Ellis og Bogut fengu nýja vinnuveitendur | leikmannaskipti í NBA Lokað verður fyrir leikmannaskipti í NBA deildinni í körfubolta á morgun, 15. mars, og má búast við að eitthvað muni gerast á þeim markaði. Golden State og Milwaukee tóku stóra ákvörðun í nótt. Monta Ellis, einn besti leikmaður liðsins, var sendur til Milwaukee ásamt Ekpe Udoh og Kwame Brown. Í staðinn fékk liðið Andrew Bogut og Stephen Jackson. Körfubolti 14. mars 2012 11:45
Bynum og Bryant fóru á kostum í tvíframlengdum leik Andrew Bynum skoraði 37 stig og tók 16 fráköst í 116-111 sigri LA Lakers á útivelli gegn Memphis í NBA deildinni í körfubolta. Úrslitin réðust eftir tvær framlengingar. Kobe Bryant skoraði 22 af alls 34 stigum sínum í síðari hálfleik. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers í röð. Spánverjinn Pau Gasol skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Lakers. Yngri bróðir Pay Gasol, Marc Gasol, skoraði 20 stig fyrir Memphis og tók hann 11 fráköst að auki. Körfubolti 14. mars 2012 09:00
Er Jeremy Lin "blaðran“ sprunginn? | sjötti tapleikur NY Knicks í röð Sjö leikir fóru fram í nótt í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum. Derrick Rose skoraði 32 stig fyrri Chicago Bulls í 104-99 sigri liðsins gegn New York Knicks sem tapaði sínum sjötta leik í röð. Chicago hefur nú unnið 10 leiki í röð. Körfubolti 13. mars 2012 09:00
Chris Paul kominn með grímu eins og Kobe Það er spurning hvort grímur fari að komast í tísku í NBA-deildinni í körfubolta. Það er löngu orðið frægt að Kobe Bryant þarf að spila með grímu þessi misserin og núna er Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, einnig farinn að spila með grímu. Körfubolti 12. mars 2012 23:15
Taphrina New York heldur áfram Sjö leikir fóru fram í gær í NBA deildinni í körfuknattleik. Taphrina New York heldur áfram en liðið tapaði sínum fimmta leik í röð og nú gegn Philadelphia á heimavelli, 106-94. Körfubolti 12. mars 2012 11:45
Bynum hetjan í þriðja sigri Lakers á Celtics í röð Los Angeles Lakers lagði erkifjendur sína frá Boston 97-94 í Staples-höllinni í Los Angeles í gærkvöldi. Lakers voru fimm stigum undir þegar tvær og hálf mínúta lifðu leiks. Frábær endasprettur tryggði liðinu sinn þriðja sigur á Celtics í röð. Körfubolti 12. mars 2012 09:04
Sektaður um þrjár milljónir vegna klámfenginnar myndar á Twitter J.R. Smith, leikstjórnandi New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara eða sem nemur rúmum þremur milljónum íslenskra króna, vegna Twitter-færslu og vafasamrar myndar sem fylgdi henni. Körfubolti 11. mars 2012 23:30
Wade tryggði tólfta heimasigurinn í röð Dwyane Wade tryggði Miami dramatískan sigur á Indiana í framlengingu í nótt. Wade setti sigurkörfuna niður er leiktíminn var að renna út. Körfubolti 11. mars 2012 11:00
Rubio með slitið krossband | Missir af ÓL í sumar Hinn stórefnilegi leikmaður Minnesota Timberwolves, Ricky Rubio, spilar ekki meira með liðinu í vetur eftir að í ljós kom í dag að hann er með slitið krossband. Körfubolti 10. mars 2012 20:15
Los Angeles-liðin að gera það gott Kobe Bryant var í stuði í nótt og skoraði 34 stig í sjaldséðum útisigri Lakers. Það lagði þá Minnesota með þriggja stiga mun en Minnesota var án síns sterkasta manns, Kevin Love. Lakers er nú búið að vinna Minnesota í átján leikjum í röð. Körfubolti 10. mars 2012 11:00
Howard óstöðvandi er Bulls tapaði loksins Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Orlando batt enda á sigurgöngu Chicago á meðan Phoenix vann nauman sigur á Dallas. Körfubolti 9. mars 2012 09:01
Rasheed Wallace æfir með Miami Heat | Ekki búinn að ákveða neitt Rasheed Wallace er ekki alveg tilbúinn að leggja NBA-körfuboltaskóna ef marka má nýjustu sögusagnir í bandarískum fjölmiðlum. Wallace átti farsælan feril en hefur ekki spilað í NBA-deildinni í að verða tvö ár. Körfubolti 8. mars 2012 23:15
LeBron og Wade eru að reyna að fá Peyton Manning til að spila með Miami Dolphins LeBron James og Dwyane Wade, leikmenn Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hafa báðir mikinn áhuga á ameríska fótboltanum og hafa nú blandað sér í baráttuna um undirskrift NFL-leikstjórnandans Peyton Manning. Sport 8. mars 2012 22:45
Bulls á siglingu | Washington lagði Lakers Derrick Rose og félagar í Chicago Bulls eru hreinlega óstöðvandi um þessar mundir. Bulls vann sinn áttunda leik í röð í nótt. Að þessu sinni gegn Milwaukee með flautukörfu frá Rose. Körfubolti 8. mars 2012 09:00
