Körfubolti

Varanlega skaddaður eftir árás lukkudýrs

Pardusdýrið Boomer er ekkert lamb að leika sér við
Pardusdýrið Boomer er ekkert lamb að leika sér við NordicPhotos/GettyImages

Maður nokkur í Indianapolis í Bandaríkjunum hefur höfðað skaðabótamál á hendur NBA liði Indiana Pacers. Hann segist búa við varanlegt líkamstjón eftir að hann varð fyrir árás lukkudýrs liðsins á leik fyrir ári, en það er sex feta há og blálit fígúra af kattarætt sem nefnist Boomer.

Í skýrslu mannsins sem er á þrítugsaldri kemur fram að hann hafi verið á heimaleik með Pacers í mars í fyrra og að í einu leikhléinu hafi hann verið beðinn að taka þátt í vítakeppni, sem hann samþykkti þrátt fyrir að vera að ná sér eftir bakuppskurð. Eftir keppnina vildi ekki betur til en svo að lukkudýr liðsins stökk á hann af tilefnislausu og tæklaði hann í völlinn.

Líf mannsins er að sögn hans búið að vera samfelld þrautarganga síðan og ber hann við meiðslum, sársauka, vinnutapi og háum sjúkrahúsreikningum eftir þessa uppákomu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×