Fótbolti

„Vilja allir spila fyrir Man United“

Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, segir að það verði ekkert mál fyrir félagið að sannfæra leikmenn um að ganga í raðir þess þrátt fyrir versta árangur félagsins í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Fyrsta deildar­tap PSG

París Saint-Germain mátti þola 3-1 tap á heimavelli gegn Nice í efstu deild franska fótboltans. Liðið mætir Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn kemur.

Fótbolti

Þýskt Ís­lendingalið gjald­þrota

Þýska knattspyrnufélagið KFC Uerdingen, sem hét Bayer Uerdingen þegar það var í hópi bestu liða Þýskalands, hefur óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

Fótbolti

Kidd kominn í eig­enda­hóp Ever­ton

Það virðist í tísku fyrir menn tengda NBA-deildinni í körfubolta að fjárfesta í enskum knattspyrnuliðum. Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, er nýjasti til að stökkva á þessa tískubylgju.

Enski boltinn

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“

„Þetta var frábær leikur hjá Þrótturum. Sérstaklega hvernig Óli leggur þennan leik upp, hann var alveg búinn að vinna sína heimavinnu,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, þegar farið var yfir stórleik 2. umferðar Bestu deildar kvenna.

Íslenski boltinn

Ó­sáttur Ólafur á förum

Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, er á förum frá félaginu. Um er að kenna ósætti hans við að vera tekinn út úr byrjunarliði þess samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. Ólafur hafi óskað eftir því að leita á önnur mið og sú beiðni samþykkt.

Íslenski boltinn

Kol­beinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri

Kolbeinn Þórðarson og liðsfélagar í Gautaborg unnu frábæran 3-2 endurkomusigur á Norrköping í efstu deild sænsku knattspyrnunnar. Kolbeinn vildi þó að Arnór Ingvi Traustason hefði fengið rautt spjald fyrir ljóta tæklingu í sinn garð í fyrri hálfleik.

Fótbolti