Körfubolti

Heimsfriðurinn: Ætlar ekki að biðja Harden afsökunar fyrir einvígið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Metta World Peace og Kobe Bryant.
Metta World Peace og Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty
Metta World Peace, eða Heimsfriðurinn, er búinn að taka út sjö leikja bann fyrir að gefa James Harden vænt olnbogaskot og er tilbúinn í einvígi Los Angeles Lakers og Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta.

Fyrsti leikurinn er í Chesapeake Energy höllinni í Oklahoma City í kvöld og það búast allir við Heimsfriðurinn fá aldeilis að heyra það í fyrstu tveimur leikjunum.

Heimsfriðurinn ætlar þó ekki að biðja James Harden afsöskunar fyrir olnbogaskotið áður en einvígið hefst. „Ég tek ekki í hendina á varamönnum fyrir leikinn," lét Metta World Peace víst hafa eftir sér.

Kobe Bryant, liðsfélagi World Peace, gerir sér grein fyrir því að Metta fái að heyra það frá stuðningsmönnum Thunder þegar einvígið fer af stað í Oklahoma City í kvöld.

„Þetta verður svæsið. Áhorfendurnir eiga örugglega eftir að láta hann heyra það," sagði Kobe Bryant en Metta World Peace hefur ekki áhyggjur. „Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af slíku því eina sem ég hugsa um er að spila körfubolta," sagði Metta World Peace.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×