NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Raja Bell settur í bann

Bakvörðurinn Raja Bell verður ekki með liði Phoenix sem tekur á móti Miami Heat í NBA í kvöld eftir að hann var settur í eins leiks bann í kvöld fyrir að sparka í nýliðann Andrea Bargnani hjá Toronto í leik liðanna á miðvikudag. Það ætti þó ekki að koma að sök fyrir Phoenix gegn Miami í kvöld, því gestirnir verða líka mjög undirmannaðir.

Körfubolti
Fréttamynd

Risaslagur í beinni á Sýn í kvöld

Það verður sannkallaður risaslagur í beinni útsendingu Sýnar klukkan 1 í nótt þegar erkifjendurnir San Antonio Spurs og Dallas Mavericks eigast við í NBA deildinni. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur og hvort lið hefur sigrað einu sinni. Þau áttust líka við í undanúrslitum Vesturdeildar síðasta vor þar sem Dallas hafði betur í sjö leikjum í einni bestu seríu úrslitakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Aftur vinnur Dallas 12 í röð

Dallas Mavericks vann í nótt sinn 12. leik í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Indiana á heimavelli 100-91. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Dallas vinnur 12 leiki í röð, sem er einstakur árangur á aðeins tveimur mánuðum. Liðið sækir San Antonio heim í nótt klukkan 1 í beinni á Sýn.

Körfubolti
Fréttamynd

Baráttan um Texas í beinni á Sýn annað kvöld

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar annað kvöld þegar San Antonio tekur á móti Dallas Mavericks í NBA deildinni. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti, en þarna eru á ferðinni tvö af sterkustu liðum deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Undirmannað lið Miami steinlá á heimavelli

Meistarar Miami Heat eiga mjög erfitt verkefni fyrir höndum á næstu vikum eftir að liðið tapaði enn einum leiknum í nótt, að þessu sinni gegn LA Clippers á heimavelli 110-95. Liðið var án fimm fastamanna og þjálfarans Pat Riley sem þarf að gangast undir aðgerð á hné og mjöðm.

Körfubolti
Fréttamynd

Arenas kláraði Milwaukee

Gilbert Arenas lét ekki axlarmeiðsli hafa áhrif á sig í nótt þegar hann skoraði ótrúlega sigurkörfu Washington Wizards í 108-105 sigri liðsins á Milwaukee. Arenas fékk boltann þegar sex sekúndur lifðu leiks og skoraði sigurkörfuna nokkrum metrum fyrir utan þriggja stiga línuna.

Körfubolti
Fréttamynd

Walker og Posey verða ekki með Miami í nótt

Pat Riley, þjálfari Miami Heat, tilkynnti á blaðamannafundi í beinni útsendingu á NBA TV nú í kvöld að hann yrði ekki með liðinu um óákveðinn tíma vegna aðgerða sem hann þarf að gangast undir á hné og mjöðm. Þetta voru ekki einu tíðindin sem Riley tilkynnti á fundinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Minnesota - San Antonio í beinni í kvöld

Sjónvarpsleikur kvöldsins á NBA TV rásinni á Fjölvarpinu er viðureign Minnesota Timberwolves og San Antonio Spurs. Þar eigast við tveir af bestu framherjum deildarinnar síðustu ár, þeir Kevin Garnett og Tim Duncan og hefst leikurinn klukkan 1 eftir miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Riley ætlar að taka sér frí frá þjálfun

Pat Riley, þjálfari NBA meistara Miami Heat, þarf að taka sér frí frá þjálfun um óákveðinn tíma til að gangast undir aðgerð á hné og á mjöðm. Chicago Tribune greindi frá þessu í dag. Ron Rothstein aðstoðarþjálfari liðsins mun taka við stjórn liðsins á meðan Riley nær sér, en liðið er nú að fara í sex leikja keppnisferð um vesturströndina.

Körfubolti
Fréttamynd

Iverson sendur í bað

Allen Iverson náði sér aldrei á strik í fyrsta leik sínum gegn sínum gömlu félögum í Philadelphia í nótt þegar Denver lá heima fyrir botnliðinu 108-97. Iverson skoraði 30 stig og gaf 9 stoðsendingar, en hitti illa, tapaði 7 boltum og var sendur í bað í lokin fyrir að brúka munn við dómara.

Körfubolti
Fréttamynd

D´Antoni og Jordan þjálfarar mánaðarins

Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns og Eddie Jordan, þjálfari Washington Wizards, voru í dag útnefndir þjálfarar mánaðarins í Vestur- og Austudeildinni í NBA. Phoenix vann 13 leiki og tapaði aðeins 2, en Washington vann 12 og tapaði 3 í desember.

Körfubolti
Fréttamynd

Iverson mætir sínum gömlu félögum í nótt

Skorarinn mikli Allen Iverson sem nýlega gekk í raðir Denver Nuggets í NBA deildinni, mætir í kvöld sínum gömlu félögum í Philadelphia 76ers. Þetta verður eini leikur Iverson gegn Philadelphia í ár þar sem liðin spiluðu fyrri leik sinn á tímabilinu í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórleikur í beinni á NBA TV í nótt

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá NBA TV sjónvarpsstöðvarinnar á Fjölvarpinu í nótt þegar Chicago Bulls tekur á móti Phoenix Suns. Leikurinn hefst klukkan 1:30 að íslenskum tíma og þar má fastlega reikna með fjörugum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

