„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 09:33 Bjarki Gunnlaugsson og Kormákur Geirharðsson rifja hér upp Domo ævinýrið og þeir gátu hlegið af þessu öllu saman næstum því tuttugu árum síðar. S2 Sport Þriðji þátturinn af A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, fjallaði um þegar þeir skiptu úr fótboltanum yfir í viðskiptalífið. Í þættinum var farið yfir nokkur viðskiptaævintýri Arnars og Bjarka og þar á meðal var veitinga- og skemmtistaðurinn Domo sem var í Þingholtsstræti þar sem Sushi Social er nú til húsa. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir á Sushi Social sem var áður Domo og í þeirra eigu.S2 Sport Bræðurnir opnuðu staðinn í lok nóvember árið 2006 en Arnar og Bjarki tóku ásamt Rósant Birgi höndum saman með þeim Kormáki Geirharðssyni og Skildi Sigurjónssyni sem áttu fyrir Ölstofuna. Arnar og Bjarki áttu áður Hverfisbarinn sem hafði gengið mjög vel. Svona Asian-Fusion fílingur „Hérna erum við á Sushi Social sem var Domo í gamla daga þegar við áttum Domo. Við fórum epíska ferð til London og stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London,“ sagði Arnar í þriðja þætti A&B. „Var það ekki Hakkasan, Nobu og svona Asian-Fusion fílingur,“ sagði Arnar. „Við fengum hugmyndir,“ sagði Bjarki. Klippa: „Við fórum epíska ferð til London“ „Domo er mín hugmynd. Þarna erum við búnir að selja Hverfisbarinn og maður var strax kominn í fráhvarfseinkenni frá því að vera ekki í bransanum,“ sagði Rósant Birgir, æskuvinur bræðranna. Tíðkaðist erlendis á þeim tíma „Við höfðum áður rekið skemmtistað sem hét Felix, með fram Hverfisbarnum. Þegar við tökum við þessu húsi þá var það tvær hæðir. Hugmyndin var að vera með veitingastað á efri hæðinni og skemmtistað á neðri hæðinni. Hafa svona flæði á milli sem tíðkaðist erlendis á þeim tíma,“ sagði Bjarki. „Þeir voru strax komnir með hugmyndir hvað ætti að vera þarna: Þetta verður að vera eins og Nobu í London, eitthvað svona Asian-Fusion og skemmtistaður niðri. Okkur vantaði einhverja með okkur og ég þekkti mjög vel eina bestu veitingamenn bæjarins, Kormák og Skjöld,“ sagði Rósant. „Ég véla þá inn í þetta líka og við búum þarna til fimm manna mjög öflugt teymi,“ sagði Rósant. „Skjöldur var búinn að eiga veitingastað og hann hafði farið á hausinn. Það var bara einhver fimmtíu þúsund kall sem hann skuldaði,“ sagði Kormákur Geirharðsson. „Af hverju sagðir þú það ekki strax,“ skaut Bjarki inn í hlæjandi. Miklir karakterar „Þetta voru frábærar persónur og karakterar miklir. Við vorum til í þetta strax frá fyrsta degi,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á Kormák og Bjarka segja meira af þessum ævintýrum þeirra með Domo. Vandamálið var að einn af þessum fimm stakk af þegar hann ætlaði að sjá um staðinn. „Ég átti að vera sá sem sæi nánast alfarið um þetta en svo gerist það bara rétt fyrir opnun að eiginkona mín fyrrverandi fær stöðu í Kaupmannahöfn í sérfræðingslæknisnámi. Ég þurfti þarna á velja á milli, hvort það væri Domo eða fjölskyldan,“ sagði Rósant. „Ég ákvað að fara með þeim til Kaupmannahafnar og ég skil þá nánast eftir fjóra í myrkrinu,“ sagði Rósant. „Það er enginn sterkari en veikasti hlekkurinn og það var f-g hann,“ sagði Kormákur. Hikstaði í þrjá mánuði á eftir „Ég veit það að ég hikstaði alla vega í þrjá mánuði þarna á eftir og stundum hiksta ég enn. Ég veit að þeir kunna mér litlar þakkir fyrir,“ sagði Rósant. