Körfubolti

Amare Stoudemire skráði sig í skóla í Miami

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Amare Stoudemire.
Amare Stoudemire. Mynd/Nordic Photos/Getty
Þetta var erfitt tímabil fyrir Amare Stoudemire í NBA-deildinni í körfubolta og hann kórónaði það með því að missa af leik með New York Knicks í úrslitakeppninni eftir að hafa barið hendinni í slökkvitæki í svekkelski eftir einn tapleikinn á móti Miami Heat.

Amare Stoudemire sló í gegn á fyrsta tímabil sínu með New York Knicks (25,3 stig í leik) en það hefur lítið gengið síðan að Carmelo Anthony fór að heimta boltann í hverri sókn (17,5 stig í leik).

Það eru þó loksins einhverjar jákvæðar fréttir af Stoudemire því kappinn ætlar að nýta sumarið vel, ekki bara til æfinga heldur einnig í náminu. Hann fór aldrei í háskóla því hann gerðist atvinnumaður í NBA-deildinni strax eftir menntaskólann.

Stoudemire ákvað því á dögunum að skrá sig í sumarskóla í University of Miami. Stoudemire segist ætla að halda áfram að mennta sig en hann stefnir á svokallað Bachelor of General Studies próf.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×