Körfubolti

Philadelphia stöðvaði Phoenix

Andre Iguadala
Andre Iguadala NordicPhotos/GettyImages

Philadelphia varð í nótt eina liðið í Austurdeildinni í NBA sem náði að vinna Phoenix Suns á heimavelli. Philadelphia sigraði 99-94 og var þetta eina tap Phoenix á útivelli gegn liði í Austurdeildinni. Amare Stoudemire skoraði 31 stig og hirti 14 fráköst fyrir Phoenix en Andre Iguodala skoraði 24 fyrir Philadelphia.

Phoenix vann þar með 14 af 15 útileikjum sínum gegn liðum úr Austurdeildinni í vetur og er það NBA met. Philadelphia átti gamla metið yfir útisigra gegn liðum úr gagnstæðri deild með því að vinna 11 af 12 árið 1983.

Miami lagði Washington 92-83 þar sem Shaquille O´Neal og Jason Williams skoruðu 23 stig fyrir meistarana en Deshawn Stevenson 19 fyrir Washington. Gilbert Arenas hitti aðeins úr 3 af 18 skotum sínum í leiknum.

Boston vann annan leik sinn í röð í fyrsta sinn síðan í desember þegar liðið skellti New York 102-94. New Orleans lagði Atlanta 107-100, Utah lagði Memphis 104-88, Chicago burstaði Golden State 113-83, Toronto vann Houston á útivelli 106-90, Denver lagði Orlando 111-101, Sacramento vann Charlotte 135-120 og Clippers lagði Seattle 96-91.

Staðan í deildinni:

ATLANTIC

1. TOR 32-26

2. NJN 28-30

3. NYK 26-33

4. PHI 20-38

5. BOS 15-42

SOUTHWEST

1. DAL 48-9

2. SAS 39-18

3. HOU 35-22

4. NOR 28-30

5. MEM 15-44

CENTRAL

1. DET 36-19

2. CLE 33-24

3. CHI 33-27

4. IND 29-27

5. MIL 21-37

NORTHWEST

1. UTH 38-19

2. DEN 28-28

3. MIN 26-31

4. POR 24-34

5. SEA 22-35

SOUTHEAST

1. WAS 31-25

2. MIA 28-29

3. ORL 28-31

4. CHA 22-36

5. ATL 22-36

PACIFIC

1. PHO 44-14

2. LAL 33-25

3. LAC 28-29

4. GSW 26-33

5. SAC 25-32

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×