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fjórði og síðasti þátturinn af A&B verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á morgun sunnudaginn 27. apríl. A&B Veitingastaðir Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Í þættinum var farið yfir nokkur viðskiptaævintýri Arnars og Bjarka og þar á meðal var veitinga- og skemmtistaðurinn Domo sem var í Þingholtsstræti þar sem Sushi Social er nú til húsa. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir á Sushi Social sem var áður Domo og í þeirra eigu.S2 Sport Bræðurnir opnuðu staðinn í lok nóvember árið 2006 en Arnar og Bjarki tóku ásamt Rósant Birgi höndum saman með þeim Kormáki Geirharðssyni og Skildi Sigurjónssyni sem áttu fyrir Ölstofuna. Arnar og Bjarki áttu áður Hverfisbarinn sem hafði gengið mjög vel. Svona Asian-Fusion fílingur „Hérna erum við á Sushi Social sem var Domo í gamla daga þegar við áttum Domo. Við fórum epíska ferð til London og stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London,“ sagði Arnar í þriðja þætti A&B. „Var það ekki Hakkasan, Nobu og svona Asian-Fusion fílingur,“ sagði Arnar. „Við fengum hugmyndir,“ sagði Bjarki. Klippa: „Við fórum epíska ferð til London“ „Domo er mín hugmynd. Þarna erum við búnir að selja Hverfisbarinn og maður var strax kominn í fráhvarfseinkenni frá því að vera ekki í bransanum,“ sagði Rósant Birgir, æskuvinur bræðranna. Tíðkaðist erlendis á þeim tíma „Við höfðum áður rekið skemmtistað sem hét Felix, með fram Hverfisbarnum. Þegar við tökum við þessu húsi þá var það tvær hæðir. Hugmyndin var að vera með veitingastað á efri hæðinni og skemmtistað á neðri hæðinni. Hafa svona flæði á milli sem tíðkaðist erlendis á þeim tíma,“ sagði Bjarki. „Þeir voru strax komnir með hugmyndir hvað ætti að vera þarna: Þetta verður að vera eins og Nobu í London, eitthvað svona Asian-Fusion og skemmtistaður niðri. Okkur vantaði einhverja með okkur og ég þekkti mjög vel eina bestu veitingamenn bæjarins, Kormák og Skjöld,“ sagði Rósant. „Ég véla þá inn í þetta líka og við búum þarna til fimm manna mjög öflugt teymi,“ sagði Rósant. „Skjöldur var búinn að eiga veitingastað og hann hafði farið á hausinn. Það var bara einhver fimmtíu þúsund kall sem hann skuldaði,“ sagði Kormákur Geirharðsson. „Af hverju sagðir þú það ekki strax,“ skaut Bjarki inn í hlæjandi. Miklir karakterar „Þetta voru frábærar persónur og karakterar miklir. Við vorum til í þetta strax frá fyrsta degi,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á Kormák og Bjarka segja meira af þessum ævintýrum þeirra með Domo. Vandamálið var að einn af þessum fimm stakk af þegar hann ætlaði að sjá um staðinn. „Ég átti að vera sá sem sæi nánast alfarið um þetta en svo gerist það bara rétt fyrir opnun að eiginkona mín fyrrverandi fær stöðu í Kaupmannahöfn í sérfræðingslæknisnámi. Ég þurfti þarna á velja á milli, hvort það væri Domo eða fjölskyldan,“ sagði Rósant. „Ég ákvað að fara með þeim til Kaupmannahafnar og ég skil þá nánast eftir fjóra í myrkrinu,“ sagði Rósant. „Það er enginn sterkari en veikasti hlekkurinn og það var f-g hann,“ sagði Kormákur. Hikstaði í þrjá mánuði á eftir „Ég veit það að ég hikstaði alla vega í þrjá mánuði þarna á eftir og stundum hiksta ég enn. Ég veit að þeir kunna mér litlar þakkir fyrir,“ sagði Rósant. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fjórði og síðasti þátturinn af A&B verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á morgun sunnudaginn 27. apríl.
A&B Veitingastaðir Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira