Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Bæði svekktur en líka stoltur“

Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, segist vera bæði svekktur og stoltur eftir tap liðsins gegn Víking nú í kvöld. ÍBV varðist fimleg í fyrri hálfleik en fékk á sig mark snemma í seinni hálfleik og svo annað þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Maður þarf að skora til að vinna leiki“

„Bara vel. Þetta er búið að vera jákvætt eftir Noregsleikinn, mikið af ljósum punktum og við verðum að byggja ofan á þetta,“ sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir aðspurð hvernig sér liði í viðtali við Stöð 2 og Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég tek þetta bara á mig“

Böðvar Böðvarsson tók ábyrgð á 2-1 tapi FH gegn Stjörnunni í kvöld. Fyrirliðinn átti slæma sendingu sem leiddi til annars marks Stjörnunnar, rétt eftir fyrra markið sem Böðvar efast um að hafi átt að standa, en hann trúir og treystir ákvörðun línuvarðarins með það.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum

Stjarnan tók á móti FH og fór með 2-1 sigur úr fyrstu umferð Bestu deildar karla. Stjörnumenn skoruðu tvö mörk með skömmu millibili um miðjan seinni hálfleik en annað þeirra hefði líklega ekki átt að standa. Eftir vel heppnaðar skiptingar minnkuðu FH-ingar muninn á lokamínútu venjulegs leiktíma, en tókst ekki að jafna í uppbótartímanum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

New­cast­le heldur á­fram að klífa töfluna

Newcastle United er komið í baráttuna um að enda meðal efstu fjögurra liða ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Leicester City. Refirnir frá Leicester geta hins vegar ekki neitt og eru svo gott sem fallnir.

Enski boltinn