Fótbolti

Sjö úr U19 ára landsliðinu valdir í U21 árs liðið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, er einn þeirra sem kemur úr U19 ára landsliðinu.
Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, er einn þeirra sem kemur úr U19 ára landsliðinu. Seb Daly - Sportsfile/UEFA via Getty Images

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið þá 26 leikmenn sem munu taka þátt í komandi verkefni liðsins.

Leikmennirnir mæta Finnum í æfingaleik í Finnlandi þann 7. september næstkomandi áður en liðið tekur á móti Tékkum á Víkingsvelli þriðjudaginn 12. september í forkeppni EM 2025.

Í hópnum eru sjö leikmenn sem léku með U19 ára landsliði Íslands á lokamóti EM í sumar. Það eru þeir Lúkas J. Blöndal Petersson, Logi Hrafn Róbertsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Eggert Aron Guðmundsson, Guðmundur Baldvin Nökkvason, Hilmir Rafn Mikaelsson og Hlynur Freyr Karlsson. Hópinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×