Körfubolti

San Antonio í úrslit Vesturdeildar | LeBron James fór á kostum

Dwayne Wade og LeBron James fóru á kostum í liði Miami gegn Indiana.
Dwayne Wade og LeBron James fóru á kostum í liði Miami gegn Indiana. AP
LeBron James fór á kostum í liði Miami Heat í gær þegar liðið lagði Indian í undanúrslitum Austurdeildarinn í NBA deildinni í körfuknattleik 101-93. James, sem á dögunum var valinn besti leikmaður deildarinnar, skoraði 40 stig, tók 18 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. San Antonio Spurs landaði fjórða sigrinum gegn LA Clippers í undanúrslitum Vesturdeildar, 102-99, og er liðið komið í úrslit Vesturdeildar.

Dwayne Wade skoraði 30 stig fyrir Miami Heat, þar af 22 í síðari hálfleik. Udonis Haslem skoraði 14 stig fyrir Miami. Danny Granger var stigahæstur í liði Indiana með 20 stig.

Tim Duncan skoraði 21 stig fyrir San Antonio, Tony Parker skoraði 17 í 102-99 sigri liðins gegn LA Clippers. Þetta var fjórði sigurleikur San Antonio í röð og sá áttundi í úrslitakeppninni. Liðið hefur ekki tapað í síðustu 18 leikjum. San Antonio mætir sigurliðinu úr viðureign Oklahoma og LA Lakers en þar er staðan 3-1 fyrir Oklahoma, og fimmti leikurinn fer fram í kvöld.

Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 11 stoðsendingar í liði Clippers og Blake Griffin skoraði 21. Eric Bledsoe var með 17 stig fyrir Clippers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×