Valur

Fréttamynd

Upp­gjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögu­legum leik

Valur vann Aþenu 63-61 eftir æsispennandi leik í fimmtándu umferð Bónus deildar kvenna. Aþenukonur grófu sér djúpa holu í upphafi en virtust ætla að stela sigrinum undir lokin. Svo varð ekki og Guðbjörg Sverrisdóttir endaði á því að skora síðustu stigin, í leiknum sem gerði hana að leikjahæsta leikmanni í sögu úrvalsdeildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar og Valur sluppu við að mætast

Nú er orðið ljóst hverjir mótherjar Vals og Hauka verða í 8-liða úrslitum EHF-keppni kvenna í handbolta. Þau drógust ekki saman og ef íslensku liðin komast áfram þá mætast þau ekki heldur í undanúrslitunum.

Handbolti
Fréttamynd

Risa Evrópu­leikur á Hlíðar­enda: „Tökum Spán­verjana á taugum með fullu húsi“

Vals­konur geta með sigri á heima­velli í dag gegn spænska liðinu Malaga tryggt sér sæti í átta liða úr­slitum Evrópu­bikar­keppninnar í hand­bolta. Um seinni leik liðanna er að ræða, þeim fyrri lauk með jafn­tefli úti á Spáni. Boðið verður upp á al­vöru Evrópu­stemningu á Hlíðar­enda. Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima lauk á dögunum en hvergi betra en að svara því á heimavelli í Evrópukeppni. 

Handbolti
Fréttamynd

„Notum kvöldið í að sleikja sárin“

Valur tapaði gegn Haukum á útivelli 28-23. Þetta var fyrsta tap Vals á tímabilinu og Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var ekki ánægður með spilamennsku liðsins.

Sport
Fréttamynd

Hin efni­lega Arn­fríður Auður í raðir Vals

Ungstirnið Arnfríður Auður Arnarsdóttir er gengin í raðir bikarmeistara Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hún er fædd árið 2008 og kemur frá Gróttu þar sem hún hefur leikið til þessa. Valur greindi frá á samfélagsmiðlum sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Vonandi eitt­hvað til að byggja á í Evrópuleiknum“

„Ég er mjög ánægður, fannst við spila mjög vel og sérstaklega í seinni hálfleik. Vorum mjög sannfærandi og vinnum í raun bara nokkuð sannfærandi,“ sagði stoltur og sáttur Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir 31-28 sigur sinna kvenna í toppslag Olís deildarinnar gegn Fram. Eftir tvo leiki á fimm dögum í upphafi árs flýgur liðið svo til Spánar í nótt.

Handbolti
Fréttamynd

Nýtt ár en á­fram vinna Valskonur

Valskonur unnu alla sína leiki árið 2024 og byrja nýja árið með sama hætti en þær unnu 34-20 stórsigur á Selfossi í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Fram er næst á eftir Val, eftir 31-22 sigur gegn Gróttu á sama tíma.

Handbolti
Fréttamynd

Brazell ráðinn til Vals

Knattspyrnudeild Vals hefur ráðið Christopher Brazell sem þjálfara 2. Flokks karla hjá félaginu ásamt því að hann mun sinna sérstöku afreksstarfi í elstu flokkum félagsins, bæði í karla og kvennaflokki.

Íslenski boltinn