Körfubolti

NBA í nótt: Öruggur sigur Miami

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James og Danny Granger í baráttunni í nótt.
LeBron James og Danny Granger í baráttunni í nótt. Mynd/AP
Miami er komið í 3-2 forystu í einvígi sínu gegn Indiana í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta.

Miami vann öruggan sigur, 115-83. Munurinn var níu stig í að loknum fyrri hálfleik og sá síðari varð aldrei spennandi.

Miklu munaði um að Danny Granger og David West, leikmenn Indiana, þurftu báðir að fara meiddir af velli. Granger meiddist í öðrum leikhluta og eftir að hann fór af velli skoraði Miami 74 stig gegn 45 frá Indiana.

LeBron James skoraði 30 stig fyrir Miami og Dwayne Wade 28. Miami getur tryggt sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar með sigri í Indianapolis annað kvöld.

Nokkur hiti var í leikmönnum í gær. Dwayne Wade fékk skurð fyrir ofan hægra augað eftir högg frá Tyler Hansbrough. Udonis Haslem hefndi fyrir það stuttu síðar með því að láta Hansbrough finna fyrir því.

Sigurvegari rimmunnar mætir annað hvort Boston eða Philadelphia í úrslitum austursins.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×