Fótbolti

Ísak Bergmann hefur mögulega spilað sinn síðasta leik fyrir FCK

Jón Már Ferro skrifar
Ísak Bergmann mun að öllum líkindum ekki spila fleiri leiki fyrir FC Kaupmannahöfn.
Ísak Bergmann mun að öllum líkindum ekki spila fleiri leiki fyrir FC Kaupmannahöfn. Vísir/Vilhelm

Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir FC Kaupmannahöfn. Á dögunum gagnrýndi hann félagið opinberlega en það hefur ekki farið vel í stjórnarmenn danska stórveldisins.

Ísak telur að hann hafi fengið ósanngjarna meðferð og hafi ekki spilað nóg á tímabilinu. Jafnframt segist hann hafa lagt sig fram fyrir liðið og gert allt sem til væri ætlast af honum. 

Hinn tvítugi Akurnesingur hefur einungis spilað sex leiki á þessu tímabili í öllum keppnum. Ísak var ónotaður varamaður í leik Íslands við Slóvakíu en kom inn á sem varamaður á 75. mínútu gegn Portúgal á dögunum.

Hæfileikar Ísaks eru óumdeildir. Þrátt fyrir það er mikilvægt fyrir hann að komast í félag þar sem hann spilar meira. Ekki síst fyrir framtíð sína í íslenska landsliðinu. Hann hefur spilað 19 A-landsleiki og skorað þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×