Körfubolti

Shaq stendur sig vel í fjarveru Wade

Shaquille O´Neal var með frábæra hittni í nótt og skoraði það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu.
Shaquille O´Neal var með frábæra hittni í nótt og skoraði það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu. MYND/Getty

Tröllið Shaquille O´Neal hjá Miami lék einn sinn besta leik á tímilinu í nótt þegar meistarar Miami lögðu Minnesota í NBA-deildinni í nótt, 105-91. O´Neal skoraði 32 stig, þar af 15 í fyrsta fjórðung, og hitti úr 13 af 16 skotum sínum í leiknum.

Shaq hefur tekið við leiðtogahlutverkinu hjá Miami í fjarverju Dwayne Wade, en sigurinn í nótt var sá fimmti í röð hjá liðinu og sá 11. í röð á heimavelli. Flest bendir til þess að liðið tryggi sér sæti í úrslitakeppninni, en framan af leiktíð leit út fyrir að Miami myndi jafnvel ekki ná þeim áfanga.

"Shaq lítur mjög vel út. Leikmenn eru farnir að leita að honum í sókninni og hann skilar sínu," sagði Wade í samtali við fréttamenn eftir leikinn, en hann situr jafnan í jakkafötunum á varamannabekk liðsins. Kevin Garnett var stigahæstur Minnesota með 23 stig auk þess sem hann hirti 11 fráköst.

Detroit sigraði Denver í nótt, 95-82. Chris Webber átti mjög góðan leik fyrir Detroit og skoraði 22 stig en hjá Denver skoraði Allan Iverson 19 stig.

Úrslit annara leikja í nótt voru sem hér segir:

Houston - New Jersey 91-112

Phoenix - New Orleans 104-103

Golden State - LA Clippers 99-89

Boston - Seattle 118-103

Philadelphia - LA Lakers 108-92

Atlanta - Memphis 106-105




Fleiri fréttir

Sjá meira


×