NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Dallas lagði Houston í spennuleik

Meistarar Dallas Mavericks voru fljótir að jafna sig á tapinu gegn San Antonio í fyrrinótt og lögðu granna sína í Houston Rockets eftir framlengingu í nótt, 101-99.

Körfubolti
Fréttamynd

Svali Björgvins spáir í spilin í úrslitakeppnum körfuboltans

Svali Björgvinsson mætti til Valtýs Bjarnar Valtýssonar í Boltanum á X-inu 977 í dag og fór yfir íslenska körfuboltann en framundan er úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla og kvenna. Svali fór líka yfir gang mála í umspili um sæti í Iceland Express deild karla auk þess að hann og Valtýr ræddu aðeins stöðuna í NBA-deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Clippers í frjálsu falli | Boston stöðvaði sigurgöngu Milwaukee

Það gengur frekar illa hjá LA Clippers þessa dagana í NBA deildinni í körfuknattleik og stórstjörnur liðsins Blake Griffin og Chris Paul hafa ekki náð að koma í veg fyrir þriggja leikja taphrinu liðsins. Liðið tapaði 97-90 á útivelli gegn New Orelans í nótt þar sem að Chris Paul lék áður. Alls fóru sex leikir fram í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers ekki í vandræðum gegn Dallas | Fisher samdi við Oklahoma

Kobe Bryant skoraði 30 stig og Pau Gasol skoraði 27 fyrir LA Lakers í 109-93 sigri liðsins gegn meistaraliði Dallas á útivelli í NBA deildinni í nótt. Þar með lauk fjögurra leikja sigurgöngu Dallas. Alls fóru 10 leikir fram í nótt þar sem Derek Fisher lék sinn fyrsta leik með Oklahoma í 114-91 sigri liðsins gegn LA Clippers.

Körfubolti
Fréttamynd

New York tapar ekki undir stjórn Woodson | Lakers tapaði

New York landaði góðum sigri, 106-87, á útivelli gegn Toronto í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði með þriggja stiga mun 107-104 á útivell gegn Houston. Meistaraefnin í Miami Heat lögðu Phoenix á heimvelli 99-96. Alls fóru sjö leikir fram í nótt í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Antoine Walker seldi meistarahringinn | skuldar samt um 1,5 milljarða kr.

Antoine Walker, sem á sínum tíma var eitt af stóru nöfnunum í NBA deildinni í körfubolta, er það miklum peningavandræðum að hann hefur nú selt verðlaunagripinn sem hann fékk þegar hann varð NBA meistari með Miami Heat árið 2006. Allir leikmenn sem vinna NBA deildina fá glæsilega meistarhring og seldi Walker hringinn fyrir um 2,5 milljónir kr.

Körfubolti
Fréttamynd

Volvo stólar á Jeremy Lin

Jeremy Lin, leikstjórnandi NBA liðsins New York Knicks, var óþekkt nafn í heiminum fyrir aðeins nokkrum vikum. Það hefur heldur betur breyst eftir að nýliðinn kom inn í NBA deildina með þvílíkum látum sem varaskeifa hjá New York Knicks. Lin er sjóðheitt "vörumerki“ og hann hefur nú landað risaauglýsingasamningi hjá bifreiðaframleiðandanum Volvo.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago rúllaði yfir Orlando á útivelli | Boston lagði Atlanta

Ray Allen skoraði tvær þriggja stiga körfur í fjórða leikhluta í 79-76 sigri Boston á útivelli gegn Atlanta í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Allen skoraði 19 stig alls í leiknum. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Carlos Boozer skoraði 24 stig fyrir Chicago í 85-59 sigri liðsins gegn Orlando á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Miami lagði Orlando | Lakers tapaði á heimavelli

Dwyane Wade skoraði 14 af alls 31 stigum sínum í fjórða leikhluta í 91-81 sigri Miami Heat gegn Orlando Magic í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 13 heimaleiki í röð. LeBron James skoraði 14 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lin stigaghæstur í þriðja sigri New York í röð undir stjórn nýja þjálfarans

New York Knicks er komið á mikla sigurgöngu í NBA-deildinni í körfubolta undir stjórn Mike Woodson því liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína síðan að Woodson tók við liðinu af Mike D'Antoni. Dallas vann San Antonio í nótt, Chicago vann Philadelphia án Derrick Rose og Chris Paul skoraði 12 stig á síðustu þremur mínútum til að tryggja Los Angeles Clippers sigur á Houston.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant: Mjög erfitt að sjá á eftir Derek Fisher

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, talaði við blaðamenn um brotthvarf Derek Fisher frá félaginu eftir sigurinn á Minnesota Timberwolves í nótt. Fisher og Bryant komu inn í deildina á sama tíma og voru búnir að vera liðsfélagar á þrettán af sextán tímabilum þeirra í NBA. Lakers ákvað hinsvegar að skipta Fisher til Houston Rockters.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: New York í stuði undir stjórn nýja þjálfarans | Spurs vann OKC

New York Knicks vann annan sannfærandi sigurinn í röð undir stjórn nýja þjálfarans Mike Woodson í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami var næstum því búið að missa niður 29 stiga forskot, San Antonio Spurs vann Oklahoma City Thunder, Los Angeles Lakers vann Minnesota og Chicago Bulls tapaði óvænt fyrir Portland.

