Fótbolti

„Hefðum átt að nýta kantana betur“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Bjarni Guðjón Brynjólfsson var öflugur inni á miðsvæðinu. 
Bjarni Guðjón Brynjólfsson var öflugur inni á miðsvæðinu.  Vísir/Hulda Margrét

Bjarni Guðjón Brynjólfsson átti góðan leik inni á miðsvæðinu hjá U-19 ára landsliðinu í fótbolta karla þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Grikkland í lokaumferð riðlakeppninnar í lokakeppni Evrópumótsins á Möltu í kvöld. 

„Við vorum fínir í þessum leik en hefðum hins vegar getað skapað fleiri færi. Ég er sáttur við spilamennskuna fyrir utan það að við náðum ekki að skora,“ sagði Bjarni Guðjón eftir leikinn. 

„Varnarleikurinn var góður allan leikinn en við áttum að gera betur í sóknarleiknum. Við fengum okkar bestu færi eftir fyrirgjafir og við hefðum átt að nota kantana betur. Herja á þá af vængjunum og ná fleiri krossum,“ sagði Þórsarinn.  

„Það var mjög gaman að taka þátt í þessu móti og ég tek mjög margt með mér úr þessum móti. Bæði reynslu af fótboltavellinum að spila við svona sterka andstæðinga og svo eignaðist ég góða vini hérna,“ sagði hann um upplifun sína af Evrópumótinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×