Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2025 08:00 Derhúfan og stuttermabolurinn sem eru komin á sölu hjá Trump og svo hin klassíska MAGA-derhúfa á kolli forsetans. Getty Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hinn 78 ára Trump hefur áður sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig fram í þriðja sinn. Í lok mars sagðist hann opinn fyrir því að sitja áfram en það væri of stutt liðið á núverandi forsetatíð hans til að hugsa um það. Þá sagði hann ýmsar leiðir hægt að fara til að bjóða fram í þriðja sinn. Sjá einnig: „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Nú hefur vefverslunin Trump Store byrjað að selja rauðar derhúfur, stuttermaboli og brúsa sem eru merkt „Trump 2028“. Eric Trump með nýju derhúfuna. Eric Trump, miðjusonur Donalds og varaforseti Trump-fyrirtækisins, auglýsti svo varninginn með því að birta mynd af sér með 2028-derhúfuna á Instagram. Derhúfan kostar fimmtíu Bandaríkjadali (um 6.500 íslenskar krónur) og í vörulýsingunni stendur „Framtíðin er björt! Endurskrifaðu reglurnar með Trump 2028-hatti með hárri krúnu.“ Stuttermabolurinn kostar 36 dali og á honum stendur „Trump 2028. (Endurskrifaðu reglurna)“. Vinsældir Trump hafa dalað töluvert frá því hann tók við embætti 20. janúar og hefur kaótísk stjórn hans þegar kemur að tollum spilað stóra rullu þar á sama tíma og framfærslukostnaður hefur aukist. Þyrfti breytingar á stjórnarskrá Einungis einn forseti Bandaríkjanna hefur setið fleiri en tvö kjörtímabil, Franklin D. Roosevelt sem var forseti frá 1933 til 1945 og dó á fyrsta ári fjórða kjörtímabils síns. Eftir dauða hans var ákvæði bætt við stjórnarskrá Bandaríkjanna um að enginn forseti mætti sitja í embætti meira en tvö kjörtímabil, 22. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna. Til að fella þetta ákvæði úr gildi þyrfti stuðning tveggja þriðju þingmanna Bandaríkjanna til að gera breytingar á stjórnarskránni. Önnur leið væri að leiðtogar tveggja þriðju af ríkjum Bandaríkjanna, eða að minnsta kosti 34 ríki, boðuðu til stjórnarskrárþings til að leggja til breytingar á stjórnarskránni. Breytingarnar þyrftu í báðum tilfellum að vera samþykktar af tveimur þriðju ríkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um hvort viðaukinn leyfi forseta að verða varaforseti og fara þá leið aftur í forsetaembættið. Í 12. viðauka stjórnarskrárinnar segir að hver sé sem sé ekki kjörgengur til embættis forseta, megi ekki bjóða sig fram til varaforseta. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Hinn 78 ára Trump hefur áður sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig fram í þriðja sinn. Í lok mars sagðist hann opinn fyrir því að sitja áfram en það væri of stutt liðið á núverandi forsetatíð hans til að hugsa um það. Þá sagði hann ýmsar leiðir hægt að fara til að bjóða fram í þriðja sinn. Sjá einnig: „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Nú hefur vefverslunin Trump Store byrjað að selja rauðar derhúfur, stuttermaboli og brúsa sem eru merkt „Trump 2028“. Eric Trump með nýju derhúfuna. Eric Trump, miðjusonur Donalds og varaforseti Trump-fyrirtækisins, auglýsti svo varninginn með því að birta mynd af sér með 2028-derhúfuna á Instagram. Derhúfan kostar fimmtíu Bandaríkjadali (um 6.500 íslenskar krónur) og í vörulýsingunni stendur „Framtíðin er björt! Endurskrifaðu reglurnar með Trump 2028-hatti með hárri krúnu.“ Stuttermabolurinn kostar 36 dali og á honum stendur „Trump 2028. (Endurskrifaðu reglurna)“. Vinsældir Trump hafa dalað töluvert frá því hann tók við embætti 20. janúar og hefur kaótísk stjórn hans þegar kemur að tollum spilað stóra rullu þar á sama tíma og framfærslukostnaður hefur aukist. Þyrfti breytingar á stjórnarskrá Einungis einn forseti Bandaríkjanna hefur setið fleiri en tvö kjörtímabil, Franklin D. Roosevelt sem var forseti frá 1933 til 1945 og dó á fyrsta ári fjórða kjörtímabils síns. Eftir dauða hans var ákvæði bætt við stjórnarskrá Bandaríkjanna um að enginn forseti mætti sitja í embætti meira en tvö kjörtímabil, 22. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna. Til að fella þetta ákvæði úr gildi þyrfti stuðning tveggja þriðju þingmanna Bandaríkjanna til að gera breytingar á stjórnarskránni. Önnur leið væri að leiðtogar tveggja þriðju af ríkjum Bandaríkjanna, eða að minnsta kosti 34 ríki, boðuðu til stjórnarskrárþings til að leggja til breytingar á stjórnarskránni. Breytingarnar þyrftu í báðum tilfellum að vera samþykktar af tveimur þriðju ríkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um hvort viðaukinn leyfi forseta að verða varaforseti og fara þá leið aftur í forsetaembættið. Í 12. viðauka stjórnarskrárinnar segir að hver sé sem sé ekki kjörgengur til embættis forseta, megi ekki bjóða sig fram til varaforseta.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira