„Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. apríl 2025 20:05 Móeiður Sif er einhleypan á Vísi þessa vikuna. Móeiður Sif Skúladóttir, betur þekkt sem Móa, er 37 ára Keflavíkurmær sem starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Móa vakti athygli þegar hún keppti fyrir hönd Keflavíkur í Ungfrú Ísland í byrjun apríl og sló þar sögulegt met sem elsti keppandi keppninnar frá upphafi. Aðspurð segir Móa draumastefnumótið vera fjallgöngu eða ferðalag um Ísland í góðu veðri: „Ég er algjör náttúruperri.“ Hér að neðan svarar Moéiður Sif spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? 37 ára, fædd 1988. Starf? Flugfreyja hjá Icelandair. View this post on Instagram A post shared by Móeiður Sif Skúladóttir 🇮🇸 (@moasif_s) Menntun? Einkaþjálfari hjá ÍAK og grafísk hönnun. Áhugamál? Ræktin, ferðast innanlands og erlendis, skoða fallega náttúru, yoga, sund, gera video fyrir TikTok og fleira. Gælunafn eða hliðarsjálf? Kölluð Móa og mínar allra bestu kalla mig stundum Mómó, ekkert á bakvið það bara fyndið. Aldur í anda? 23 ish, allavega ekki 37 ára. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já stundum þegar ég er að útskýra eitthvað fyrir hunda-dóttur minni. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Sjálfstæð, samviskusöm og fyndin. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Sjálfstæð, dugleg og smá skrýtin. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Kemst í splitt, sjúklega stolt af því. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Fiðrildi eða tígrisdýr. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Aldrei aldrei aldrei gefast upp Ertu A eða B týpa? A-týpa, elska að vakna snemma og fara snemma í háttinn. Hvernig viltu eggin þín? Hjá mömmu sinni, ég er vegan. Hvernig viltu kaffið þitt? Með smá möndlumjólk. Guilty pleasure kvikmynd? Pocahantas, hún er mitt “spirit animal”. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Ég veit það ekki, það má endilega benda mér á það ef þið heyrið mig raula eitthvað bull. Hvað ertu að hámhorfa á? Elska allt true crime, síðast var það Monster season 2, Menendes Brothers. og er núna að bíða eftir season 3, Ed Gein. Annars hef ég ekki haft mikinn tíma fyrir sjónvarp undanfarið. Hvaða bók/bækur lastu síðast? Chakra healing e Sahar Huneidi Palmer og Daring greatly e Brené Brown. Syngur þú í sturtu? Nei en syng mikið í bílnum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Gera skattaskýrsluna mína. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Skoða fallega náttúru, bæði á Íslandi og erlendis, í góðu veðri. Ég er algjör náttúruperri. Síðan elska ég að sofa því það er oft ekki mikill tími til þess. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Amma mín Móa heitin, Aubrey Plaza og Patrekur Jamie, það væri svo skemmtilegt. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var “crazy in love” af Páli Óskari og Emillíönu Torrini. Kurt Cobain var líka i miklu uppáhaldi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, tilfinningagreind, samskiptafærni, að vera opin, og húmor. Húmor skiptir svo miklu máli finnst mér. En óheillandi? Mikilmennska, óheiðarleiki, rörsýni, fordómar, snobb og stjórnsemi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Fer mjög sjaldan út að skemmta mér, ég drekk ekki áfengi lengur, en ef það er eitthvað þá væri það út að borða í vinnustoppi eða á Brons í Keflavík. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? TikTok, nota það mest og Instagram. Ertu á stefnumótaforritum? Kíki þangað af og til en duga yfirleitt bara í nokkra daga þangað til ég hætti aftur. Mæli ekki með. Draumastefnumótið? Fjallganga eða roadtrip í bongó blíðu. Hvað er ást? Ást er góð tilfinning sem getur líka verið sársaukafull, þegar þú vilt einhverjum bara það besta og þú fyllist af þakklæti bara við það að hugsa um manneskjuna. Ertu með einhvern bucket lista? Er með markmiða lista en er búin að klára hann, fyrir utan að ná tuttugu upphífingum, annars þarf ég að skoða Ítalíu betur. Það væri gaman að heimsækja bróðir minn og fjölskyldu hans í Danmörku, fara til Bali að læra jóga-kennarann, byrja með hlaðvarp, skrifa bók og fleira. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi á svipuðum stað, þakklát og hamingjusöm með fólkið mitt, og hunda dóttur mína. En það væri ekkert leiðinlegt að vera búin að finna ástina. Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Ég gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót, held ég sé búin að lenda í öllu rugli sem hægt er. Einhleypan Ástin og lífið Ungfrú Ísland Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Fleiri fréttir „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Einhleypan: „No bullshit týpa“ Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Sjá meira
