Fótbolti

Hlynur Freyr tryggði Bromma­pojkarna stig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hlynur Freyr leikur með Brommapojkarna í Svíþjóð.
Hlynur Freyr leikur með Brommapojkarna í Svíþjóð. bpfotboll.se

Hlynur Freyr Karlsson skoraði eina mark sinna manna í Brommapojkarna þegar liðið náði í stig á útivelli gegn GAIS í efstu deildar sænska fótboltans.

Hlynur Freyr kom gestunum yfir um miðbik fyrri hálfleik eftir undirbúning Wilmer Odefalk um miðbik fyrri hálfleiks. Reyndist það eina markið áður en flautað var til hálfleiks.

Í þeim síðari jafnaði GAIS hins vegar metin og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Hlynur Freyr og félagar í 8. sæti með sjö stig að loknum fimm umferðum.

Í Noregi skoraði Viðar Ari Jónsson sigurmark HamKam gegn Lorenskog í bikarkeppninni. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði þá í 6-1 útisigri Sarpsborg á Gamle Oslo. Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu svo  2-0 útisigur á Bjarg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×