Fótbolti

Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni

Sindri Sverrisson skrifar
Tími Ander Herrera hjá Boca Juniors er orðinn að martröð.
Tími Ander Herrera hjá Boca Juniors er orðinn að martröð. Getty/Marcelo Endelli

Spænski fótboltamaðurinn Ander Herrera, sem stuðningsmenn Manchester United völdu leikmann ársins 2017, hefur upplifað algjöra martröð hjá argentínska stórliðinu Boca Juniors.

Hinn 35 ára gamli Herrera leyndi ekki vonbrigðum sínum þegar hann meiddist í leik við Newell's Old Boys um helgina.

Í stað þess að leggjast niður og bíða eftir aðhlynningu þá fór Herrera sjálfur beint af vellinum og mátti sjá hann grátandi á varamannabekknum, þar sem liðsfélagar hans reyndu að hughreysta hann.

Þetta var nefnilega í þriðja sinn sem Herrera meiðist á þeim skamma tíma sem hann hefur verið hjá Boca Juniors, eftir komuna í janúar.

Gríðarlega orkan og ósérhlífnin sem heillaði stuðningsmenn United hefur því engan veginn nýst Boca Juniors og í grein Bein Sports er Herrera lýst sem verstu kaupum í sögu félagsins.

Herrera kom til Boca Juniors eftir þriggja ára dvöl hjá Athletic Bilbao en var áður hjá PSG eftir að hafa spilað með United á árunum 2014-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×