O´Neal að ná sér

Miðherjinn Shaquille O´Neal hefur nú sett stefnuna á að spila sinn fyrsta leik eftir hnéuppskurð þann 15. janúar þegar meistarar Miami sækja LA Lakers heim í síðasta leiknum af sex leikja keppnisferðalagi um vesturströndina. O´Neal hefur aðeins spilað fjóra leiki á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Garnett fagnaði gamla boltanum með stórleik

Tveir leikir fóru fram í deildarkeppninni í NBA í nótt þar sem gamli leðurboltinn var tekinn formlega í notkun á ný. Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves var einn þeirra sem gagnrýndu boltann sem notaður var í fyrsta sinn í haust og hann hélt upp á endurkomu gamla boltans með góðum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Línur að skýrast í NBA

Þrjú efstu lið NBA-deildarinnar; Dallas, San Antonio og Pheonix, unnu öll góða sigra í leikjum sínum í nótt. Þegar tímabilið er nú tæplega hálfnað eru línur teknar að skýrast og er ljóst að Vesturdeildin er mun sterkari en Austurdeildin.

Körfubolti
Fréttamynd

Jordan skilinn við eiginkonu sína

Michael Jordan, besti körfuboltamaður sem uppi hefur verið, er skilin við eiginkonu sína til 17 ára, Juanitu. Í sameiginlegri tilkynningu frá lögmönnum þeirra segir að skilnaðurinn fari fram í mestu vinsemd.

Körfubolti
Fréttamynd

58 stig Kobe dugðu ekki til

Kobe Bryant átti stórleik og skoraði alls 58 stig fyrir LA Lakers í leik liðsins gegn Charlotte í NBA-deildinni í nótt. Frammistaðan var hins vegar ekki nóg til að skila Lakers sigri því að Charlotte sigraði eftir þrjár framlengingar, 133-124.

Körfubolti
Fréttamynd

Fratello rekinn frá Memphis

Mike Fratello var á fimmtudag rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta. Það var gamla kempan Jerry West, núverandi forseti Memphis, sem lét Fratello fjúka.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas vann stórleik næturinnar

Dallas hafði betur gegn Pheonix í uppgjöri tveggja heitustu liða NBA-deildarinnar í nótt, 101-99, í æsispennandi og skemmtilegum leik. Dirk Nowitzki skoraði sigurkörfuna rúmri sekúndu fyrir leikslok en Dallas hefur nú unnið átta leiki í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Ming hefur fengið flest atkvæði

Yao Ming hjá Houston og LeBron James hjá Cleveland hafa fengið langflest atkvæði fyrir hinn árlega stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta sem fram fer í febrúar. Það eru áhorfendur og áhugamenn um NBA út um alla veröld sem sjá um að velja byrjunarliðin í leiknum með því að senda sitt atkvæði með einföldu sms-skilaboði.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade ómeiddur en Riley æfur

Dwayne Wade, stjörnuleikmaður Miami í NBA-deildinni í körfubolta, er ekki alvarlega meiddur á hendi eftir að hafa lent í samstuði við Kirk Hinrich hjá Chicago í viðureign liðanna í fyrradag. Þetta leiddu niðurstöður röngtenmyndatöku í ljós. Pat Reily, þjálfari Miami, er þó allt annað en sáttur við framkomu Hinrich.

Körfubolti
Fréttamynd

New York sigraði í maraþon leik

New York sigraði Detroit í þríframlengdum maraþon leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur urðu 151-145 og dugðu 51 stig frá Richard Hamilton ekki til fyrir Detroit. Hjá New York skoraði Stephan Marbury 41 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade skyggði algjörlega á Kobe

Einvígi Dwayne Wade og Kobe Bryant í viðureign Miami og LA Lakers í NBA-deildinni í nótt náði aldrei þeim hæðum sem vonast var eftir. Það er skemmst frá því að segja að Bryant kolféll á prófinu á meðan Wade blómstraði í sannfærandi 101-85 sigri Miami.

Körfubolti
Fréttamynd

Kristic með slitin krossbönd

Lið New Jersey Nets í NBA-deildinni hefur orðið fyrir miklu áfalli því einn þeirra besti leikmaður, Nenad Kristic, er með slitin krossbönd og mun ekki spila meira með á þessu tímabili. Hinn 23 ára gamli Serbi hefur skorað rúm 16 stig og tekið sjö fráköst á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston - Við erum í vanda

Miðherjinn Yao Ming hjá Houston Rockets í NBA deildinni leikur ekki með liðinu næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að risinn meiddist á hné í tapleik liðsins gegn LA Clippers í nótt og því er útlit fyrir að liðið verði enn og aftur að finna leið til að sigra án ofurstjarna sinna, Ming og Tracy McGrady.

Körfubolti
Fréttamynd

Mikið áfall fyrir Seattle

Rashard Lewis, framherji og lykilmaður Seattle í NBA-deildinni í körfubolta, verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á hendi á föstudag.

Körfubolti
Fréttamynd

Tap hjá Iverson í fyrsta leik

22 stig og tíu stoðsendingar frá Allen Iverson dugðu ekki fyrir Denver í nótt þegar liðið beið í lægri hlut fyrir Sacramento í NBA-deildinni, 101-96. Þetta var fyrsti leikur Iverson fyrir sitt nýja lið. 15 leikja sigurhrinu Pheonix lauk ennfremur í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Anthony ætlar ekki að áfrýja

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets hefur ákveðið að áfrýja ekki 15 leikja banninu sem hann var settur í á dögunum eftir slagsmálin sem urðu í leik New York og Denver um síðustu helgi. Anthony gaf þá skýringu að hann vildi ekki gera meira úr þessu leiðinlega máli og taki því refsingu sinni þegjandi.

Körfubolti