17. mars 2025 07:03