„Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Emilie Sofie Hesseldal, leikmaður Njarðvíkur, átti fantagóðan og skilvirkan leik í kvöld en hún endaði framlagshæst í liði Njarðvíkur þegar liðið lagði Keflavík 73-76 í rafmögnuðum spennuleik í Blue-höllinni í Keflavík. Körfubolti 23.4.2025 21:08
Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina San Pablo Burgos tryggði sér sæti í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með 87-74 sigri á Fuenlabrada í kvöld. Körfubolti 23.4.2025 20:35
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Keflavík tók á móti Njarðvík í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í kvöld en Keflavík hafði harma að hefna eftir að hafa tapað í Njarðvík í síðasta leik. Körfubolti 23.4.2025 17:28
Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Anthony Edwards er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið og aðra hluti þar fyrir neðan. Dálæti hans á eigin líkama mun nú kosta hann rúmlega sex milljónir íslenskra króna eða 50 þúsund Bandaríkjadali. Körfubolti 22. apríl 2025 23:30
„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Jamil Abiad, þjálfari Vals, segir liðið hafa leyst betur úr hápressu Hauka í leik kvöldsins en samt endað með svipað marga tapaða bolta. Vandamál sem þarf að leysa fyrir næsta leik ef Valskonur ætla ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni. Körfubolti 22. apríl 2025 21:45
Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Haukar sóttu 80-82 sigur á Hlíðarenda í öðrum leik undanúrslitanna gegn Val. Heimakonur leiddu leikinn nánast allan tímann en köstuðu frá sér sigrinum undir lokin, Jiselle Thomas mistókst svo að jafna á vítalínunni á lokasekúndunum. Haukar verða með sópinn á lofti í næsta leik liðanna á laugardaginn. Körfubolti 22. apríl 2025 21:00
„LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Leifur Steinn Árnason segir að LeBron James þurfi að gera sér grein fyrir að hann sé ekki lengur aðalmaðurinn í liði Los Angeles Lakers. Körfubolti 22. apríl 2025 16:31
Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Tindastóll byrjaði undanúrslitaeinvígi sitt á móti Álftanesi með 22 stiga stórsigri í Síkinu í gær en það er ekkert nýtt að Stólarnir fari á kostum í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Körfubolti 22. apríl 2025 14:33
Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Dóminíska körfuboltamanninum Hansel Emmanuel dreymir um að spila í NBA deildinni í körfubolta. Þangað er mjög erfitt að komast fyrir hvern sem er en hvað þá þegar þú ert bókstaflega með einni hendi færri en keppinautarnir. Körfubolti 22. apríl 2025 12:00
Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, er án efa óvinsælasti maðurinn í borginni eftir að hann skipti stórstjörnunni Luka Doncic til Los Angeles Lakers fyrir Anthony Davis. Körfubolti 22. apríl 2025 10:30
Falko áfram í Breiðholtinu Jacob Falko, sem var valinn besti erlendi leikmaður Bónus deildar karla í körfubolta í vetur, leikur áfram með ÍR. Körfubolti 22. apríl 2025 09:36
Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Detriot Pistons jafnaði einvígi sitt á móti New York Knicks í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en félagið var búið að bíða eftir þessum sigri í sautján ár. Körfubolti 22. apríl 2025 07:15
„Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Ægir Þór Steinarsson átti sannkallaðan stórleik þegar Stjarnan lagði Grindavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla 108-100. Hann var mættur í viðtal við Andra Más Eggertssonar strax eftir leik. Körfubolti 21. apríl 2025 21:56
KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð KR mun leika í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Hamar/Þór í umspili í kvöld. Körfubolti 21. apríl 2025 21:56
„Stemmningin í húsinu hjálpar“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega sáttur að leikslokum eftir að hans menn fóru illa með Álftanes í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Körfubolti 21. apríl 2025 19:36
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Stjarnan tók á móti Grindavík í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla en fyrir leikinn í kvöld hafði Grindavík ekki unnið sigur á Stjörnunni utan Grindavíkur síðan í febrúar 2018. Á því varð engin breyting í kvöld en Stjarnan fór að lokum með sigur af hólmi, 108-100. Körfubolti 21. apríl 2025 18:47
Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Deildarmeistarar Tindastóls fengu Álftanes í heimsókn í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Fór það svo að heimamenn unnu einkar sannfærandi sigur. Körfubolti 21. apríl 2025 16:16
Valur og KR unnu Scania Cup Áttundi flokkur stúlkna hjá Val og tíundi flokkur drengja unnu Scania Cup í Svíþjóð um páskana. Körfubolti 21. apríl 2025 14:57
Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Golden State Warriors tók forystuna í einvíginu gegn Houston Rockets í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með tíu stiga sigri, 85-95, í leik liðanna í nótt. Körfubolti 21. apríl 2025 10:49
„Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Þóra Kristín Jónsdóttir, fyrirliði Hauka, hefur verið að spila sinn allra besta körfubolta í vetur og var valin leikmaður ársins eftir deildarkeppni Bónus-deildarinnar. Það er engin tilviljun. Körfubolti 20. apríl 2025 10:31
Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hófst í gær en hún byrjaði ekki vel fyrir Luka Doncic, LeBron James og félaga í LA Lakers sem voru eina liðið sem tapaði á heimavelli. Körfubolti 20. apríl 2025 09:31
Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Undanúrslit umspilsins um sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð héldu áfram í dag. Breiðablik hefur nú jafnað metin gegn Ármanni á meðan Hamar er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn Fjölni. Körfubolti 19. apríl 2025 21:25
„Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Emil Barja var sáttur við glæsilegan sigur Hauka gegn Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Emil minnti hins vegar á mikilvægi þess að svífa ekki of nálægt sólinni. Körfubolti 19. apríl 2025 21:08
Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Körfubolti 19. apríl 2025 21:04