Handbolti

Andri Már magnaður í naumu tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Már átti frábæran leik.
Andri Már átti frábæran leik. Getty/Jan Woitas

Andri Már Rúnarsson átti frábæran leik þegar Leipzig mátti þola eins marks tap gegn Rhein Neckar-Löwen í efstu deild þýska handboltans. Þá kom Janus Daði Smárason með beinum hætti að tveimur mörkum í tapi Pick Szeged gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu.

Andri Már var markahæstur í liði Leipzig með níu mörk, ásamt því að skora þrjár stoðsendingar. Raunar var enginn markahærri á vellinum en Jon Andersen skoraði einnig níu mörk fyrir Löwen sem unnu leikinn eins naumt og mögulegt var, lokatölur 35-34.

Eftir tapið eru lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig í 14. sæti með 17 stig að loknum 27 leikjum.

Janus Daði og félagar í Pick Szeged máttu þola þriggja marka tap í Katalóníu, lokatölur 27-24. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu. Um var að ræða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×