Körfubolti
Fréttamynd

Vorhreinsun hjá Portland | Þjálfarinn rekinn og Oden farinn

Forráðamenn NBA liðsins Portland Trail Blazers tóku "vorhreinsun“ hjá félaginu í gær þegar lokað var fyrir leikmannaskipti á þessari leiktíð. Portland rak þjálfarann, Nate McMillan, sagði upp samningum við miðherjann Greg Oden sem var á sínum tíma valinn fyrstur allra í háskólavalinu. Að auki voru þeir Gerald Wallace og Marcus Camby sendir frá liðinu í leikmannaskiptum.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas átti í vandræðum með lélegasta lið deildarinnar

Það var mikið um að vera í NBA deildinni í gær en þá var lokað fyrir leikmannaskipti á þessari leiktíð. Mörg lið mættu því "vængbrotinn“ til leiks. Margir þekktir kappar fengu nýjan vinnustað án þess að óska eftir því. Meistaralið Dallas átti í vandræðum gegn lélegasta liði deildarinnar á heimavelli en Dallas hafði tapað 8 af síðustu 11 leikjum sínum í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Derek Fisher ekki lengur leikmaður Lakers | Nene til Wizards

Í dag var lokadagur félagsskipta í NBA-deildinni í körfubolta og það var þó nokkuð um skipti milli liða á lokasprettinum. Mesta athygli vakti örugglega að Los Angeles Lakers skipti Derek Fisher til Houston Rockets og Nene fór fram Denver Nuggets til Washington Wizards fyrir JaVale McGee og Ronny Turiaf.

Körfubolti
Fréttamynd

New York hrökk í gang eftir að hafa rekið þjálfarann

Það var nóg um að vera í NBA deildinni í körfuknattleik í gær en 12 leikir fóru fram. Stórsigur New York Knicksm 121-79, gegn Portland vakti athygli en þetta var fyrsti leikur NY Knicks eftir að þjálfari liðsins Mike D'Antoni var rekinn. Sóknarleikur New York small saman og kannski hafa forráðamenn liðsins tekið rétta ákvörðun með að reka D'Antoni eftir 6 leikja taphrinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Ellis og Bogut fengu nýja vinnuveitendur | leikmannaskipti í NBA

Lokað verður fyrir leikmannaskipti í NBA deildinni í körfubolta á morgun, 15. mars, og má búast við að eitthvað muni gerast á þeim markaði. Golden State og Milwaukee tóku stóra ákvörðun í nótt. Monta Ellis, einn besti leikmaður liðsins, var sendur til Milwaukee ásamt Ekpe Udoh og Kwame Brown. Í staðinn fékk liðið Andrew Bogut og Stephen Jackson.

Körfubolti
Fréttamynd

Bynum og Bryant fóru á kostum í tvíframlengdum leik

Andrew Bynum skoraði 37 stig og tók 16 fráköst í 116-111 sigri LA Lakers á útivelli gegn Memphis í NBA deildinni í körfubolta. Úrslitin réðust eftir tvær framlengingar. Kobe Bryant skoraði 22 af alls 34 stigum sínum í síðari hálfleik. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers í röð. Spánverjinn Pau Gasol skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Lakers. Yngri bróðir Pay Gasol, Marc Gasol, skoraði 20 stig fyrir Memphis og tók hann 11 fráköst að auki.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Paul kominn með grímu eins og Kobe

Það er spurning hvort grímur fari að komast í tísku í NBA-deildinni í körfubolta. Það er löngu orðið frægt að Kobe Bryant þarf að spila með grímu þessi misserin og núna er Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, einnig farinn að spila með grímu.

Körfubolti
Fréttamynd

Taphrina New York heldur áfram

Sjö leikir fóru fram í gær í NBA deildinni í körfuknattleik. Taphrina New York heldur áfram en liðið tapaði sínum fimmta leik í röð og nú gegn Philadelphia á heimavelli, 106-94.

Körfubolti
Fréttamynd

Bynum hetjan í þriðja sigri Lakers á Celtics í röð

Los Angeles Lakers lagði erkifjendur sína frá Boston 97-94 í Staples-höllinni í Los Angeles í gærkvöldi. Lakers voru fimm stigum undir þegar tvær og hálf mínúta lifðu leiks. Frábær endasprettur tryggði liðinu sinn þriðja sigur á Celtics í röð.

Körfubolti