Sport

Á­tján ára skíðakona lést á æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margot Simond var aðeins átján ára gömul og hafði orðið franskur unglingameistari í síðasta mánuði.
Margot Simond var aðeins átján ára gömul og hafði orðið franskur unglingameistari í síðasta mánuði. ffs.fr

Franska skíðakonan Margot Simond er látin eftir slys á æfingu í frönsku Ölpunum.

Simond var aðeins átján ára gömul og þótti mjög efnileg skíðakona.

Hún var við æfingar í Val d'Isère að undirbúa sig fyrir Red Bull Alpine Park viðburð. Honum var aflýst eftir þetta hryllilega óhapp.

Slysið varð rétt fyrir klukkan eitt um daginn þegar Simond missti stjórn á sér í Envers de Bellevarde brekkunni.

Simond féll illa og viðbragðsaðilum tókst ekki að bjarga lífi hennar.

Saksóknari í Alberville hefur þegar hafið rannsókn á slysinu.

Simond var í Les Saisise skíðaklúbbnum og var franskur unglingameistari hjá átján ára og yngri síðan í mars. Hún hafði keppt á móti á Evrópumótaröðinni og keppti á HM unglinga í Tarvisio.

Þetta er önnur unga skíðakonan sem lést í slysi á þessu á tímabili hin nítján ára gamla ítalska skíðakona Matilde Lorenzi lést í október síðastliðnum eftir slys á æfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×