Fótbolti

Fót­bolta­fé­lagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og mat­væla­stofnun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Kryger, leikmaður Bryne, fékk lambið í fangið eftir að hafa verið valinn bestur á vellinum í 3-1 sigri Bryne á Haugesund.
Axel Kryger, leikmaður Bryne, fékk lambið í fangið eftir að hafa verið valinn bestur á vellinum í 3-1 sigri Bryne á Haugesund. Bryne FK

Norska úrvalsdeildarliðið Bryne verðlaunaði mann leiksins á dögunum með lifandi lambi en dýraverndarsinnar í Noregi voru alls ekki hrifnir.

Axel Kryger, leikmaður Bryne, fékk lambið í fangið eftir að hafa verið valinn bestur á vellinum í 3-1 sigri Bryne á Haugesund. Hann skoraði fyrsta mark leiksins eftir nokkrar mínútur.

Bryne hafði áður gefið manni leiksins fjóra bakka af eggjum en félagið er með það markmið að vekja athygli á mikilvægi landbúnaðar fyrir svæðið.

Nú fóru þeir einu skrefi lengra og voru að afhenta mann leiksins lifandi dýr.

Norska dýraeftirlitið ætlar að fara með málið lengra því auk þess að gagnrýna þetta harðlega í fjölmiðlum þá ætlar dýraeftilitið að senda málið inn á borð hjá matvælaöryggisstofnun Noregs. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið.

Dýraeftirlitsmenn er mjög hneykslaðir og telja að þetta sé hreint og klárt brot á reglum um velferð dýra.

Forráðamenn Bryne hafa varið uppátækið sitt í fjölmiðlum og segja að það hafi aðeins verið hugsað sem táknmynd fyrir gildi héraðsins og hversu umhugað fólki á svæðinu sé um velferð dýra.

Það fylgir líka sögunni að leikmaðurinn fékk ekki að taka lambið heim og skella því á grillið.

Bóndinn sem átti lambið var líka á staðnum og það fór síðan aftur heim með honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×