Enski boltinn

Fagnaðar­læti Púlara mældust á jarð­skjálfta­mælum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, Mohamed Salah, tekur sjálfu með stuðningsmönnum Liverpool eftir að hann skoraði gegn Tottenham.
Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, Mohamed Salah, tekur sjálfu með stuðningsmönnum Liverpool eftir að hann skoraði gegn Tottenham. getty/Carl Recine

Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu Englandsmeistaratitli liðsins um síðustu helgi af krafti. Svo miklum að jörð hristist.

Liverpool tryggði sér sinn tuttugasta Englandsmeistaratitil með 5-1 sigri á Tottenham á Anfield á sunnudaginn.

Stemmningin á Anfield var gríðarlega mikil og raunar svo mikil að fagnaðarlætin á vellinum mældust á jarðskjálftamælum.

Fagnaðarlætin eftir að Alexis Mac Allister kom Liverpool í 2-1 á 24. mínútu mældust til að mynda 1,74 á Ritcher samkvæmt rannsókn háskólans í Liverpool. Rannsóknin var unnin af þremur vísindamönnum við skólann í samstarfi við félagið.

Eftir að Mohamed Salah skoraði fyrir framan Kop-stúkuna á Anfield í seinni hálfleik mældust fagnaðarlæti Púlara 1,60 á Ritcher.

„Eldmóður stuðningsmannanna var bókstaflega nógu mikill til hreyfa jörð,“ sagði prófessorinn Ben Edwards um fagnaðarlætin.

Rúmlega sextíu þúsund manns voru á leiknum á sunnudaginn og sáu Liverpool vinna enska meistaratitilinn í annað sinn á fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×