Fótbolti

„Tvö mörk tekin af okkur í þessum leik“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Hlynur Freyr Karlsson var í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu í kvöld. 
Hlynur Freyr Karlsson var í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu í kvöld.  Vísir/Hulda Margrét

Hlynur Freyr Karlsson, fyrirliði íslenska U-19 ára landsliðsins í fótbolta karla, var óánægður með að tvö mörk hefðu verið tekin af íslenska liðinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Grikkland í lokaumferð í riðlakeppni Evrópumótsins á Möltu í kvöld. 

„Það eru gríðarleg vonbrigði að hafa ekki náð að skora í þessum leik þar sem við lágum á þeim stóran hluta af leiknum. Það voru tvö mörk tekin af okkur og á eftir að sjá það aftur en það virkuðu ekki réttar ákvarðanir þegar það gerðist,“ sagði Hlynur Freyr. 

„Ég er gríðarlega stoltur af liðinu og mér fannst við spila mjög vel heilt yfir á mótinu. Að mínu mati áttum við meira skilið, sérstaklega úr leiknum á móti Noregi. 

Það er mjög margt sem við tökum með okkur í reynslubankann úr þessu móti. Við lærðum mikið og munum koma reynslunni ríkari inn í næstu verkefni með landsliðinu,“ sagði varnarmaðurinn um mótið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×