Sjáðu Gylfa í fótbolta í fyrsta sinn í tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2023 13:34 Gylfi Þór Sigurðsson virðist svo sannarlega ekki hættur að spila fótbolta. VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu Vals á Hlíðarenda í dag en hann vinnur nú að því að snúa aftur í fótbolta eftir að hafa síðast spilað leik í maí 2021. Ekki hefur sést til Gylfa með bolta á tánum frá því að hann var handtekinn sumarið 2021 vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi í Englandi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Hér að neðan má sjá Gylfa á æfingu Vals í dag en hann veitti ekki viðtöl að æfingunni lokinni. Óljóst er hvort til greina komi hjá honum að semja við Val og spila fyrir félagið. Klippa: Gylfi Sig á æfingu með Val Fari svo að Gylfi ákveði að spila fótbolta spila hér á landi þarf hann að öllum líkindum að bíða þar til að opnað verður fyrir félagaskipti en stutt er í að glugginn opnist, 18. júlí. Aðeins í sérstökum undantekningartilfellum er veitt undanþága til að leikmenn fái félagaskipti utan félagaskiptaglugga. Gylfi hefur verið orðaður við bandaríska félagið D.C. United sem leikur undir stjórn fyrrverandi liðsfélaga Gylfa, Wayne Rooney. Þeir léku saman hjá Everton fyrstu leiktíð Gylfa í bláa búningnum en Gylfi var samningsbundinn félaginu í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út í fyrrasumar. Gylfi hvorki spilaði né æfði með Everton síðasta ár samningstímans. Gylfi, sem er 33 ára gamall, hefur spilað 78 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. Nýi landsliðsþjálfarinn, Åge Hareide, segir dyrnar í landsliðið standa galopnar fyrir Gylfa fari svo að hann snúi aftur í fótboltann eins og nú er allt útlit fyrir að hann geri. Besta deild karla Valur Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Ekki hefur sést til Gylfa með bolta á tánum frá því að hann var handtekinn sumarið 2021 vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi í Englandi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Hér að neðan má sjá Gylfa á æfingu Vals í dag en hann veitti ekki viðtöl að æfingunni lokinni. Óljóst er hvort til greina komi hjá honum að semja við Val og spila fyrir félagið. Klippa: Gylfi Sig á æfingu með Val Fari svo að Gylfi ákveði að spila fótbolta spila hér á landi þarf hann að öllum líkindum að bíða þar til að opnað verður fyrir félagaskipti en stutt er í að glugginn opnist, 18. júlí. Aðeins í sérstökum undantekningartilfellum er veitt undanþága til að leikmenn fái félagaskipti utan félagaskiptaglugga. Gylfi hefur verið orðaður við bandaríska félagið D.C. United sem leikur undir stjórn fyrrverandi liðsfélaga Gylfa, Wayne Rooney. Þeir léku saman hjá Everton fyrstu leiktíð Gylfa í bláa búningnum en Gylfi var samningsbundinn félaginu í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út í fyrrasumar. Gylfi hvorki spilaði né æfði með Everton síðasta ár samningstímans. Gylfi, sem er 33 ára gamall, hefur spilað 78 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. Nýi landsliðsþjálfarinn, Åge Hareide, segir dyrnar í landsliðið standa galopnar fyrir Gylfa fari svo að hann snúi aftur í fótboltann eins og nú er allt útlit fyrir að hann geri.
Besta deild karla Valur Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43