Ewing á leið í Heiðurshöllina Það hefur verið tilkynnt að Patrick Ewing, fyrrum miðherji NY Knicks, sé einn af þeim tíu sem verða teknir inn í heiðurshöll körfuboltans á þessu ári. Körfubolti 7. mars 2012 15:00
Pistons lagði Lakers í framlengingu Rodney Stuckey fór á kostum í liði Detroit Pistons og skoraði 34 stig er liðið vann óvæntan sigur á LA Lakers í framlengdum leik. Kobe Bryant sendi leikinn í framlengingu með flautukörfu en átti annars frekar slakan dag. Sama verður ekki sagt um Andrew Bynum sem skoraði 30 stig og tók 14 fráköst. Körfubolti 7. mars 2012 09:00
Kobe Bryant: Það á að reka alla þá sem misstu af Jeremy Lin Kobe Bryant, aðalstjarna NBA liðsins Los Angeles Lakers, hefur hrifist af tilþrifum Jeremy Lin hjá New York Knicks. Lin skoraði 38 stig fyrir New York gegn Lakers á dögunum en innkoma hans í NBA deildina hefur vakið gríðarlega athygli. Kobe Bryant telur að forráðamenn tveggja NBA liða ættu að reka alla þá sem sáu ekki hvaða hæfileika Lin býr yfir. Körfubolti 6. mars 2012 23:45
Kidd: Við njótum ekki nægrar virðingar Jason Kidd, leikstjórnandi NBA-meistara Dallas Mavericks, segir að liðið hafi ekki fengið neitt ókeypis frá dómurum deildarinnar í vetur og að þeir líti ekki á liðið sem meistara. Körfubolti 6. mars 2012 20:30
Lin verður áfram aðalleikstjórnandi Knicks Mike D'Antoni, þjálfari NY Knicks, segist ætla að halda sig við Jeremy Lin sem aðalleikstjórnanda liðsins og Baron Davis verður því að sætta sig við að byrja á bekknum. Körfubolti 6. mars 2012 12:15
Bulls á siglingu | Love fór hamförum Chicago Bulls vann í nótt sinn sjöunda leik í röð í NBA-deildinni. Derrick Rose fór á kostum í liði Bulls og skoraði 35 stig. Körfubolti 6. mars 2012 09:00
LeBron auglýsir kleinuhringi og ís í Asíu Körfuboltakappinn LeBron James er einn þekktasti íþróttamaður heimsins og hann hefur nú gert samning við tvö stór fyrirtæki um að auglýsa vörur þeirra í Asíu. Körfubolti 5. mars 2012 23:45
Deron Williams skoraði 57 stig og bætti stigamet vetrarins Deron Williams hjá NJ Nets var maður næturinnar í NBA-deildinni er hann skoraði 57 stig í naumum sigri Nets á Charlotte. Enginn leikmaður hefur skorað eins mikið í einum leik í vetur. Kevin Durant hafði þar til í nótt skorað mest eða 51 stig. Körfubolti 5. mars 2012 08:55
Gylfi fagnaði eins og í tölvuleik Gylfi Þór Sigurðsson vakti mikla lukku meðal aðdáenda tölvuleiksins FIFA þegar hann fagnaði fyrra marki sínu gegn Wigan um helgina. Þá lét hann sig falla í jörðina og lék þar með eftir frægt "fagn“ úr leiknum vinsæla. Enski boltinn 5. mars 2012 06:00
Lakers vann Miami | Kobe fór á kostum Sannkallaður stórleikur fór fram í NBA-deildinni í kvöld þegar LA Lakers tók á móti Miami Heat í í Staples Center í Los Angeles. Heimamenn voru sterkari aðilinn allan leikinn og unnu að lokum mikilvægan sigur 93-83 gegn einu sterkasta liði deildarinnar. Körfubolti 4. mars 2012 23:16
Rondo með tröllatölur í sigri á Lin og félögum Boston hafði í kvöld betur gegn New York, 115-111, í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 4. mars 2012 22:08
NBA í nótt: Utah stöðvaði sigurgöngu Miami Utah Jazz vann í nótt góðan sigur á Miami Heat, 99-98, og stöðvaði þar með níu leikja sigurgöngu síðarnefnda liðsins. Alls fóru ellefu leikir fram í deildinni í nótt. Enski boltinn 3. mars 2012 11:00
Kobe mætir með grímuna á móti Miami | Í beinni á Stöð 2 Sport Kobe Bryant nefbrotnaði í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á dögunum eftir að hafa fengið högg frá Dwyane Wade og spilaði með grímu í sigri á Minnesota Timberwolves í fyrrakvöld. Kobe mætir aftur með grímuna á móti Wade og félögum á sunnudaginn. Körfubolti 2. mars 2012 19:45
Boston Celtics að reyna að "losna" við Rondo ESPN hefur heimildir fyrir því að Boston Celtics sé að reyna að skipta út leikstjórnandanum Rajon Rondo en hann er fjórði stigahæsti leikmaður liðsins og einn af bestu leikstjórnendum NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 1. mars 2012 22:00
NBA í nótt: Kobe góður með grímuna | Lin öflugur í sigri Kobe Bryant skoraði 31 stig er LA Lakers vann góðan sigur á Minnesota Timberwolves, 104-85, í NBA-deildinni nótt. Bryant spilaði með grímu í leiknum þar sem hann nefbrotnaði í stjörnuleiknum um helgina. Körfubolti 1. mars 2012 09:00
Delonte West svaf í búningsklefa Dallas | staurblankur og ráðvilltur Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma. Körfubolti 29. febrúar 2012 23:30