Körfubolti

Larry Bird náði einstakri þrennu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Larry Bird og Magic.
Larry Bird og Magic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Larry Bird, forseti Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta, var í gær valinn besti framkvæmdastjóri deildarinnar, NBA's Executive of the Year, og náði því einstakri þrennu.

Larry Bird er nú sá eini í sögu deildarinnar sem hefur verið kostinn besti leikmaðurinn, besti þjálfarinn og besti framkvæmdastjórinn. Bird var þrisvar sinnum valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar þegar hann lék með Boston Celtics (1984-1986) og var síðan kosinn þjálfari ársins (1997–1998) þegar hann stýrði liði Indiana Pacers.

Larry Bird fékk alls 88 stig í kjörinu en í öðru sæti var R.C. Buford hjá San Antonio Spurs með 56 stig og þá fékk Neil Olshey hjá Los Angeles Clippers 55 stig.

Bird tók við sem forseti Indiana árið 2003. Hann hefur síðustu misseri verið að setja saman nýtt lið sem náði 3. sætinu í Austudeildinni og fimmta besta árangrinum í allri NBA-deildinni.

Nú er staðan 1-1 hjá liðinu á móti Miami Heat í undanúrslitaeinvígi Austudeildarinnar. Bird gaf hinum unga þjálfara Frank Vogel tækifærið og það hefur skilað frábærum árangri því Indiana-liðið er í stöðugri sókn.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×