Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta

Liam Roberts, markvörður enska B-deildarliðsins Millwall, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir brotið grófa á Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, í bikarleik liðanna um síðustu helgi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Í skýjunum með að hreppa Þór­dísi Hrönn

Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er gengin í raðir Víkings sem þar með verður sjöunda íslenska félagið sem hún spilar fyrir. Víkingar eru í skýjunum enda Þórdís reynslumikill og öflugur leikmaður sem unnið hefur titla með þremur þessara liða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu dauða­færi Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad

Orri Steinn Óskarsson átti heldur betur líflega innkomu í leik Real Sociedad og Manchester United sem í gærkvöld gerðu 1-1 jafntefli í fyrri hluta einvígis síns í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Helstu atvik úr leiknum má nú sjá á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer meiddist við að fagna marki

Það var ekki eintóm gleði hjá Bayern München í gær þrátt fyrir 3-0 sigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti