Fótbolti

Åge á­nægður með nýjustu tíðindi af Gylfa: „Mun fylgjast vel með honum“

Aron Guðmundsson skrifar
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands er spenntur fyrir verðandi félagsskiptum Gylfa Þórs
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands er spenntur fyrir verðandi félagsskiptum Gylfa Þórs Vísir/Getty

Åge Hareide, lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu, sat fyrir svörum á blaða­manna­fundi í dag fyrir komandi verk­efni liðsins í undan­keppni EM 2024. Þar var hann meðal annars spurður út í Gylfa Þór Sigurðs­son.

Åge er á­nægður með að nú virðist ætla stefna í að Gylfi Þór snúi aftur í at­vinnu­mennsku en búist er við því að hann skrifi undir eins árs samning við danska úr­vals­deildar­fé­lagið Lyng­by í dag.

Norð­maðurinn segist munu fylgjast náið með þróuninni hjá Gylfa næstu mánuðina.

„Hann mun þurfa tíma,“ sagði Åge á blaða­manna­fundi um þróunina hjá Gylfa. „Ég veit að hann hefur verið að glíma við smá­vægi­leg meiðsli. En hann byrjar að spila reglu­lega fyrir Lyng­by þa mun ég fylgjast vel með honum.

Åge er á­nægður með þetta verðandi skref Gylfa.

„Ég er mjög á­nægður með þessi skipti. Hjá Lyng­by mun hann spila undir stjórn góðs þjálfara, Freys Alexanders­sonar. Hæfi­leikar Gylfa inn á knatt­spyrnu­vellinum eru ótvíræðir ég mun fylgjast náið með honum.“

Freyr Alexandersson, þjálfari LyngbyVísir/Getty

Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við enska úr­vals­deildar­fé­lagið E­ver­ton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fót­bolta­leik síðan í maí 2021 en hann var hand­tekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ó­lög­ráða ein­stak­lingi.

Í apríl síðast­liðnum lýsti lög­reglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunar­gögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum sak­sóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála.

Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Nordsjælland á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×