Handbolti

Aron tryggði Veszprém jafn­tefli í Magdeburg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már Elísson og Aron Pálmarsson stöðva Ómar Inga Magnússon.
Bjarki Már Elísson og Aron Pálmarsson stöðva Ómar Inga Magnússon. getty/Andreas Gora

Fjórir íslenskir landsliðsmenn komu við sögu þegar Magdeburg og Veszprém gerðu jafntefli, 26-26, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld.

Veszprém var fjórum mörkum yfir um miðjan seinni hálfleik, 18-22, en Magdeburg kom til baka.

Ómar Ingi Magnússon kom Magdeburg yfir með marki úr vítakasti, 26-25, en Aron Pálmarsson jafnaði fyrir Veszprém, 26-26, með síðasta marki leiksins. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en allt kom fyrir ekki.

Ómar skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg en hin örvhenta skytta liðsins, Albin Lagergren, var markahæstur með átta mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk.

Aron skoraði fjögur mörk fyrir Veszprém og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins á eftir franska línumanninum Ludovic Fabregas sem skoraði níu mörk úr níu skotum. Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk.

Seinni leikur liðanna fer fram í Veszprém Arena fimmtudaginn 1. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×