Love sigraði þriggja stiga skotkeppnina Kevin Love kraftframherji Minnesota Timberwolves sem er hvað þekktastur fyrir frákastagetu sína kom mörgum á óvart með því að sigra þriggja stiga skotkeppni Stjörnuliðshelgar NBA körfuboltans í nótt. Hann sigraði Kevin Durant í úrslitum. Körfubolti 26. febrúar 2012 15:00
Jeremy Evans vann troðslukeppnina Jeremy Evans stóð uppi sem sigurvegari í árlegri troðslukeppni NBA-deildarinnar í tengslum við Stjörnuleikshelgina vestanhafs. Evans er fyrsti leikmaður Utah Jazz sem vinnur keppnina. Körfubolti 26. febrúar 2012 14:00
Irving bestur í leik hinna rísandi stjarna Ungar stjörnur NBA körfuboltans mættust í Orlando í nótt en leikurinn er hluti af hinni árlegu Stjörnuleikshelginni. Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers, var valinn maður leiksins. Körfubolti 25. febrúar 2012 20:00
Nike byrjað að hanna Lin-skó Jeremy Lin hefur komið eins og stormsveipur í NBA-deildina og í kjölfar velgengni hans hafa mörg stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna litið hýrum augum til kappans, ekki síst vegna gríðarlega möguleika á Asíumarkaði. Körfubolti 24. febrúar 2012 23:45
NBA: Sigurganga San Antonio heldur áfram | Oklahoma vann Lakers Sigurganga San Antonio á útivelli heldur áfram. Liðið landaði 114-99 sigri gegn Denver og var þetta níundi sigurleikur San Antonio í röð á útivelli. DeJuan Blair skoraði 28 stig og tók 12 fráköst í liði San Antonio en hann hefur aldrei skorað fleiri stig í NBA deildinni. Oklahoma lagði Lakers á heimavelli 100-85 og er Oklahoma með besta árangurinn í Vesturdeildinni það sem af er tímabilinu, 27/7. Körfubolti 24. febrúar 2012 09:30
NBA: Jeremy Lin lenti á vegg gegn Miami Heat Jeremy Lin, sem slegið hefur í gegn með New York Knicks í NBA deildinni, lék eins og óreyndur nýliði gegn stórliði Miami Heat í nótt. Lin náði sér aldrei á strik gegn sterku liði Miami sem sigraði 102-88. Þetta var áttundi sigurleikur Miami í röð. Körfubolti 24. febrúar 2012 09:00
Söngleikur um Magic og Bird frumsýndur á Broadway í mars Einvígi Earvin "Magic" Johnson og Larry Bird á níunda áratugnum er að mörgum talið vera ein af aðalástæðunum fyrir vinsældum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kapparnir voru algjörar andstæður en áttu það sameiginlegt að vera frábærir liðsmenn og gera allt til þess að vinna. Þeir urðu síðan miklir vinir eftir að ferlinum lauk. Körfubolti 23. febrúar 2012 23:30
Stórt próf hjá Lin í kvöld | New York heimsækir Miami Jeremy Lin og félagar í New York Knicks þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigrinum á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrinótt en það má búast við því að það bíði þeirra talsvert erfiðari leikur í nótt. Körfubolti 23. febrúar 2012 22:45
David Stern valdi Rajon Rondo í Stjörnuleikinn David Stern, yfirmann NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur valið Rajon Rondo, leikstjórnenda Boston Celtics, til að leysa af Joe Johnson hjá Atlanta Hawks, í Stjörnuleiknum sem fer fram í Orlando á sunnudaginn. Körfubolti 23. febrúar 2012 13:30
Jeremy Lin á forsíðu Sports Illustrated aðra vikuna í röð Jeremy Lin, leikstjórnandi New York Knicks í NBA-deildinni, er áfram heitasta nafnið í bandarísku íþróttalífi og það kemur vel í ljós á forsíðu hins virta íþróttablaðs Sports Illustrated sem skellti stráknum á forsíðuna aðra vikuna í röð. Körfubolti 23. febrúar 2012 09:15
NBA: Létt hjá Lin og félögum | Lakers vann Dallas Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en flest liðanna voru að leika sinn síðasta leik fyrir hléið vegna Stjörnuleiksins á sunnudaginn. Jeremy Lin og félagar í New York Knicks unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers vann Dallas Mavericks og Oklahoma City Thunder vann ellefta heimasigurinn í röð. Boston Celtics og Philadelphia 76ers fara hinsvegar bæði inn í fríið með fimm töp í röð á bakinu. Körfubolti 23. febrúar 2012 09:00
Margir vilja horfa á Lin | Met Jordan fallið á MSG-sjónvarpsstöðinni MSG-sjónvarpsstöðin sem sýnir leiki New York Knicks nýtur heldur betur góðs af Jeremy Lin æðinu því aldrei hafa fleiri horft á deildarleik á stöðinni en í síðustu tveimur útsendingum liðsins frá leikjum Knicks-liðsins. Körfubolti 22. febrúar 2012 09:15
NBA: Sigurganga San Antonio á enda | Sjö í röð hjá Miami Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli að 11 leikja sigurganga San Antonio Spurs endaði með stórtapi á móti Portland og Miami Heat vann sinn sjöunda "örugga" sigur í röð þegar liðið vann Sacramento Kings. Körfubolti 22. febrúar 2012 09:00
