Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Hjörvar Ólafsson skrifar 19. apríl 2025 21:04 vísir/hulda margrét Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Haukar hófu leikinn betur en Valskonur áttu í erfiðleikum með að leysa pressuvörn heimakvenna. Það sem verra var fyrir Valskonur var að þær áttu eining í vandræðum með að leysa uppstillta vörn Hauka á hálfum velli. Tinna Guðrún Alexandersdóttir hóf leikinn mjög vel en hún var með þrjár þriggja stiga körfur í fyrsta leikluta og alls 11 stig í fyrsta fjórðungnum. Haukar juku forskot sitt jafnt og þétt í fyrsta leikhlutanu og þegar honum var lokið var staðan 27-13 Haukum í vil. Það var sama hvað þjálfarateymi Vals reyndi að leiðbeina leikmönnum við að leysa pressu Hauka á farsælli hátt. Áfram héldu vandræði gestanna við að bera upp boltann og þegar upp var staðið voru töpuðu boltarnir 14 í fyrri hálfleik. Eftir fyrri hálfleikinn var staðan 51-33 fyrir Hauka en Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Guðrún voru hvor um sig komnar með 15 stig þegar fyrri hálfleik lauk. Valskonur náðu ekki að velgja Haukum undir uggum í seinni hálfleik og munurinn hélst áfram í kringum 20 stig. Haukar fóru að lokum með 35 stiga sigur af hólmi og eru komnar 1-0 yfir í rimmu liðanna en hafa þarf betur í þremur leikjum til þess að komast í úrslitaeinvígið. Emil Barja var ánægður með Haukaliðið í kvöld. Vísir/Diego Emil Barja: Sex leikmenn sem skora meira en 10 stig „Samvinnan í liðinu, sérstaklega í sóknarleiknum var frábær. Það eru sex leikmenn að skora meira en 10 stig og það er mjög jákvætt. Pressan leit vel út en þetta mun ekki ganga svona vel út held ég út seríuna. Þær koma líklega með einhver svör við þessu“, sagði Emil Barja, þjálfari Hauka, sáttar eftir að leiknum lauk. „Það pirrar mig samt aftur á móti að þær vinna okkur í frákastabaráttunni. Við höfum þá bara eitthvað til þess að fara yfir og freista þess að laga í næsta leik. Það er nóg eftir af þessu einvígi og við megum ekki fara upp í skýin,“ sagði Emil enn fremur. „Eins og ég segi og mun impra á við mína leikmenn. Þetta er bara einn leikur og einn sigur. Við þurfum að halda áfram að spila af þessari ákefð og halda baráttunni út alla seríuna. Við þurfum að fínpússa ákveðna hluti líka til þess að koma okkur í úrslitin sem er klárlega stefnan,“ sagði hann um framhaldið. Atvik leiksins Tvær sóknir í röð rann skotklukkan út í sóknum Vals sem var til marks um að það bæði hversu öflug og þétt vörn Hauka var sem og sóknin var ráðleysislegt hjá Val. Stjörnur og skúrkar Tinna Guðrún og Þóra Kristín voru stórkostlegar í þessum leik en í raun var það liðsvörnin sem var lykillinn að þessum sannfærandi sigri Hauka í þessum leik. Sólrún Inga Gísladóttir kom síðan með sterka innkomu af varamannbekknum en hún setti niður fjögur af sex þriggja stiga skotum sínum og 14 stig alls þegar upp var staðið. Dómarar leiksins Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson og Aron Rúnarsson dæmdu leikinn vel og voru vart sjáanlegir í leiknum. Það eru dómarar að mínu skapi og af þeim sökum fá þeir átta í einkunn og geta þeir haldið glaðir inn í páskadaginn eftir vel unnin störf. Stemming og umgjörð Stuðningsmenn Hauka voru í miklu stuði og léttu vel í sér heyra. Það aðstoðaði við að halda ákefðinni í varnarleikum og flæðinu í gegnum sóknarleikinn að heyra hvatningarópin úr stúkunni. Bónus-deild kvenna Haukar Valur
Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Haukar hófu leikinn betur en Valskonur áttu í erfiðleikum með að leysa pressuvörn heimakvenna. Það sem verra var fyrir Valskonur var að þær áttu eining í vandræðum með að leysa uppstillta vörn Hauka á hálfum velli. Tinna Guðrún Alexandersdóttir hóf leikinn mjög vel en hún var með þrjár þriggja stiga körfur í fyrsta leikluta og alls 11 stig í fyrsta fjórðungnum. Haukar juku forskot sitt jafnt og þétt í fyrsta leikhlutanu og þegar honum var lokið var staðan 27-13 Haukum í vil. Það var sama hvað þjálfarateymi Vals reyndi að leiðbeina leikmönnum við að leysa pressu Hauka á farsælli hátt. Áfram héldu vandræði gestanna við að bera upp boltann og þegar upp var staðið voru töpuðu boltarnir 14 í fyrri hálfleik. Eftir fyrri hálfleikinn var staðan 51-33 fyrir Hauka en Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Guðrún voru hvor um sig komnar með 15 stig þegar fyrri hálfleik lauk. Valskonur náðu ekki að velgja Haukum undir uggum í seinni hálfleik og munurinn hélst áfram í kringum 20 stig. Haukar fóru að lokum með 35 stiga sigur af hólmi og eru komnar 1-0 yfir í rimmu liðanna en hafa þarf betur í þremur leikjum til þess að komast í úrslitaeinvígið. Emil Barja var ánægður með Haukaliðið í kvöld. Vísir/Diego Emil Barja: Sex leikmenn sem skora meira en 10 stig „Samvinnan í liðinu, sérstaklega í sóknarleiknum var frábær. Það eru sex leikmenn að skora meira en 10 stig og það er mjög jákvætt. Pressan leit vel út en þetta mun ekki ganga svona vel út held ég út seríuna. Þær koma líklega með einhver svör við þessu“, sagði Emil Barja, þjálfari Hauka, sáttar eftir að leiknum lauk. „Það pirrar mig samt aftur á móti að þær vinna okkur í frákastabaráttunni. Við höfum þá bara eitthvað til þess að fara yfir og freista þess að laga í næsta leik. Það er nóg eftir af þessu einvígi og við megum ekki fara upp í skýin,“ sagði Emil enn fremur. „Eins og ég segi og mun impra á við mína leikmenn. Þetta er bara einn leikur og einn sigur. Við þurfum að halda áfram að spila af þessari ákefð og halda baráttunni út alla seríuna. Við þurfum að fínpússa ákveðna hluti líka til þess að koma okkur í úrslitin sem er klárlega stefnan,“ sagði hann um framhaldið. Atvik leiksins Tvær sóknir í röð rann skotklukkan út í sóknum Vals sem var til marks um að það bæði hversu öflug og þétt vörn Hauka var sem og sóknin var ráðleysislegt hjá Val. Stjörnur og skúrkar Tinna Guðrún og Þóra Kristín voru stórkostlegar í þessum leik en í raun var það liðsvörnin sem var lykillinn að þessum sannfærandi sigri Hauka í þessum leik. Sólrún Inga Gísladóttir kom síðan með sterka innkomu af varamannbekknum en hún setti niður fjögur af sex þriggja stiga skotum sínum og 14 stig alls þegar upp var staðið. Dómarar leiksins Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson og Aron Rúnarsson dæmdu leikinn vel og voru vart sjáanlegir í leiknum. Það eru dómarar að mínu skapi og af þeim sökum fá þeir átta í einkunn og geta þeir haldið glaðir inn í páskadaginn eftir vel unnin störf. Stemming og umgjörð Stuðningsmenn Hauka voru í miklu stuði og léttu vel í sér heyra. Það aðstoðaði við að halda ákefðinni í varnarleikum og flæðinu í gegnum sóknarleikinn að heyra hvatningarópin úr stúkunni.