Körfubolti

Miami-liðið að brenna yfir - hættu við æfingu og gáfu engin viðtöl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dwyane Wade
Dwyane Wade Mynd/AP
Miami Heat er komið í slæm mál í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir stórtap á móti Indiana Pacers í þriðja leik einvígis liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Indiana vann 94-75, er komið í 2-1 í einvíginu og á næsta leik á heimavelli á morgun.

Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat, ákvað að hætta við æfingu liðsins í gær og leikmenn liðsins gáfu þar með fjölmiðlamönnum engin viðtöl. Miami-liðið hélt sig inn á hóteli sínu í Indainapolis og forvitnir blaðamenn fengu því ekkert tækifæri til að spyrja menn út um slaka spilamennsku liðsins að undanförnu.

Miami hefur gengið illa að vega upp fjarveru Chris Bosh sem er meiddur og þá vakti mikla athygli rifildi Spoelstra og Dwyane Wade í miðjum leik.

Dwyane Wade átti annars skelfilegan leik þar sem hann skoraði bara 5 stig og klikkaði á 11 af 13 skotum sínum. Í kjölfarið hafa menn gantast með það að "þeir þrír stóru", Wade, LeBron James og Chris Bosh, séu orðnir að aðeins "einum".



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×