Aðspurð segir Móa draumastefnumótið vera fjallgöngu eða ferðalag um Ísland í góðu veðri: „Ég er algjör náttúruperri.“ Hér að neðan svarar Moéiður Sif spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? 37 ára, fædd 1988. Starf? Flugfreyja hjá Icelandair. View this post on Instagram A post shared by Móeiður Sif Skúladóttir 🇮🇸 (@moasif_s) Menntun? Einkaþjálfari hjá ÍAK og grafísk hönnun. Áhugamál? Ræktin, ferðast innanlands og erlendis, skoða fallega náttúru, yoga, sund, gera video fyrir TikTok og fleira. Gælunafn eða hliðarsjálf? Kölluð Móa og mínar allra bestu kalla mig stundum Mómó, ekkert á bakvið það bara fyndið. Aldur í anda? 23 ish, allavega ekki 37 ára. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já stundum þegar ég er að útskýra eitthvað fyrir hunda-dóttur minni. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Sjálfstæð, samviskusöm og fyndin. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Sjálfstæð, dugleg og smá skrýtin. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Kemst í splitt, sjúklega stolt af því. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Fiðrildi eða tígrisdýr. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Aldrei aldrei aldrei gefast upp Ertu A eða B týpa? A-týpa, elska að vakna snemma og fara snemma í háttinn. Hvernig viltu eggin þín? Hjá mömmu sinni, ég er vegan. Hvernig viltu kaffið þitt? Með smá möndlumjólk. Guilty pleasure kvikmynd? Pocahantas, hún er mitt “spirit animal”. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Ég veit það ekki, það má endilega benda mér á það ef þið heyrið mig raula eitthvað bull. Hvað ertu að hámhorfa á? Elska allt true crime, síðast var það Monster season 2, Menendes Brothers. og er núna að bíða eftir season 3, Ed Gein. Annars hef ég ekki haft mikinn tíma fyrir sjónvarp undanfarið. Hvaða bók/bækur lastu síðast? Chakra healing e Sahar Huneidi Palmer og Daring greatly e Brené Brown. Syngur þú í sturtu? Nei en syng mikið í bílnum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Gera skattaskýrsluna mína. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Skoða fallega náttúru, bæði á Íslandi og erlendis, í góðu veðri. Ég er algjör náttúruperri. Síðan elska ég að sofa því það er oft ekki mikill tími til þess. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Amma mín Móa heitin, Aubrey Plaza og Patrekur Jamie, það væri svo skemmtilegt. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var “crazy in love” af Páli Óskari og Emillíönu Torrini. Kurt Cobain var líka i miklu uppáhaldi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, tilfinningagreind, samskiptafærni, að vera opin, og húmor. Húmor skiptir svo miklu máli finnst mér. En óheillandi? Mikilmennska, óheiðarleiki, rörsýni, fordómar, snobb og stjórnsemi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Fer mjög sjaldan út að skemmta mér, ég drekk ekki áfengi lengur, en ef það er eitthvað þá væri það út að borða í vinnustoppi eða á Brons í Keflavík. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? TikTok, nota það mest og Instagram. Ertu á stefnumótaforritum? Kíki þangað af og til en duga yfirleitt bara í nokkra daga þangað til ég hætti aftur. Mæli ekki með. Draumastefnumótið? Fjallganga eða roadtrip í bongó blíðu. Hvað er ást? Ást er góð tilfinning sem getur líka verið sársaukafull, þegar þú vilt einhverjum bara það besta og þú fyllist af þakklæti bara við það að hugsa um manneskjuna. Ertu með einhvern bucket lista? Er með markmiða lista en er búin að klára hann, fyrir utan að ná tuttugu upphífingum, annars þarf ég að skoða Ítalíu betur. Það væri gaman að heimsækja bróðir minn og fjölskyldu hans í Danmörku, fara til Bali að læra jóga-kennarann, byrja með hlaðvarp, skrifa bók og fleira. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi á svipuðum stað, þakklát og hamingjusöm með fólkið mitt, og hunda dóttur mína. En það væri ekkert leiðinlegt að vera búin að finna ástina. Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Ég gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót, held ég sé búin að lenda í öllu rugli sem hægt er.
Einhleypan Ástin og lífið Ungfrú Ísland Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Fleiri fréttir „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Einhleypan: „No bullshit týpa“ Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Sjá meira