Rajon Rondo fékk tveggja leikja bann | Kastaði boltanum í dómarann Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, má ekki spila næstu tvo leiki með liðinu eftir að NBA-deildin dæmdi hann í tveggja leikja bann fyrir að kasta boltanum í dómara í tapleik á móti Detroit Pistons á sunnudaginn. Körfubolti 21. febrúar 2012 14:45
NBA: Jeremy Lin stigahæstur í tapleik | San Antonio á siglingu Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Jeremy Lin og New York Knicks töpuðu á heimavelli í grannaslagnum gegn New Jersey, 100-92. Nýliðinn Lin, sem hefur gert allt vitlaust í deildinni að undanförnu var stigahæstur í liði New York með 21 stig en Deron Williams skoraði 38. Körfubolti 21. febrúar 2012 09:00
Jason Terry gerir lítið úr frammistöðu Lin: 95 prósent leikkerfi D'Antoni að þakka Jason Terry, bakvörður Dallas Mavericks, er ekki með LINflúensu ef marka má ummæli hans um nýjustu stórstjörnuna í NBA-deildinni í körfubolta, Jeremy Lin leikmann New York Knicks. Terry tjáði sig um strákinn bæði fyrir og eftir að Dallas tapaði fyrir New York Knicks þar sem að Jeremy Lin var með 28 stig, 14 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Körfubolti 20. febrúar 2012 23:45
Fréttamaður ESPN rekinn fyrir niðrandi ummæli um Lin Íþróttastöðin ESPN í Bandaríkjunum hefur sagt upp starfsmanni og sett annan í tímabundið leyfi fyrir að nota niðrandi orð um körfuknattleikskappann Jeremy Lin hjá New York Knicks. Körfubolti 20. febrúar 2012 18:15
Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. Körfubolti 20. febrúar 2012 16:30
Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. Körfubolti 20. febrúar 2012 09:00
NBA: Tíu sigrar í röð hjá Spurs Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og þar bar helst til tíðinda að San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik i röð og Nets vann óvæntan sigur á Bulls. Körfubolti 19. febrúar 2012 11:00
Lin-lestin fór út af teinunum | Kobe í stuði Eftir sjö sigurleiki í röð með Jeremy Lin í byrjunarliðinu kom loksins að því að New York Knicks tapaði. Tapið var reyndar óvænt enda gegn einu slakasta liði NBA-deildarinnar, New Orleans Hornets. Lokatölur 85-89. Körfubolti 18. febrúar 2012 11:00
Lin tekur þátt í stjörnuhelginni Jeremy Lin, leikmaður NY Knicks, mun taka þátt í stjörnuhelgi NBA-deildarinnar eftir allt saman. Búið er að bæta honum í hópinn í leik efnilegra leikmanna á uppleið. Körfubolti 17. febrúar 2012 14:30
Endurkomusigrar hjá Bulls og Clippers Aðeins þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Þar bar hæst að Chicago skildi leggja Boston af velli án Derrick Rose. Körfubolti 17. febrúar 2012 08:58
Melo segist ekki vera eigingjarn | Vill samt taka síðasta skotið Carmelo Anthony, leikmaður NY Knicks, tekur það nærri sér að fólk skuli tala um að hann sé eigingjarn leikmaður. Hann segir það ekki vera rétt. Körfubolti 16. febrúar 2012 15:15
Allen Iverson er staurblankur | 25 milljarðar út um gluggann Allen Iverson, fyrrum stórstjarna NBA deildarinnar í körfubolta, virðist ekki eiga eina krónu eftir í fórum sínum eftir glæsilegan atvinnumannaferil þar sem hann þénaði í það minnsta um 19 milljarða kr. Körfubolti 16. febrúar 2012 13:00
Lin-sýningin heldur áfram | Sjö sigrar í röð hjá Knicks Heitasta stjarnan í NBA-deildinni í dag, Jeremy Lin, hélt uppteknum hætti í nótt og spilaði vel þegar NY Knicks vann sinn sjöunda leik í röð. Að þessu sinni þurfti enga flautukörfu frá Lin og Knicks gat meira að segja leyft sér að hvíla hann í fjórða leikhluta. Körfubolti 16. febrúar 2012 09:04
Lét húðflúra á sig tár undir augað "Tárið sýnir að ég er enn grátandi inn í mér," sagði Amar'e Stoudemire, leikmaður NY Knicks. Hann hefur látið húðflúra tár undir hægra augað í minningu bróður síns. Körfubolti 15. febrúar 2012 23:30
Kobe og Vanessa kannski að taka saman á ný Bandarískir slúðurmiðlar velta því upp í dag að Kobe Bryant gæti verið að taka aftur saman við fyrrum eiginkonu sína, Vanessu. Aðeins er 61 dagur síðan þau skildu. Körfubolti 15. febrúar 2012 22:15
Lin ævintýrið heldur áfram | nýliðinn tryggði Knicks sigur Sigurganga New York Knicks heldur áfram í NBA deildinni og ævintýrið heldur áfram hjá leikstjórnandum Jeremy Lin sem tryggði sigurinn gegn Toronto með þriggja stiga skoti 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 90-87 og er þetta sjötti sigurleikur Knicks í röð. Liðið hefur nú unnið 14 leiki en tapað 15. Lin var stigahæstur í liði Knicks með 27 stig og hann gaf að auki 11 stoðsendingar. Körfubolti 15. febrúar 2012 09:53
Meiðsli Rose ekki alvarleg Chicago Bulls hefur saknað leikstjórnandans Derrick Rose í síðustu leikjum en Rose er meiddur í baki og hefur verið í miklum rannsóknum vegna meiðslanna. Körfubolti 14. febrúar 2012 14:30